Vísbending


Vísbending - 18.12.2000, Blaðsíða 54

Vísbending - 18.12.2000, Blaðsíða 54
r Islensk erfdagreining Ossur Kristinsson, frumkvöðull á sviði stoðtækni, er fæddur 5. nóvember 1943. Ossur fæddist með aflagaðan fót sem er 15 sentimetrum styttri en hinn fóturinn. Hann hefur því af eigin reynslu þekk- ingu á stoðtækjum enda hefur hann alla sína ævi gengið með gervifót. Oft fékk hann að reyna sem barn hversu takmarkaðir gervifætur úr tréi voru þegar hann eyðilagði þá nokkra við leik í fjörunni fyrir framan Kirkjusand, þar sem þeir þoldu illa að blotna. Tæplega tuttugu vetra var Össur kom- inn f stoðtækjanám í Stokkhólmi í Svíþjóð sem var þá Mekka þeirra fræða. Arið 1970, eftir átta ára veru f Svíþjóð, sigldi Össur heim með unga (355Ur Kristinss0o fjölskyldu í farteskinu, rfkur af þekk- ingu og hugmyndum. Ári síðar stofn- aði hann fyrirtækið Össur hf. sem sér- hæfir sig f stoðtækjalausnum. Rekstur- inn gekk illa til að byrja með enda hvorki stóran markað né stuðning að finna á Íslandi. Þróunarstarfið reyndist kostnaðarsamt og tímafrekt. Fljótlega hafði hann veðsett bæði sitt eigið hús sem og hús foreldra sinna. Siglt var milli skers og báru í rekstrinum. Þró- unarstarfið bar hins vegar árangur að lokum og til varð sílikonhulsa, sem stúfurinn er klæddur í og gervilimur- inn festur við, sem kom fyrirtækinu fyrir alvöru á kort alþjóðaviðskipta. Sagan segir að gervilimirnir séu svo góðir að fólki sé kleift að gera næstum allt það sem þeir sem hafa heilbrigða fætur geta. Fræg er sagan sem Brynjólfur Sigurðsson prófessor sagði þegar Össuri voru veitt útflutnings- verðlaun forseta Islands árið 1992. Sagan var eitthvað á þá leið að ein- fættur maður hefði spilað fótbolta án þess að nokkur tæki eftir óeðlilega stirðbusalegum hreyfingum. Það var ekki fyrr en sá einfætti skoraði með þrumuskoti sem var svo kröftugt að fóturinn fylgdi á eftir í netmöskvana að fólki varð ljóst að leikmaðurinn stóð ekki jafnfætis öðrum. Fyrirtækið Össur tók þó ekki á loft fyrr en árið 1989. Velta fyrirtækisins marg- faldaðist á örfáum árum, úr fimm millj- ónum árið 1989 í 52 milljónir árið 1991 og 420 milljónir 1995. I október árið 1999 var Össur hf. skráð á Verð- bréfaþing íslands. Fjármagnið virðist hafa komið að góðum notum því að Össur hf. hefur stækkað verulega í ald- arlok með uppkaupum á erlendum fyrirtækum. 1 upphafi ársins keypti Össur hf. bandarískt fyrirtæki sem nefnist Flex-foot Inc. fyrir 5,3 millj- arða króna og undir lok árs Century XXII fyrir 3 milljarða. Velta fyrirtæk- isins fyrstu níu mánuði þessa árs voru 2,8 milljarðar sem er 172% aukning frá sama tíma í fyrra. Össur Kristinsson hefur byggt upp ein- stætt fyrirtæki á Islandi sem er byggt á mikilli sérhæfingu og sérfræðiþekk- ingu og krefst stöðugrar nýsköpunar. Fyrirtækið hefur frá upphafi verið al- þjóðlegt í eðli sfnu þar sem markaðs- svæðið er nær eingöngu erlendis, 45% veltunnar kemur frá Bandaríkjamark- aði og 40% frá EES-löndum. Fyrirtæk- ið hefur 80% markaðshlutdeild á