Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Page 36

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Page 36
36 JÓN STEFFENSEN [Anbelangende selve Opsprudnings Sttedet som Autor giör til et eneste i N af Blœngr S. 42] I 18de Aarhundredes Eftermæle S. 487 og ff sætter han dette i SkaptárJökulselv [seesallerede af dette Skrivtsfórste Afsnit] (bls. 159, gr. 18). Af þessari athugun á handritunum IB. 3 fol. og IB. 23 fol. er Ijóst, að allt ósamræmið í ritunartíma þeirra stafar frá þeim tíma, er samritið ÍB. 23 fol. er gert. Sveinn gerir þá ofangreindar breytingar á samritinu til þess að samræma það ritunartíma þess og gerir jafnframt tilsvarandi spássíugreinar með ljósa blekinu í IB. 3 fol. En maður er litlu nær um orsakasambandið í þessari atburðarás, né hvenær IB. 23 fol. verður til, utan að það er ekki fyrir 1806. Til þess að greiða út þessum vafamálum og ýmsum torræðum atriðum í journölum Sveins er nauðsynlegt að hafa hliðsjón af öllum tiltækum gögnum, er varða Svein, svo sem bréfum hans og til hans, og þó sérstaklega dagbókum hans, IB. 2-A 8vo. í þeim er að leita frumgagna að ferðum hans, dagsetninga og manna, er þar koma við sögu, auk þess sem þar eru hrjúf drög að mánaðaryfirlitum þeim, sem í hreinriti eru í journölunum. Hinar knöppu dagbækur bæta litlu við lýsingu og mat Sveins á náttúrunni, en þær veita mikla innsýn í starfshætti hans, sem að mínu mati er það veigamikið atriði, að útgáfa journals án hliðsjónar dagbókar er sem vængbrotin æður. Hér á eftir verður gerð grein fyrir þeim atriðum úr dagbókum Sveins, er varða Eldritið, og samskiptum hans við Magnús Stephensen (1762-1833) á þeim árum, en hvortveggju eru forsenda fyrir réttu mati á ritinu. Fylgdarmenn Sveins í rannsóknarleiðöngrum hans 1792, 1793 og 1794 voru bróðir hans Jón Pálsson (1765 - 1804) og Eggert Bjarnason (1771-1856), síðar mágur hans, og þeir báðir ásamt Sveini höíðu vetursetu á Hlíðarenda 1793/94 hjá Vigfúsi sýslumanni Þórar- inssyni. I journal ársins 1793 er greint frá komu leiðangursmanna að Geirlandi 4. okt. (Sveinn Pálsson 1945, 303), í dagbókinni stendur þann dag: „ad Geirlandi lánad eldskrifsálfuga] Próf[asts] Steingríms- sonar af eckiu hans Margr[éti] Sigfurdar] d[óttur].“ Og enn hefur Sveinn Eldritið að láni 30. des. 1794, því að þá segir í dagbók: „feck skrifad af Mr. Gunnl[augi] Eldrit Sra J[óns] Steingr“[ímssonar]. Gunnlaugur þessi Halldórsson (1772-1814) var þá í Vatnsdal í Fliótshlíð. í journal ársins 1794 segir: „Dvaldist enn um hríð í Viðey. Hinn 4. þ. m. kom þangað stiftamtmaðurinn [Ólafur Stephensen] með allt skyldulið sitt, þar sem sá velborni herra hefur fengið leyfl til að setjast að í stað [Skúla] Magnússonar landfógeta, er fengið hefur lausn í náð

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.