Vísbending


Vísbending - 18.12.2000, Blaðsíða 42

Vísbending - 18.12.2000, Blaðsíða 42
áratugurinn Sjötti áratugurinn einkennist af sigr- jun^-haeði sigrum í efnahagsstjórnun ~og landhelgissigrum. Þó eru það sigr- ar líkama og sálar einstaklinga sem votu þjóðinni minnistæðastir. - Sigrar urðu ( byrjuni'áratugarins til frjálsræð- is. Um 20/til 25% af gjaldeyristekjum þjóðaripnar á sjötta áratugnum komu frá ^Marshall-aðstoðinni og fram- kv^émdum á Keflavíkurflugvelli. Mannfjöldi á fimmta og sjötta áratuginum jókst mikið, fór úr 1,1% á fjórða áratuguinum í 1,7% á þeim fimmta og 2,1% á þeim sjötta. Þessi mannfjölda- sprenging breytti mjög þjóðfélagsmyndinni. Reykjavík tók stakkarskipt- um og voru íbúar orðnir um 56 þúsund í byrjun áratug- arins, sem svaraði til 40% þjóðarinnar. Austurbærinn byggðist upp á fáeinum árum og braggahverfin sem hermenn seinna stríðs höfðu skilið eftir sig voru þéttsetnir enda var hús- næðisvandinn verulegur á þessum árum. Arið 1952 var landhelgin út- víkkuð t fyrsta skipti af fjór- um. í þetta skiptið í fjórar mtlur og án nokkurra árekstra við aðrar þjóðir. Efna- hagslegt sjálfstæði þjóðarinnar byggðist á forræði og skynsamlegri nýtingu fisk- veiðilögsögunnar. Arið 1958 voru lands- menn öllu stórtækari auk lýstu landhelg- ina 12 mílur. Margar þjóðir mótmæltu þessari stækkun landhelginnar, Bretar þó öðrum meira og sendu þeir herskip til að vernda bresk fiskiskip sem veiddu ( „ís- lenskri lögsögu" og kom til átaka á milli íslensku landhelgisgæslunnar og breskra freigátna. Deilan varð til lykta leidd árið 1961 með viðurkenningu Breta á lögsögu Islendinga. Deilurnar áttu þó eftir að blossa upp á nýtt. igrarnir voru fleiri, tveir af stærstu sigr- utn þjóðarinnar, sem einstaklingar hafa unrfið til, voru unnir á sjötta áratugin- um. Annar sigurinn var á Olympíuleik- unum í Melbourne í Astralíu 1956, þeg- ar Einar Vilhjálmsson stökk í silfursætið í þrfstökki. Hinn sigurinn voru Nóbels- verðlaunin í bóktnenntum sem voru veitt Halldóri LaxneSs árið 1955. Tveir sigrar sem hafa lifað í stoiti þjóðarinnar allt til aldarloka. Það er helstvað sigrar í fegurðarsamkeppnum hafi tekið átlyygl- ina frá þessum sigrum, þó einungis uiík stundarsakir. 1 f annar áratugur aldarinnar er und- J-H anskilinn þá var árin frá 1947 til JL-^1952 fyrir mesta niðursveifla efna- hagslífsins á öldinni. Verg landsfram- leiðsa á mann minnkaði um 2,9% að jafnaði á þessum árum. Betri tíð fylgi í kjölfarið og var hagvöxtur á mann um 3,2% að jafnaði til ársins 1961. Segja má að þáttaskil hafi orðið í efna- hagssögu landsins þegar íslenska þjóðin hafði gæfu til að auka frelsi í innflutn- ingi með svokölluðum Frílista árið 1950 og leggja Skömmtunarskrifstofu ríkisins síðla árs 1951 en í byrjun árs 1950 hóf ríkisstjórn Ólafs Thors að leggja niður skömmtunina í smáum skrefum. Frjáls- ræði í verslun var smám saman aukið og var þá vöruskortinum að mestu útrýmt, biðraðirnar hurfu og svartimarkaður' inn, sem hafði blómstrað frá stríðslok- um, fjaraði út. 1 byrjun árs 1951 voru gerðar breytingar á verðlagsákvæðum þar sem kaupmenn og stjómarliðar voru almennt sammála um að álagning á vöruverð hér á landi væri almennt mun lægri hér á landi en í öðr- um löndum. Um mitt ár var svo verðlag gefið frjálst. Alagningarfrelsinu var tekið feginshendi af kaupmönnum sem hækk- uðu margir hverjir verð ótæpilega. 1 sem skortir þekkingu eða þroska til þess að reka verslun í frjálsrí samkeppni.“ Harðvítugt verkfall árið 1952, þegar 14 verkalýðsfélög stöðvuðu vinnu, leiddi til þess að í desember 1952 fór Verslunarráð- ið og SIS að tilmælum ríkisstjjórnarinnar að beita sér fyrir verulega lægrl álagningu. Arið 1955 var annað harðvítú^t verkfall en það stóð í sex vikur og varð til að fella þáveranda stjórn Framsóknar- qg Sjálf- stæðisflokks. Einn nafntogaðasti \verka- lýðsforingi íslandssögunnar steig þá fram í sviðsljósið, þéttur og þungbúin svo virtist sem hann bæri allan verkalýðinn á o^l unum. Guðmundur J. Guðmundsso: kallaður Gvendur jaki var andlit átaka verkalýðshreyfinagarinnar allt fram á tí- unda áratuginn. Arið 1948 fékk ríkisstjórn Islands fyrsta styrkinn úr Marshall-sjóði Bandaríkjanna sem ætlað var að nota til að hjálpa við uppbyggingar Evrópu eftir stfð. Fyrsti styrkurinn nam fjórum milljónum en þrjár milljónir bættust við 1950 og ein og hálf árið eftir. Þó að fyrsti styrkurinn hafi að miklu leyti verið notaður til þess að lengja líftíma óstjórnar eftirstríðsáranna er ljóst að Marshall-aðstoðin hafði stóru hlut- verki að gegna í þeim þáttaskilum sem ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins árið 1951 sagði: „[Lagt er til] að brýnt verði fyrir landsfólkinu að kynna sér vel verð og vörugæði áður en viðskipti eru gerð, svo að þeir aðilar fái eðlilega andúð 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.