Vísbending


Vísbending - 18.12.2000, Blaðsíða 37

Vísbending - 18.12.2000, Blaðsíða 37
ád Konráð Hjálmarsson var fæddur á Reykjum í Mjóafirði eystra 9. maí 1858. Á þrítugsaldri hóf Konráð út- gerð, fyrst á einum árabát en sex til átta þegar þeir voru flestir. Brátt hóf hann einnig verslun svo og fiskverkun í stórum stíl. Byggði hann mikinn húsakost yfir alla þessa starfsemi sem var bæði í senn veglegt íveru- og verslunarhús og gaf ekki ( neinu eftir þeim húsum sem þá voru hvað vegleg- ust í landinu. Aðstæður á Mjóafirði voru ekki hentugar fyrir útgerð seglskipa og var raunar alltaf heldur lítið um slfka útgerð frá Austfjörð- um. Reiddi hann sig því fyrst og fremst á árabátana ffarnan af. En Konráð hafði aug- un opin fyrir öðmm möguleikum. Arið 1889 er þess getið að Konráð sé búinn að fá vel á annað hundrað hákarla. Þegar Isak Jónsson kom heim frá Ameríku 1894 með hugmyndir um „ffosthús", sem hann hafði kynnst þar við vötnin, tók Konráð ffændi hans honum tveimur höndum og lét hann byggja slíkt hús samsumars. Mun það hafa verið fyrsta íshúsið sem komst í notkun á Is- landi. Eftir að beituöflun var orðin sæmilega ör- ugg taldi Konráð ekkert að vanbúnaði að lyfta útgerðinni á næsta tæknistig. Vetur- inn 1897-98 lét Konráð smíða fyrir sig í Bergen 50 lesta stálbát, gufúknúinn og gerði út á þorskveiðar. Fljótlega fannst hon- um hann of lítill og seldi hann þremur árum sfðar. Vélbátaöld var gengin í garð og f nóvember 1901 var vél sett í róðrarbát vestur á Isafirði. Konráð kaupir fyrsta mót- orbátinn ffá Danmörku 1904 og gefst hann svo vel að hann pantar 11 mótorbáta á einu bretti 1906. Seldi hann sex þeirra öðmm en gerði sjálfur út fimm. Það þrengdi að athafnamanninum í Mjóa- firði og árið 1905 stofnaði hann, með Gísla bróður sínum, svonefnda Bræðraverslun á Norðfirði. Þeir bræður slitu fljótlega félagi sfnu og hét rekstur hans eftir það Verslun Konráðs Hjálmarssonar. Hann kom þar fljótlega upp hafskipabryggju, byggði íshús og stundaði meiriháttar kolaverslun. Nfu hús reisti hamr á athafnasvæði sínu, þar af fimm íbúðarhús fyrir starfsfólk. Einnig kom hann upp þurrkhúsi þar sem hann gat þurrkað hluta aflans óháð veðri og vindum. Rekstur hans var í rauninni þríþættur út- gerð, fiskverkun og verslun. Auk verkunar afla af eigin bátum keypti hann fisk af bæði innlendum og útlendum skipum og bátum. Fékk fiskur hans orð á sig á Spáni fyrir vöm- vöndun og nákvæmni í verkun. Konráð Hjálmarsson starfaði hartnær þriðj- ung aldar á Norðfirði. Þetta vom að mörgu leyti uppgangstfmar, afli fór vaxandi með ári hverju og verðlag hélst sæmilega hátt og stöðugt f markaðslöndunum. Þó var betra að hafa borð fyrir bám. Árið 1924 var gengi fslensku krónunnar hækkað skyndilega vegna undangengins góðæris. Þetta saug merginn úr útgerðinni víða um land og gerði menn vanbúna að mæta þeim áföll- um sem urðu þegar heimskreppan gekk í garð 6-7árum sfðar, samfara þvf sem Spán- annarkaður hmndi af völdum borgarastyrj- aldar. Jónas frá Hriflu kallaði Konráð „kóng“ og sagði að hann hefði peningavit einn fárra Islendinga. En kreppan svarf að honum sem öðmm og fyrirtækið hætti störfúm f þann mund sem stríðsgróðinn tók að flæða um bekki. Konráð Hjálmarsson lést 16. júlí 1939. Einar Benediktsson stóð að fyrstu til- raun til útgáfú dagblaðs hérlendis rneð útgáfú Dagskrár skömmu fyrir aldamót. Sú tilraun stóð þó ffernur stutt og blaðið lognaðist út af. Tfu árum