Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Page 52

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Page 52
52 ÞORLEIFUR JÓNSSON Eggert t. a. m. í Jöfraskinnu (draumur Vanlanda) og Vatnsdælu (draumur Þorkels silfra). Að endingu fer Eggert nokkrum almennum orðum um trúarbrögð fornmanna (§§ 281-301): Þó að hann hafi að vísu sett efnið fram á kerfisbundinn hátt, sé trúkerfi fornmanna fremur ruglingslegt - og verði lesaranum það íljótlega ljóst, ef hann leiti til frumheimildanna. Hann bendir einnig á, að margir hafi á þessum tíma verið lausir við fordóma og komið fram af skynsemi í þessum efnum (haft n. k. „nátt- úrutrú“ eða skynsemistrú). Svo hafi verið með Grikkjum og Rómverj- um - og reyndar megi finna margar hliðstæður með norrænni trú annars vegar og trúarbrögðum Grikkja, Rómverja og Egypta hins vegar. E. t. v. mislíki einhverjum, að efnið sé sett fram sem saga- og sakni þess, að ekki sé sýnt fram á galla og veikleika heiðins siðar. En í raun sé ekki þörf á slíkum skýringum, enda megi öllum ljóst vera, hvar villur heiðins siðar liggi. Hins vegar geti enginn skilið sögu fornmanna, nema hann þekki trú þeirra. Hér hefur verið stiklað á stóru um efni ritsins, en ekki er nú kostur á að gera á því fræðilega úttekt eða bera það saman við hliðstæð rit. Leggja skal áherzlu á, að verkið er unnið sem vísindaritgerð. Aðferð Eggerts er að láta frumheimildirnar tala sem mest, enda vitnar hann af mikilli þekkingu í nokkra tugi íslenzkra fornrita, og hann gerir sér far um að setja efnið fram kerfisbundið og á fordómalausan hátt. Vitan- lega fer þó ekki hjá því, að afstaða hans og skoðanir komi fram í ýmsum myndum — svo sem í því, hvernig hann flokkar efnið og fjallar um það og í athugasemdum. Eins og jafnan vill vera í vísindum og fræði- mennsku, hlýtur margt, sem í þessu riti stendur, að teljast vafasöm fræði eftir meira en tvö hundruð ár. En það breytir því ekki, að ritið er merk heimild um höfund sinn og vísindastarf á upplýsingaröld. 1 Handritið hefur fengið safnmerkið Lbs. 4840 4to. Á titilsíðu stendur: Populorum Aqvilonarium / THEOLOGIÆ GENTILIS/Stricté Sumtæ/ HISTORIA/ Sive De/ NATURA DEORUM / Et In Specie / GENIORUM / Ex Antiqvissimis Islandorum Monu- / -mentis conscripta, Notisqor Criticis & / Philologicis illustrata. / Per / Egerhardum Olavium, Isl. / Hafniae/ Anno Domini. M. D. C. C. L. I. ' 2 Neðst á titilsíðu stendur: Ex librisG. I. Thorkelini 1812.-Gegnt titilsíðu stendur: Illustrissimi / Vice Comitis Strangfordiæ / Bibliothecæ / d. d. d. / Grimus Johannis Thorkelin. Eqves. 3 „Forspjall“ annars hluta kom útí ritgerðarformi sumarið 1751, þ. e. eftiraðþettarit haíði verði samið, en var að líkindum tilbúið ári áður.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.