Vísbending


Vísbending - 18.12.2000, Blaðsíða 26

Vísbending - 18.12.2000, Blaðsíða 26
ISBENDING Englendingur gat á þessum tíma keypt vörur hvaðanæva úr heiminum án hindrana og ferðast um heiminn á 80 dögum. Forréttindi herraþjóðar kynni einhver að segja, en samt er ljóst að þetta frelsi náði til æ fleiri nýlenduþegna þegar kom fram á tuttugustu öldina. Hagfræði nýlendna Samkvæmt klassískum hagfræði- kenningum er það mikill akkur fyrir fátækt land að tengjast auðugri efnahagsheild. En tjármagn mun þá leita frá því landi sem telst fjármagnsríkara til þess sem það skortir. Þessi straumur fjárfestinga mun halda áfram þar til jöfnuði er náð í launum og lífskjörum. Dæmi um þessa samleitni eru mýmörg. Á seinni árum mætti nefna. þýðingu NAFTA fyrir Mexíkó eða ESB fyrir Spán. Þó að margt illt megi segja um nýlendustefnuna, að þá var það þetta sem gerðist í aðalatriðum. En áhrif nýlendustefnunnar voru einnig önnur og dýpri. Hagvöxtur ræðst að töluverðu leyti af stofnanaumhverfi í viðkomandi ríki, s.s. hvort eignarréttur og mann- réttindi eru virt, deilumál eru leyst fyrir hlutlausum dómi, stjórnmálaóvissa er innan þolanlegra marka og að almennur stöðugleiki ríki í hagkerfinu, s.s. verð- stöðugleiki. Stofnanir flestra V-Evrópuríkja uppfylla þessi skilyrði og það á drjúgan þátt í velgengni þeirra. Nýlendustefna þessara ríkja fólst einnig að stórum hluta í því að þröngva þessum sömu stofn- unum upp á nýlendurnar. Það vakti oft andúð innfæddra, en frá sjónarhóli hagvaxtar og efnalegrar velmegunar var þessi stofnannarammi nauðsynlegur. Slíkir stofnannaflutn- ingar eru ekki nýir í sögunni heldur fylgja ávallt heimsveldum. Má þar t.d. nefna Róm- arveldi eða landvinn- inga Napóleons Evrópu sem urðu til þess að lög og dóm- stólar voru endurbættir og samræmdir um álfuna alla. Einnig eru mörg dæmi þess að þjóðir hafi tekið upp stofnanir sjálfviljugar, eins þegar S-Kórea innleiddi lýðræði eða þegar Evrópuríki sam- einuðust undir merkj- um ESB. En hvort sem stofnanaflutningurinn er al' fúsum og frjálsum vilja eða nauðung skiptir ekki öllu máli ef stofnanirnar skila sínu verki. Vandamál frelsis ftir seinna stríð fengu nýlendur Vesturveldanna sjálfstæði. Feiki- mikil landflæmi með fjölda fólks af ólíkum uppruna voru hlutuð í sundur. Þegar þá var komið sögu var nýlendu- stefnan orðin úrkast í pólitískri umræðu og átti sér formælendur fáa. Margir á Vesturlöndum sáu hana sem hreinrækt- aða kynþáttakúgun og arðrán, en öðrum blöskraði sá kostnaður sem halda uppi stjórnkerfi og innviðum í fjarlægum heimshlutum. En þrátt fyrir að einstaka menn og verslunarfélög hafi hagnast af nýlendunum var kostnaður ríkisins býsna mikill og áhrifin á hinn almenna Vesturlandabúa líklega neikvæð. Innfæddir nýlendubúar óskuðu sér hins vegar einskis fremur en losna undan ásælni útlendinga og innrás framandi menningar. Fyrstu áratugina eftir að nýlendustefnan leið undir lok, voru hin nýfrjálsu lönd rnjög upptekin við að reyna að öðlast „efnahagslegt sjálf- stæði“ í þeim skilningi að eyða áhrifum útlendinga á efnahagslíf þeirra. Það var unnið með þjóðnýtingu og höftum. Þessi stefnubreyting, frá alþjóðavæðingu til einangrunar, reyndist síðan dýrkeypt. Margar nýlendur vildu varðveita vestrænt slofnanaumhverfi eftir að sjálfstæði var fengið og sumum, eins og t.d. Indlandi, hefur heppnast það að einhverju leyti. En hjá ilestum ríkjum hrundu stofnanir nýlendutímans, góðar sem vondar, eða urðu óvirkar eftir að nýlenduherrarnir fóru. Afleiðingarnar urðu kyrr eða jafnvel versnandi kjör þessara nýfrjálsu landa og sívaxandi gjá á milli ríkra og fátækra ríkja sem nú stingur í augu. Hins vegar hefur þessi stofnanaþáttur nýlendustefnunar verið endurvakinn á síðustu 10-20 árum undir leiðsögn alþjóðlegra lánasjóða, s.s. Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eða Heimsbankans. Mörg þróunarlönd tóku mikið af lánum á fyrstu árum sjálfstæðis og þegar hagvöxtur lét á sér standa varð greiðslubyrðin þung. Vegna þessa misstu mörg rfki sitt fjárhagslega sjálfstæði í hendur lánastofnana sem gerðu kröfur um stofnanaumbætur að skilyrði fyrir lánveitingum. Kröfurnar gátu oft verið mjög víðtækar, allt frá markmiðum í ríkisútgjöldum til mann- réttinda og umhverfismála. Þannig hefur þjóðréttarlegu forræði verið fórnað fyrir lánafyrirgreiðslu og von um hagvöxt og margar af gömlu nýlendustofnununum hafa komið til baka. Stofnanaflulningar eru einnig orðnir að tískuorði meðal hagfræðinga. Margir vilja útskýra hæga framþróun fyrrum Austantjaldsríkja með því að frjálsir markaðir geti ekki skilað sínu án stofnanaramma til þess bera viðskiptin uppi. Sumir mundu ef til vill segja að sagan sé komin í hring og það er vissulega skoðun þeirra Vesturlandabúa sem mótmæla við alþjóðlega viðskipta- fundi og hafa uppi gömlu góðu slag- orðin auk þess að henda grjóti. En í raun er þetta aðeins viðurkenning á gömlum góðum hagfræðisannindum sem gleymdust í heimskreppunni miklu eða hurfu í skuggann fyrir kynþáttahyggju nýlendustefnunar. ísland sem nýlenda að eru ekki nema um 20 ár síðan að íslandssaga Jónasar frá Hriflu var aflögð sem kennslubók hérlendis. Sú bók lagði ntikla áherslu á íslenska þjóðernisstefnu og gagnrýni á Dani sem nálgaðist hatur. Það er þó vart svo að skilja að íslenska þjóðin hafi þurft mikillar brýningar við. Einn fyrsti hagfræðingur landsins, Arnljótur Ólafsson, kvartaði yfir því í Auðfrœði sinni (1880) að íslendingar hugsi mun meira um þjóðfrelsi en einstaklings-og viðskiptafrelsi. íslendingar leggja einnig mikið upp úr sinni stofnanalegu fortíð, en samt er það staðreynd að flestar þær stofnanir sem settar voru hérlendis upp um og kringum sjálfstæði höfðu danska fyrirmynd. Þetta voru að mörgu leyti góðar fyrirmy ndir, því fáar þjóðir leggja eins mikla áherslu á lýðræði og gagnsæi í ríkisrekstri og Danir. Yfirráð Dana hérlendis höfðu vita- skuld nokkrar skugga- hliðar. Til að mynda þótti landsmönnum sem herraþjóðin liti niður á þá og léti þá ekki njóta sannmælis. En samt er ljóst að Danmörk hafði upp á margt að bjóða fyrir að bjóða fyrir Islendinga sem voru þá fátæk og vanþróuð þjóð. Löndin tvö voru í myntbanda- lagi og hér starfaði danskur fjárfestinga- banki, íslandsbanki. Ennfremur komu hingað til lands margir Danir sem fluttu með sér þekkingu og stofnuðu iðngreinar og fyrirtæki, s.s. apótek, kvikmyndahús, bakarí og ölgerðir svo eitthvað sé nefnt. Þetta féll þó allt innan þeirrar fríverslunarstefnu sem landsmenn erfðu frá Dönum og ríkti hérlendis á fyrstu þremur áratugum tuttugustu aldar. Það breyttist þó alll með kreppunni miklu sem hófst árið 1929 og ruddi braut fyrir haftastefnu og efnahagslega ein- angrunarhyggju. Áðurnefndur Jónas Vöxtur landsframleiðslu á mann í Afríku (blá lína) og V-Evrópu (rauð lína) - árið 1950 er stillt á 100. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.