Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Blaðsíða 50

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Blaðsíða 50
50 ÞORLEIFUR JÓNSSON Aðstæður höguðu því þó þannig, að ekki gat orðið um framhald á þeirri útgáfu að ræða eftir Islandsförina sumarið 1750.3 Hins vegar varð að ráði að setja saman rit um trúarbrögð fornmanna, en hvort tveggja var, að Eggert taldi efnið stórlega áhugavert og ekki hafði verið ritað um það sérstaklega áður. Höfundur setur sér að fjalla um eðli hinna fornu guða og grundvöll þann, sem hin forna trú byggði á: hann vill freista þess að draga fram, hvað sé rétt og hvað rangt í þessum fræðum, og hann vill jafnframt hafa í huga náttúrusögu fornaldar, enda blandist hún iðulega trú og hjátrú og verði þá illskiljanleg (eins og sjá megi í forspjalli annars hluta af Enarrationes). Verkinu er, fyrir utan formálann, skipt í fjóra hluta (sectiones). Hverjum hluta er aftur skipt í fimm kafla (capita), nema þriðja hluta, sem skiptist í þrjá kafla. Auk þess skiptist ritið svo í 301 grein {para- graphos,§§), auk neðanmálsgreina (annotation.es), sem eru stundum all- viðamiklar og þá oftast skýringar einstakra orða. Fyrsti hluti er um margt sérstæður og fjallar um nokkur grund- vallaratriði heiðninnar: Rakin er koma Asa til Norðurlanda og upphaf átrúnaðarins (§§ 1-11); sagt er frá atburðum, sem urðu áður en himinn og jörð voru, og frá sköpuninni (§§ 12—25), og einstökum guðum — einkum hinum æðri (§§ 26-44); loks er greint frá lífinu eftir dauðann (§§ 46-65), Ragnarökum og nýjum heimi (§§ 66-82). Hér styðst Eggert einkum við Eddu Snorra Sturlusonar, enda tilfærir hann gjarn- an ummæli Snorra og þýðir þau. Þetta má t. a. m. sjá í 9. grein, þar sem fjallað er um mátt Óðins samkvæmt trú fornmanna: (Sn. Sturlæus de divina potentia Othini.) Ut innotescat præterea, qvantam ei potenti- am adscripserint, hæc insigniora, ex allegato Sturlæi aíFeram L. c. cap. 6. Hann kunni meþ ordom einom, at slauckua Elld, kyrra Sia, oc snua uindom, a huora leiþ er hann villdi. — Stundom uakti hann upp dauþa menn orJaurdo- Hann uissi orlaug manna oc u-ordna luti; Sua oc, at giöra mönnom Bana, o-hamingio eþa uanheilindi: Sua oc, at taka fra mönnom uit eþa afl, oc gefa aúþrom. - Af þessom kroptom uard hann miök frægr: U-uinir hanns ottuþust hann, enn uinir hans treistust hanom, oc truþo a Kraflt hanns, oc a sialfann hann. Hoc est: Potuit verbis tantum exstingvere ignem, mare sedare, ventos dirigere in qvamcunqw plagam voluit, - Qvandoqre Suscitabat e terra mortuos homines- Novit fata hominum et Res, prius qvam evenirent; Sic etiam inferre hominibus mortem, infortunium vel morbum: Ita qvoqw privare homines, ratione et viribus, aliosqrr donare. - Propter has virtutes nomen ejus valde instaruit: Hostes ejus timebant eum, Amici vero fidebant ei, et in potentiam ejus ipsumqrr credebant. Hlutar 2-4 fjalla um hina ýmsu ílokka óæðri guða, vætta og anda í heiðinni trú og eðli þeirra. í öðrum hluta segir sérstaklega frá hug-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.