Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Side 74

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Side 74
74 FINNBOGI GUÐMUNDSSON ok upp váru sett merki fyrir höíðingjum, þá spurði hann: „Hverr er höfðingi fvrir liði því, er gegnt oss er?“ Honum var sagt, at þar var Sveinn konungr tjúguskegg með Danaher. Konungr svarar: „Ekki hræðumk vér bleyður þær. Engi er hugr í Dönum. En hverr höfðingi fylgir þeim merkjum, er þar eru út í frá hægra veg?“ Honum var sagt, at þar var Óláfr konungr með Svíaher. Óláfr konungr segir: „Betra væri Svíum heima ok sleikja um blótbolla sína en ganga á Orminn undir vápn yður. En hverir eigu þau in stóru skip, er þar liggja út á bakborða Dönum?“ „Þar er,“ segja þeir, „Eiríkr jarl Hákonarson.“ Þá svarar Óláfr konungr: „Hann mun þykkjask eiga við oss skapligan fund, ok oss er ván snarprar orrostu af því liði. Þeir eru Norðmenn, sem vér erum.“ Annað dæmi ólíkt þessu, þar sem vér þó höfum þriggja landa sýn, er í 72. kap. Ólafs sögu helga. Snorri Sturluson haíði dvalizt utanlands 1218-20 lengstum í Noregi, en og í þeirri för farið sumarið 1219 austur á Gautland. Við kynni hans af Svíþjóð hefur hann séð Noreg í nýju ljósi, skynjað betur en áður, hversu allt er afstætt. Þegar hann lætur Hjalta Skeggjason í fyrrnefndum kapítula ganga á fund Ólafs Svíakonungs og leita um sættir og mægðir milli hans og Ólafs Noregskonungs, er horft allt utan af Islandi. En Hjalti hefur mál sitt á þessa leið: „Allmikla tign má hér sjá margs konar, ok er mér þat at sjón orðit, er ek hefi opt heyrt frá sagt, at engi konungr er jafngöfugr á Norðrlönd sem þú. Allmikill harmr er þat, er vér eigum svá langt hingat at sækja ok svá meinfært, fyrst hafsmegin mikit, en þá ekki friðsamt at fara um Nóreg þeim mönnum, er hingat vilja sækja með vináttu." En þegar Hjalti víkur að þeirri ráðagerð Ólafs Noregskonungs að biðja Ingigerðar dóttur hans, espast Ólafur Svíkonungur og segir, „at sú mægð megi eigi maklig vera, því at ek em inn tíundi konungr at Uppsölum, svá at hverr hefir eptir annan tekit várra frænda ok verit einvaldskonungar yftr Svíaveldi ok yíir mörgum öðrum stórum löndum ok verit allir yfirkonungar annarra konunga á Norðrlöndum. En í Nóregi er lítil byggð ok þó sundrlaus. Hafa þar verit smákonung- Nokkru síðar telur Ingigerður um fyrir föður sínum og reynir að koma á sáttum, kveður þat mjök ósynju, er þér kölluðuð til ríkis í Nóregi. Er þat land fátækt ok illt yfirfarar ok fólk ótryggt. Ég vitnaði fyrr í þessari samantekningu til þeirra ummæla Haralds Danakonungs Gormssonar um Noreg, að hann væri ,,land mikit ok hart fólk, ok er illt at sækja við útlendan her“. Danir hafa fundið til þess, að land þeirra var opið og öndvert og auðvelt aðkomu þeim, er þangað vildu fara með hernaði, enda fengu þeir oft á því að kenna, eins og dæmi hafa verið sýnd um hér að framan. I Danmörku var og tíðum til mikils að slægjast, því að landið var víða vel ræktað og velmegun þar

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.