síðar 1906 hóf Jón Olafsson útgáfú dagblaðs og komu út af því 73 tölublöð. Næsta tilraun tókst betur. Hinn 14. desem- ber 1910 hófst Einar Gunnarsson handa um það að gefa út Vísi til dagblaðs í Reykjavík. Það blað kemur út enn undir nafninu DV, eða Dagblaðið Vísir. Morgunblaðið hóf göngu sína árið 1913 og var fyrstu 10 árin rekið sem hluti af Isafold. Olafúr Bjömsson, sonur Bjöms Jónssonar f Isafold, stofnaði blaðið og fyrirtækið og sá sjálfúr um bókhald og annan rekstur til að byrja með. Árið 1923 vom eigendur: Hall- grímur Benediktsson, Garðar Gíslason og eigendur O. Johnson & Kaabers. Blaðið er enn í eigu afkomenda þeirra. Valtýr Stef- ánsson eignaðist stóran hlut í blaðinu 1927 þegar hann hafði verið ritstjóri þess f nokk- ur ár og Sveinn f Völundi bættist í hópinn 1938. Afkomendur þessara manna eða fúll- trúar þeirra sitja enn f dag í stjóm Árvakurs. Frá upphafi var Morgunblaðið boðberi borgaralegra sjónarmiða. Með harðnandi stéttabaráttu og eftir stofnun Sjálfstæðis- flokksins varð það höfuðmáigagn hans. Aðrir stjómmálaflokkar komu sér upp dag- blöðum og fór stjómmálabaráttan að vem- legu leyti fram á síðum þeirra. Öll vom þau flokksmálgögn rekin með miklu tapi og söfnuðu stórskuldum í bönkunum. Flokks- foringjar voru í miklum persónulegum ábyrgðum fyrir þessum lánum og gátu vart um frjálst höfúð strokið. Morgunblaðið varð einna fyrst til að hrista af sér flokksklafann. Það gerðist þó ekki í einu vetfangi heldur smátt og smátt. Svo merkilegt sem það kann að virðast hófst þessi þróun eftir að Bjami Benediktsson hafði verið ritstjóri blaðsins um nokkurra ára skeið á tíma vinstri stjómarinnar og sat jafnframt í stjóm Árvakurs. Arftakar hans, ritstjóramir Matthfas Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson og Stynnir Gunnarsson, unnu hægt og markvisst að því að gera mönnum ljóst að Morgunblaðið legði sjálf- stætt mat á hlutina og tæki afstöðu eftir því sem skynsamlegt þætti þar á bæ. Fyrrum framkvæmdastjóri blaðsins, Haraldur Sveinsson, hefur sagt að oft hafi verið rosa- leg átök um sjálfstæði þess en sú barátta hafi lánast vel. Lesendur blaðsins virðast sama sinnis því að það þykir ómissandi á þorra heimila f land- inu. Dagblöð stjómmálaflokkanna hefúr öll dagað uppi en Morgunblaðið smám saman orðið helsti vettvangur skoðanaskipta f landinu. Grunnurinn að velgengni blaðsins er þó vafalaust sá að það kom sér snemma upp vfðtæku neti fréttaritara innanlands og góðum samböndum við viðurkenndar al- þjóðlegar fréttastofnanir. Lesendur hafa þannig talið sig fá fréttir sem þeir gætu treyst, þar sem skoðanir og staðreyndir eru aðskildar en lesandanum látið eftir að draga ályktanir. Annar þáttur í velgengni blaðsins er vafalaust sá að því hefur alltaf orðið bet- ur ágengt en öðrum blöðum að ná f auglýs- ingar. Það er ekki aðeins að það hafi skotið traustum fótum undir fjárhag blaðsins held- ur kemur og hitt til að fjöldi fólks telur sig ekki geta verið án þessa helsta auglýsinga- miðils f landinu. Frá því að Árvakur var stofnaður 1923/hafa einungis þrfr menn gegnt störfum ffarn- kvæmdastjóra. Sigfús Jónsson til 1969, þótt ekki fengi hann titilinn fyrr-ún 1942, Har- aldur Sveinsson næstu 30 árin og núver- andi framkvæmdastjóri er Hallgrímur Geirsson. Verður ekki annað sagt en að þeim hafi'farsællega tekist að sjá um hina yið§kiptalegu hlið blaðsins. 37 Morgunblaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.