Vísbending


Vísbending - 18.12.2000, Qupperneq 32

Vísbending - 18.12.2000, Qupperneq 32
aratugurinn - Frelsi Einkenni 2. áratugarins er fyrst og fremst frelsi. Með Eimskipafélaginu komst skikk á flutninga til frá land- inu og innflutningur var gefinn frjáls. Þó er það upphaf dagblaða og Háskól- ans sem hefur sennilega gefið þjóð- inni mesta frelsið, frelsi andans. I Síldarsögu Íslands segir Matthías Þórðarson að sfldarverð hafi verið mjög hátt í byrjun kauptíðarinnar 1919, en ( október hafi verðið fallið skyndilega og vorið 1920 hafi milli 60 og 70.000 tunnur, fjórði hluti fram- leiðslunnar legið óseldur og orðið Hagsveiflur voru jafnan skarp- ari á fyrri hluta aldarinnar en þeim síðari. Mesta niður- sveiflan varð á árunum 1913 til 1920 þegar niðursveiflan var um 3,8% á mann á ári. Dýpst fór hún 1919 í heimskreppunni. Vegna fyrri heims- styrjaldarinnar nær stöðvaðist inn- flutningur og var gerður sérstakur inn- kaupaleiðangur til Ameríku, fyrir hon- urn fóru Olafur johnson konsúll og Sveinn Björnsson. Verðlag innflutn- ings hækkaði risaskrefum og viðskipta- kjör versnuðu um nærri helming frá toppinum árið 1915 til strfðsloka 1918. Alþingi og landsstjórnin gerðu árið 1914 ýmsar ráðstafanir til þess að tryggja innfiutning til landsins, meðal annars kom stjórnin á fót Landsverslun. Þegar mest var flutti Landsverslunin þriðjung af öllum vörum til landsins. innflutn- ingur var gefinn frjáls að mestu árið 1919. Landsverslun hélt áfram einka- sölu á kolum, kornvörum og nokkrum öðrum nauðsynjum til ársins 1922. Gjaldeyriskerfi heimsins riðlaðist í fyrri heimsstyrjöld. Islandsbanki var leystur undan gullinnlausnarskyldu árið 1914. Mikil verðbólga var hér á stríðsárunum, en mjög hagstætt verð á afurðum bætti það upp. einskis virði. í Guðsgj tfarþulu segir um sfldina sem lá óselc á Amager í Danmörku: „Sem sé gu 1 Islands, ís- landssíldin fræga, aflinn Ifrá í fyrra, lá þetta vor einsog fyrri daginn ýmist í háum hlöðum undir berujn himni og þránaði í sólinni ellegat ( djúpum kjöllurum þar sem ríkti slík forógnar pest að ekki var gerlegt að fára þángað öðruvísi en hafa með sér örtdunarsölt eða setja upp gasgrímu." Að lókum var „djúpvíkursíldinni er ekið burt. á stór- um prömmum á kostnað eigetýda og sökt niðrí Eyrarsund." Hér reynist sannleikurinn lygilegri en skáldsagan, því að Islandssíidin endaði raunar sem áburður á ökrunum á Amager. Stórt skref var tekið í flutningum og reyndar sjálfstæði landsins með stofn- un Eimskipafélags Islands árið 1914. Flugsaga Islands hófst með tilkomu Flugfélags Islands árið 1919, var það fyrsta flugfélagið af fjórum sem borið hafa þessa nafngift. Tilraunaflugið stóð stutt yfir eða þangað til að flugvéla- bensín var búið í landinu en þá var einu vélinni pakkað niður og hún send úr landi. Það var ekki fyrr en með til- komu annars Flugfélags Islands sem stofnað árið 1928 að flugsamgöngur hófust hér á landi, það félag tóraði þó einungis í fjögur ár. Póstflug og flug í leit að síldapfórfum varð til þess að halda flugihu á lofti þegar fram liðu stundir./Eimskip er enn í dag leiðandi í flutnjngum á sjó, Flugfélag Islands, hið þrijðja, stofnað 1940 upp úr Flugfélagi ureyrar, sameinaðist Loftleiðum árið 1973 og varð Flugleiðir sem hefur æ síðan verið loftbrúin til annarra landa. Alþýðusamband íslands, allsherjarsamtök verka- manna- og iðnaðar- mannafélaga hér á landi, var stofnað árið 1916, m.a. af Jónasi frá Hriflu. Allmörg verkalýðsfélög úr Reykjavík og Hafnarfirði gengu í hið nýstofnaða fé- lag. Verkamannafélagið Dagsbrún hafði verið stofnað tíu árum áður. Verkalýðsbarátta átti eftir að setja mikinn svip á at- vinnulífið og á seinni hluta aldarinnar var svo komið að vinnutap vegna verkfalla var miklu meira hér á landi en annars staðar, um 650 dagar á hverja þúsund starfsmenn. Um miðjan áratuginn var hins vegar slegið á þá gleðistund sem samkomur af ýmsu tagi áttu það til en þá gengu í gildi áfengisbannlögin frá 1909 í fullt gildi. Var það bæði bann við innflutn- ingi og allri áfengissölu í landinu. Að- flutningsbannið stóð til ársins 1934. Framboð af upplýsingum og vísdómur var auknum mæli á boðstólnum með tilkomu dagblaða og Háskóla Islands. Háskólinn var stofnaður árið 1911 og minnkaði þá flæði íslenskra stúdenta til Danmerkur, vafamál er hvort frændum okkar þótti það sárt en alla ■vega vakti það nokkra undrun að þó að hamingjuóskir kæmu víða að þá komu þær\ ekki frá Kaupmannarhafnarhá' skóla. Þá tók Hagstofan til starfa árið 1913. Fypsta dagblaðið sem kom út að staðaldri var Vísir 1910 en Morgun- blaðið var stófnað þremur árum síðar, hafa þau bæði haldið velli og upplýst þjóðina alit fram á daginn í dag. Islendingar fögnuðu fúlLveldinu árið 1918 og þó að fátt breyttist var þó ljóst að þessi bláeygða og bjartsýna þjó&átti eftir mörg stórvirkin það sem eftir liíði öldinni.

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.