Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Blaðsíða 72

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Blaðsíða 72
72 FINNBOGI GUÐMUNDSSON En síðar segir, að Þangbrandur prestur kom þetta sama haust af Islandi og sagði sínar farar eigi sléttar, segir, at Islendingar höfðu gört níð um hann, en sumir vildu drepa hann, ok lét enga ván, at þat land myndi kristit verða. Svo fór þó, að íslendingar tóku kristni og það meir af stjórn- málalegum en trúarlegum ástæðum. Segir í Kristnisögu, að sú hafi verið uppsaga Þorgeirs lögsögumanns á alþingi árið 1000: að allir menn skyldu vera skírðir á Islandi og trúa á einn guð, og rétt á eftir segir: „Allir Norðlendingar ok Sunnlendingar váru skírðir í Reykja- laugu í Laugardal, er þeir riðu af þingi, því at þeir vildu eigi fara í kalt vatn,“ og um Vestanmenn, að þeir hafi flestir verið skírðir á heimleið í Reykjalaug í Syðra-Reykjardal. Þetta og fleira sýnir, að Islendingar hafa í öndverðu verið heldur linir í trúnni, og hendir Snorri gaman að þeim fyrir það. Þeir hlýða fögrum söng og klukknahljóði, en láta sér flestir að því er virðist fátt um finnast. Einn lét þó vel yfir, Kjartan Ólafsson, og tók hann brátt við kristni og hlaut í móti vináttu konungs fullkomna. Þetta atriði endurtekur sig síðar, að vísu í annarri mynd, þegar Ólafur Haraldsson sendir Þórarin Nefjólfsson til íslands með kveðju sína og þann boðskap, að konungur vilji vera drottinn þeirra, ef þeir vilja vera hans þegnar. En þat fylgdi kveðjusending konungs, at hann vildi þess beiðask í vináttu af Norð- lendingum, at þeir gæfi honum ey eða útsker, er liggr fyrir Eyjafirði, er menn kalla Grímsey, vill þar í mót leggja þau gæði af sínu landi, er menn kunnu honum til at segja, en sendi orð Guðmundi á Möðruvöllum til at flytja þetta mál. Og Guðmundur er í fljótu bragði líkt og Kjartan Ólafsson fyrrum fús til vináttu Ólafs konungs. En þá skerst bróðir hans Einar Þveræingur í leikinn, varar í frægri ræðu við því að ljá konungi nokkurs fangstaðar á landinu, og var þá ,,öll alþýða snúin með einu samþykki, at þetta skyldi eigi fásk“, eins og segir í lok 125. kap. Ólafs sögu helga. En ræða Einars Þveræings hefur síðan verið túlkuð sem varnaðarorð Snorra sjálfs, er kynntist af eigin raun ásælni Noregskonungs á Islandi og hlaut síðast að hníga fyrir vopnum manna, er gerzt höfðu of ginnkeyptir fyrir hinu norska valdi. Frásögn Snorra afviðureign Færeyinga við norska konungsvaldið er raunar ekki annað en tilbrigði þessa sama efnis, þar sem skiptir í tvö horn um afstöðuna, og eru viðbrögð og viðnárn Þrándar í Götu þar eftirminnilegust, en nafn hans hefur greypzt í tunguna í orðtakinu: að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.