Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Qupperneq 52

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Qupperneq 52
52 ÞORLEIFUR JÓNSSON Eggert t. a. m. í Jöfraskinnu (draumur Vanlanda) og Vatnsdælu (draumur Þorkels silfra). Að endingu fer Eggert nokkrum almennum orðum um trúarbrögð fornmanna (§§ 281-301): Þó að hann hafi að vísu sett efnið fram á kerfisbundinn hátt, sé trúkerfi fornmanna fremur ruglingslegt - og verði lesaranum það íljótlega ljóst, ef hann leiti til frumheimildanna. Hann bendir einnig á, að margir hafi á þessum tíma verið lausir við fordóma og komið fram af skynsemi í þessum efnum (haft n. k. „nátt- úrutrú“ eða skynsemistrú). Svo hafi verið með Grikkjum og Rómverj- um - og reyndar megi finna margar hliðstæður með norrænni trú annars vegar og trúarbrögðum Grikkja, Rómverja og Egypta hins vegar. E. t. v. mislíki einhverjum, að efnið sé sett fram sem saga- og sakni þess, að ekki sé sýnt fram á galla og veikleika heiðins siðar. En í raun sé ekki þörf á slíkum skýringum, enda megi öllum ljóst vera, hvar villur heiðins siðar liggi. Hins vegar geti enginn skilið sögu fornmanna, nema hann þekki trú þeirra. Hér hefur verið stiklað á stóru um efni ritsins, en ekki er nú kostur á að gera á því fræðilega úttekt eða bera það saman við hliðstæð rit. Leggja skal áherzlu á, að verkið er unnið sem vísindaritgerð. Aðferð Eggerts er að láta frumheimildirnar tala sem mest, enda vitnar hann af mikilli þekkingu í nokkra tugi íslenzkra fornrita, og hann gerir sér far um að setja efnið fram kerfisbundið og á fordómalausan hátt. Vitan- lega fer þó ekki hjá því, að afstaða hans og skoðanir komi fram í ýmsum myndum — svo sem í því, hvernig hann flokkar efnið og fjallar um það og í athugasemdum. Eins og jafnan vill vera í vísindum og fræði- mennsku, hlýtur margt, sem í þessu riti stendur, að teljast vafasöm fræði eftir meira en tvö hundruð ár. En það breytir því ekki, að ritið er merk heimild um höfund sinn og vísindastarf á upplýsingaröld. 1 Handritið hefur fengið safnmerkið Lbs. 4840 4to. Á titilsíðu stendur: Populorum Aqvilonarium / THEOLOGIÆ GENTILIS/Stricté Sumtæ/ HISTORIA/ Sive De/ NATURA DEORUM / Et In Specie / GENIORUM / Ex Antiqvissimis Islandorum Monu- / -mentis conscripta, Notisqor Criticis & / Philologicis illustrata. / Per / Egerhardum Olavium, Isl. / Hafniae/ Anno Domini. M. D. C. C. L. I. ' 2 Neðst á titilsíðu stendur: Ex librisG. I. Thorkelini 1812.-Gegnt titilsíðu stendur: Illustrissimi / Vice Comitis Strangfordiæ / Bibliothecæ / d. d. d. / Grimus Johannis Thorkelin. Eqves. 3 „Forspjall“ annars hluta kom útí ritgerðarformi sumarið 1751, þ. e. eftiraðþettarit haíði verði samið, en var að líkindum tilbúið ári áður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.