Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Qupperneq 92

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Qupperneq 92
92 LANDSBÓKASAFNIÐ 1978 afhent við hátíðlega athöfn í Listasafni íslands mánudaginn 11. sep- tember 1978. Annemarie Lorentzen, ambassador Norðmanna, afhenti gjöfina og flutti ávarp, sem birt er framar í þessu hefti. Viðstödd athöfnina voru auk hennar af hálfu Norðmanna listakonan Synnpve Anker Aurdal, er óf teppið, eiginmaður hennar Ludvig Eikás listmál- ari, dr. Harald L. Tveterás fyrrum ríkisbókavörður Norðmanna og frú Bertakona hans. Dr.Tveterásfluttisíðarsamadagopinberanfyrirlest- ur í boði Háskóla Islands, og nefndist hann Ibsenforskerne og Henrik Ibsen. En á árinu voru liðin 150 ár frá fæðingu skáldsins. Fyrirlestur þessi er birtur framar í þessu hefti í þýðingu Agnars Þórðarsonar bókavarðar. Teppið var haft til sýnis í Listasafni Islands um tveggja mánaða skeið, en var síðan flutt í hátíðarsal Háskóla Islands, þar sem það mun hanga uppi, unz hægt verður að koma því fyrir á sínum stað í Þjóð- arbókhlöðu. Hér verður nú gerð dálítil grein fyrir tildrögum gjafarinnar og teppinu sjálfu. Harald L. Tveterás, forstöðumaður Háskólabókasafnsins í Osló og síðar ríkisbókavörður Norðmanna, átti á sínum tíma hugmyndina að því, að Norðmenn létu vefa teppi, er gefið yrði hingað til lands í tilefni 11 alda afmælis Islandsbyggðar. Hann kom til Reykjavíkur tvisvar, 1969 og 1970, sem annar tveggja ráðunauta á vegum UNESCO vegna undirbúnings byggingar Þjóðarbókhlöðu, og þar sem hún skyldi reist til að minnast þessa afmælis, óskuðu gefendur þess, að teppið fengi, þegar þar að kæmi, samastað í hinni nýju bókhlöðu. Listvefaranum frú Synnpve Anker Aurdal var síðan falið að vefa teppið, og kom hún hingað til lands vorið 1974 í kynnisför í boði byggingarnefndar Þjóðarbókhlöðu. Listakonan lauk við teppið 1977, og var það sýnt 1978, fyrst í Ríkislistasafninu í Osló í febrúar og fram í marz, þá í Þrándheimi og loks í Bryggjusafninu (Bryggens Museum) í Björgvin 12. maí- 18. júní, en seinasta sýningin var raunar jafnframt yfirlitssýning á verkum hennar. Sýningar þessar vöktu mikla athygli, og sótti þær fjöldi manns. I vandaðri sýningarskrá, er Bryggens Museum gafút í maí, segir svo m. a. um íslandsteppið, sem listakonan sjálf kallar „Rommet og ordene“ (Orðin og víðáttan): ,,I meistarverki Synnpve Anker Aurdal - hinni frægu þjóðargjöf, sem tengd er 11 alda afmæli Islandsbyggðar, fyllir hún enn heilan vegg og notar til þess hið tvívíða, hornrétta form. Vér skynjum þó víðáttuna mjög glöggt í línum verksins, og sé komið nær,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.