Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Side 92

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Side 92
92 LANDSBÓKASAFNIÐ 1978 afhent við hátíðlega athöfn í Listasafni íslands mánudaginn 11. sep- tember 1978. Annemarie Lorentzen, ambassador Norðmanna, afhenti gjöfina og flutti ávarp, sem birt er framar í þessu hefti. Viðstödd athöfnina voru auk hennar af hálfu Norðmanna listakonan Synnpve Anker Aurdal, er óf teppið, eiginmaður hennar Ludvig Eikás listmál- ari, dr. Harald L. Tveterás fyrrum ríkisbókavörður Norðmanna og frú Bertakona hans. Dr.Tveterásfluttisíðarsamadagopinberanfyrirlest- ur í boði Háskóla Islands, og nefndist hann Ibsenforskerne og Henrik Ibsen. En á árinu voru liðin 150 ár frá fæðingu skáldsins. Fyrirlestur þessi er birtur framar í þessu hefti í þýðingu Agnars Þórðarsonar bókavarðar. Teppið var haft til sýnis í Listasafni Islands um tveggja mánaða skeið, en var síðan flutt í hátíðarsal Háskóla Islands, þar sem það mun hanga uppi, unz hægt verður að koma því fyrir á sínum stað í Þjóð- arbókhlöðu. Hér verður nú gerð dálítil grein fyrir tildrögum gjafarinnar og teppinu sjálfu. Harald L. Tveterás, forstöðumaður Háskólabókasafnsins í Osló og síðar ríkisbókavörður Norðmanna, átti á sínum tíma hugmyndina að því, að Norðmenn létu vefa teppi, er gefið yrði hingað til lands í tilefni 11 alda afmælis Islandsbyggðar. Hann kom til Reykjavíkur tvisvar, 1969 og 1970, sem annar tveggja ráðunauta á vegum UNESCO vegna undirbúnings byggingar Þjóðarbókhlöðu, og þar sem hún skyldi reist til að minnast þessa afmælis, óskuðu gefendur þess, að teppið fengi, þegar þar að kæmi, samastað í hinni nýju bókhlöðu. Listvefaranum frú Synnpve Anker Aurdal var síðan falið að vefa teppið, og kom hún hingað til lands vorið 1974 í kynnisför í boði byggingarnefndar Þjóðarbókhlöðu. Listakonan lauk við teppið 1977, og var það sýnt 1978, fyrst í Ríkislistasafninu í Osló í febrúar og fram í marz, þá í Þrándheimi og loks í Bryggjusafninu (Bryggens Museum) í Björgvin 12. maí- 18. júní, en seinasta sýningin var raunar jafnframt yfirlitssýning á verkum hennar. Sýningar þessar vöktu mikla athygli, og sótti þær fjöldi manns. I vandaðri sýningarskrá, er Bryggens Museum gafút í maí, segir svo m. a. um íslandsteppið, sem listakonan sjálf kallar „Rommet og ordene“ (Orðin og víðáttan): ,,I meistarverki Synnpve Anker Aurdal - hinni frægu þjóðargjöf, sem tengd er 11 alda afmæli Islandsbyggðar, fyllir hún enn heilan vegg og notar til þess hið tvívíða, hornrétta form. Vér skynjum þó víðáttuna mjög glöggt í línum verksins, og sé komið nær,

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.