Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Side 72

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Side 72
72 FINNBOGI GUÐMUNDSSON En síðar segir, að Þangbrandur prestur kom þetta sama haust af Islandi og sagði sínar farar eigi sléttar, segir, at Islendingar höfðu gört níð um hann, en sumir vildu drepa hann, ok lét enga ván, at þat land myndi kristit verða. Svo fór þó, að íslendingar tóku kristni og það meir af stjórn- málalegum en trúarlegum ástæðum. Segir í Kristnisögu, að sú hafi verið uppsaga Þorgeirs lögsögumanns á alþingi árið 1000: að allir menn skyldu vera skírðir á Islandi og trúa á einn guð, og rétt á eftir segir: „Allir Norðlendingar ok Sunnlendingar váru skírðir í Reykja- laugu í Laugardal, er þeir riðu af þingi, því at þeir vildu eigi fara í kalt vatn,“ og um Vestanmenn, að þeir hafi flestir verið skírðir á heimleið í Reykjalaug í Syðra-Reykjardal. Þetta og fleira sýnir, að Islendingar hafa í öndverðu verið heldur linir í trúnni, og hendir Snorri gaman að þeim fyrir það. Þeir hlýða fögrum söng og klukknahljóði, en láta sér flestir að því er virðist fátt um finnast. Einn lét þó vel yfir, Kjartan Ólafsson, og tók hann brátt við kristni og hlaut í móti vináttu konungs fullkomna. Þetta atriði endurtekur sig síðar, að vísu í annarri mynd, þegar Ólafur Haraldsson sendir Þórarin Nefjólfsson til íslands með kveðju sína og þann boðskap, að konungur vilji vera drottinn þeirra, ef þeir vilja vera hans þegnar. En þat fylgdi kveðjusending konungs, at hann vildi þess beiðask í vináttu af Norð- lendingum, at þeir gæfi honum ey eða útsker, er liggr fyrir Eyjafirði, er menn kalla Grímsey, vill þar í mót leggja þau gæði af sínu landi, er menn kunnu honum til at segja, en sendi orð Guðmundi á Möðruvöllum til at flytja þetta mál. Og Guðmundur er í fljótu bragði líkt og Kjartan Ólafsson fyrrum fús til vináttu Ólafs konungs. En þá skerst bróðir hans Einar Þveræingur í leikinn, varar í frægri ræðu við því að ljá konungi nokkurs fangstaðar á landinu, og var þá ,,öll alþýða snúin með einu samþykki, at þetta skyldi eigi fásk“, eins og segir í lok 125. kap. Ólafs sögu helga. En ræða Einars Þveræings hefur síðan verið túlkuð sem varnaðarorð Snorra sjálfs, er kynntist af eigin raun ásælni Noregskonungs á Islandi og hlaut síðast að hníga fyrir vopnum manna, er gerzt höfðu of ginnkeyptir fyrir hinu norska valdi. Frásögn Snorra afviðureign Færeyinga við norska konungsvaldið er raunar ekki annað en tilbrigði þessa sama efnis, þar sem skiptir í tvö horn um afstöðuna, og eru viðbrögð og viðnárn Þrándar í Götu þar eftirminnilegust, en nafn hans hefur greypzt í tunguna í orðtakinu: að

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.