Skandinavíumarkaði. Össur hf. er á góðri leið með að verða alþjóðlegur leiðtogi á sínu sviði. / ágústmánuði árið 1996 var deCode genetics Inc. stofnað. Skömmu síð- ar var dótturfyrirtækið íslensk erfðagreining stofnað. Frumkvöðullinn Kári Stefánsson kom með róttæka við- skiptahugmynd til landsins og hafði safnað meira af erlendu áhættufjár- magni en áður hafði þekkst. Frá þeirri stundu varð hinn óþekkti Kári að goð- sögn í lifanda lífi. Hann vildi byggja upp mesta hátæknifyrirtæki landsins. Hugmyndin var að nýta íslenska kyn- stofninn til þess að staðsetja erfðavísa sem tengjast sjúkdómum og selja síðan þekkinguna sem nýtist til lyfjafram- leiðslu og bættrar meðferðar sjúkdóma. Andstaðan við fyrirtækjahugmyndina var mikil í upphafi þar sem fyrirtækið hugðist nota skráðar sjúkraskýrslur lif- andi og dauðra Islendinga til gagnaöfl- unar. Var haft á orði að þjóðin væri orðin eins ög tilraunamús í búri pen- ingamanna. Þrátt fyrir að margir lækn- ar streittust á móti, og streitast sumir hverjir enn, þá var fyrirtækinu veitt 12 ára rekstrarleyfi til gerðar og starfrækslu gagnagrunns á heilbrigðissviði. Fléstir^ 54 voru þó ekki beint á móti fyrirtækinu heldur gagnafrumvarpinu. Stofnun ÍE varð til þess að í kjölfarið fylgdu margir fræðimenn á sviði erfðafræði- og læknavísinda og stofnuðu fyrirtæki. Islensk erfðagreining hyggst einbeita sér að eftirfarandi atriðum í rekstrí: • Leit að stökkbreyttum erfðavísum og greiningu á virkni þeirra. • Áskrift að gagnagrunni og ráðgjafa- þjónustu sem því tengist. • Samstarfi um erfðafræðitengdar lyfjarannsóknir. • Sölu og markaðssetningu á upplýs- ingatækni í heilsugæslu. • Samstarfsverkefum við lyfja- og líf- tæknifyrirtæki um rannsóknar- og þróunarverkefni. Gerður hefur verið samstarfssamningur við svissneska lyfjafyrirtækið Hoffman- LaRoche um rannsóknir til langs tíma. Greiðslur samkvæmt þeirn samningi eru þegar hafnar. Með rúmlega 400 manns í vinnu, flesta þeirra hámenntaða sérfræðinga, hefur Islensk erfðagreining vakið von um að þjóðin eigi eftir að brjóta af sér hlekki hráefnaframleiðandans og komast í röð fremstu þekkingarþjóðfélaga. Og bjart- sýnin í kringum fyrirtækið var mikil og margir fjárfestar, í takt við tíðarandann, sáu fyrirtækið í Mídasarhyllingum þar sem allt sem það snerti yrði að gulli. Um tíma var fyrirtækið langverð- mætasta fyrirtæki landsins og var fyrsta íslenska fyrirtækið sem var skráð á Nas- daq-markaðinn í Bandaríkjunum árið 2000. Sagan á þeim markaði hefur þó ekki verið ævintýri líkust eins og flestir vonuðust til og hefur hlutabréfaverð fyrirtækisins verið langt undir öllum væntingum frá því að það kom inn á markaðinn. Þótt mest hafi verið rætt um gagna- grunninn umdeilda hefur fyrirtækið fram til þessa unnið mest að rannsókn- um á öðrum sviðum, t.d. með íslenskum læknum og öðrum sérfræðingum. Þegar öllu er á botnin hvolft er stofnun Islenskrar erfðagreiningar eitt mesta afrek íslenskrar viðskiptasögu við aldar- lok.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.