Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Síða 23

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Síða 23
VILHJÁLMUR BJARNAR Fiske-safnið í íþöku Fyrsta undirstaða Fiske-safnsins (Fiske Icelandic Collection) við Cornell-háskólann í New York var lögð um miðja síðustu öld - eða tæpum 20 árum áður en háskólinn sjálfur var stofnaður (1868). Stofn- andi safnsins, Daniel Willard Fiske, sem við stofnsetningu háskólans varð fyrsti yfirbókavörður hans og kennari í norðevrópskum málum, fór 18 ára gamall til Danmerkur og Svíþjóðar 1850 til þess að nema norræn mál, þeirra á meðal íslenzku. Dvaldist hann þar í tvö ár og hóf þá þegar að safna íslenzkum bókum og bókum á öðrum málum um íslenzk efni. En áhugi hans á Islandi og íslenzkum menntum haíði vaknað við það að lesa enska þýðingu á hinni íslenzku málfræði Ras- mus Kristian Rasks og fáein önnur rit, er snertu íslenzkar bókmenntir. Tók Fiske miklu ástfóstri við Island og íslenzku þjóðina og bar hag hennar mjög fyrir brjósti til æviloka. Arið 1883 sagði Fiske lausu starfi sínu við Cornell-háskólann og settist að í Flórens á Italíu. Eftir það herti hann mjög á söfnun íslenzkra bóka og bóka á öðrum málum um íslenzk efni. Fiske varð bráðkvaddur haustið 1904. Við þau tímamót taldi safnið þegar um 8600 bindi (að bæklingum meðtöldum). Fiske arfleiddi Cornell-háskólann að hinu íslenzka safni sínu (ásamt ágætu Petrarchasafni). Erfðagjöfinni fylgdu þrír sjóðir, skyldi vöxtum eins þeirra varið til greiðslu bókavarðar- launa, annars til bókakaupa og hins þriðja til útgáfu safnverks um Island og íslenzka safnið. Samkvæmt skilmálum erfðaskrárinnar skyldi bókavörðurinn vera fæddur á íslandi og útskrifaður úr íslenzkum menntaskóla, og hann skyldi hafa hlotið meðmæli menntaskólarektors. Að ósk Fiskes varð Halldór Hermannsson frá Velli í Hvolhreppi, sem unnið hafði að skrásetningu safnsins í Flórens fyrir Fiske í nokkur ár fyrir andlát hans, fyrsti bókavörur þess. Halldór kom með safnið til Iþöku vorið 1905 og starfaði við það við ágætan orðstír, unz hann fór á eftirlaun 1948.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.