Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Blaðsíða 71

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Blaðsíða 71
SNORRI STURLUSON OG NORÐURLÖND 71 þá svöruðu margir, sögðu, at heldr vildu falla með drengskap en flýja fyrir Dönum at óreyndu, sögðu, at opt höíðu þeir sigr fengit, þá er þeir höfðu barizk við minna lið. í 11. kap. Ólafs sögu Tryggvasonar kemst Haraldur Danakonungur Gormsson svo að orði um Noreg í viðræðu við Hákon jarl Sigurðarson: „Nóregr er land mikit ok hart fólk ok er illt at sækja við útlendan her.“ Honum tekst þó að halda völdum sínum og ítökum þar með því að beita Norðmönnum fyrir sig, og var Hákon jarl öflugastur þeirra. Gaman er að frásögninni af því í 27. kap. Ólafs sögu Tryggvasonar, er Ótta keisari á Saxlandi (Otto 2.) sigraði Harald í mikilli orustu og þeir Poppó biskup knúðu hann til að láta skírast. Haraldur konungur hafði áður sent orð Hákoni jarli, að hann kæmi til liðveizlu við hann. En er þeir hittusk, þá nauðgar konungr jarli til at láta skírask. Var þá Hákon jarl skírðr ok þeir menn allir, er þar fylgdu honum. Fekk þá konungr í hendr honum presta ok aðra lærða menn ok segir, at jarl skal láta skíra allt lið í Nóregi. Skilðusk þeir þá. Ferr Hákon jarl út til hafs ok bíðr þar byrjar. En er veðr þat k0mr, er honum þótti sem hann myndi í haf bera, þá skaut hann á land upp öllum lærðum mönnum, en hann sigldi þá út á haf, en veðr gekk til útsuðrs ok vestrs. Siglir jarl þá austr í gögnum Eyrarsund. Herjar hann þá á hvárttveggja land. Síðan siglir hann austr fyrir Skáneyjarsíðu ok herjaði þar ok hvar sem hann kom við land. En er hann kom austr fyrir Gautasker, þá lagði hann at landi. Gerði hann þá blót mikit. Þá kómu þar lljúgandi hrafnar tveir ok gullu hátt. Þá þykkiskjarl vita, at Óðinn hefir þegit blótit ok þá mun jarl hafa dagráð til at berjask. Þá brennir jarl skip sín öll ok gengr á land upp með liði sínu öllu ok fór allt herskildi. Snorri hefur síðar í Heimskringlu, í 81 .-84. kap. Ólafs sögu Tryggva- sonar, sagt á dálítið spaugilegan hátt frá kristniboði konungs við Islendinga. Eru fyrst taldir margir Islendingar, er komið höfðu haust eitt til Niðaróss, bæði heiðnir menn og aðrir, er kristni höfðu tekið af Þangbrandi, þýzkum presti, er Ólafur konungur hafði sent í kristni- boðserindum til Islands. Snorri segir, að konungur hafi tekið hinum kristnu feginsamlega. En þeir íslenzkir menn, er fyrir skipum réðu ok heiðnir váru, þá leituðu þeir til brautsiglingar, þegar konungr var í bænum, því at þeim var sagt, at konungr nauðgaði álla menn til kristni, en veðr gekk í þrá þeim, ok rak þá aptr undir Niðarhólm . . . Þetta var sagt Óláft konungi, at íslendingar váru þar nökkurum skipum ok vildu flýja fund konungs. Þá sendi konungr menn til þeira ok bannaði þeim braut at halda, bað þá leggja inn til bæjar, ok gerðu þeir svá ok báru ekki af skipum sínum. Þá kom Mikjálsmessa. Lét konungr þá halda mjök, lét syngva messu hátíðliga. íslendingar gengu til ok hlýddu söng fögrum ok klukknahljóði. En er þeir kómu til skipa sinna, sagði hverr þeira, hvernug líkat hafði atferð kristinna manna. Kjartan lét vel yfir, en flestir aðrir löstuðu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.