Vísbending


Vísbending - 18.12.2000, Síða 11

Vísbending - 18.12.2000, Síða 11
 V TSBHNDINO FRÁ BYLTMGARÆFINGUM TIL ÞJÓÐAR/ÁTTAR Ólafur Hannibalsson ræðir við Bjarna Braga Jónsson hagfræðing um samhengið milli kjarabaráttu, hagvaxtar og verðbólgu. Drengurinn skokkar niður götuna frá sýslumannsbústaðnum áleiðis að bryggjunni. Þegar hann fer framhjá skrifstofu útgerðar- auðvaldsins, kreppir hann hnefana ósjálfrátt í Rótfront kveðjunni og steytir í átt að glugganum. En nú ber nokkuð nýrra við. Honum er svarað í sömu mynt innan úr skrifstofunni og glettnislegt bros að baki. Honum bregður nokkuð en brátt rennur upp fyrir honum ljós: Byltingarforsprakki þorpsins, Jóhann Rafnsson, vinnur daglega í verslun útgerðarkóngsins, Sigurðar Ágústsson- ar, í nánu samstarfi. Báðir eflaust of miklir séntilmenn til að ræða pólitík í vinnunni, og báðir vinir drengsins í lengd og bráð. Þessi drengur hefur síðan marga fjöruna sopið og margar kollsteypur tekið á leiðinni frá heimskreppu til nýboðaðrar, endalausrar gullaldar síhækkandi hlutabréfa í fyrirtækjum þekkingariðnaðarins. Bjarni Bragi Jónsson er fæddur 8. júlí 1928 við Kárastíginn í Reykjavík, í húsi móðurafa síns, Bjarna Jenssonar, er lengst af var héraðslæknir á Breiða- bólsstað á Síðu, en síðar landlæknisritari í Reykjavík. Faðir Bjarna Braga var Jón Hallvarðsson, fógetafulltrúi og síðar sýslumaðurí Stykkishólmi unt skeið, en lengstaf starfsmaður ríkisskattanefndar. Jón var sonur Hallvarðs Einvarðssonar bónda í Skutulsey á Mýrum og síðar á Fáskrúðarbakka í Kolbeinsstaðahreppi í Hnappadalssýslu, og konu hans Sigríðar Jónsdóttur frá Skiphyl á Mýrunt. Er sú ætt komin af Jóni „dýrðarsöng", orðlögðunt raddmanni á sinni tíð og ríkir mikil sönghneigð í ættinni. Bjarni Jensson var hins vegar sonur Jens rektors, bróður Jóns Sigurðssonar, og stóðu að þeim bræðrum víðkunnar embættismannaættir: Ólafs lögsagnara á Eyri í Seyðisfirði vestur og Ásgarðsætt af Suðurlandi. Níi ert þú fæddur rétt áður en kreppan mikla hvolfist yfir heimsbyggðina. Fœddistu með silfurskeið í munni? „Nei, því held ég að fari fjarri. Faðir minn missti föður sinn 13 ára gamall árið 1912 og ég held að það megi teljast allt að því kraftaverk að móður hans skyldi takast að koma sonum sínum til mennta. Honum tókst að ná stúdentsprófi og útskrifaðist lög- fræðingur 1925. Þá voru pólitískar viðsjár rnjög að aukast í landinu og hann skipaði sér í raðir þeirra sem snerust gegn ríkjandi íhaldi. Það var ekki vænlegt til frama þá, en svo tók stjórn Framsóknarmanna við 1927 og þá opnuðust ýmsar leiðir til embættisframa fyrir þá menntamenn, sem af alþýðufólki voru komnir. Næstu ár stundaði hann heldur tekjurýr málflutningsstörf í Reykjavík, en á árinu 1932 var hann settur sýslumaður í Barðastrandarsýslu um nokkurra mánaða skeið og síðan fógetafulltrúi í Vestmannaeyjum. Þar vorum við fram á mitt ár 1937 að hann varð sýslumaður í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu með aðsetur í Stykkishólmi. Þar áttum við nokkur góð ár en þá varð honum á í messunni við uppgjör sjóða og var veitt lausn frá embætti 1940, þótthaliinn væri jafnaður með fjölskylduátaki. Við fluttum þá suður í húsnæðisvandræðin og lentum fyrst í stað í bragga í Reykjavík. Þar gegndi faðir minn störfum hjá ríkisskattanefnd, ásamt ýmsum lögfræðistörfum í einkapraxis.“ Hvernig var að koma til hinnar hernumdu Reykjavíkur á þessum tíma úrfásinninu í litlu þorpi út á landi? „Ég var ekki í neinum vandræðum með að falla inn f borgarbraginn. Fólk var sem óðast að varpa af sér kreppuhamnum og alls staðar voru miklar frantkvæmdir og umsvif. Þúsundir manna höfðu rífandi atvinnu hjá hernum, sósíalistar höfðu forgöngu um að skrúfa upp kaupið og rná segja að það hafi haft þjóðhagslega þýðingu á þessum tíma úr því að stjórn- málamennirnir mönnuðu sig ekki upp í eða var meinað að hækka gengið, þegar stríðsgróðinn flæddi yfir. Gengis- fellingin, sem gerð var 1939 kom á vitlausum tíma, hefði átt að koma miklu fyrr í staðinn fyrir hafta- og styrkja- ráðstafanirnar í upphafi kreppuáranna. Þetta vissi maður náttúrlega ekki þá, drakk í sig þá stemmningu sem ríkti meðal alþýðunnar að sósíalistar hefðu forgöngu unt hækkandi kaup og Stalín var orðinn traustur bandamaður lýðræðisþjóðanna gegn Hitler. Byltingarfræðin Eg var snemma bráðger og þótti hafa nokkuð gott kjaftavit. Það skipti líka engum togum að eftir að ég kom í Ingimarsskólann steyptist ég á kaf í félagsmálastúss og varð formaður nemendafélagsins strax á öðru ári 14 ára gamall. Þetta náði náttúrlega ekki nokkur hátt að leggja þetta ábyrgðarstaif á svo ungar herðar. Skólastjórinn sr. Ingimar Jónsson, var hins vegar sáttur við þetta, enda aðrir í hópnum enn róttækari (Ingi R., Pétur Hraunfjörð o.fl.) svo að ég ntun hafa þótt skárri kostur í þetta trúnaðarstarf. Þetta voru geysilega stórir árgangar, sem komu inn í gagnfræðaskólana í Reykjavík á þessum árum með auknum tekjum launþega. Við vorum 140, sem settumst í 1. bekk Ingimarsskólans og þar var ég dúx í l'yrsta og síðasta skiptið á ævinni. Eitt sumar var ég í vegavinnu, bæði á sunnanverðu og norðanverðu Snæfellsnesi. Þar var samankominn hópur stráka nokkuð beggja blands í Ólafur Hannibalsson og Bjarni Bragi Jánsson 11

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.