Vísbending


Vísbending - 18.12.2000, Blaðsíða 14

Vísbending - 18.12.2000, Blaðsíða 14
V ISBENDING lag tífaldast á tæpum 20 árum frá því í janúar-mars 1939, og af virði höfuð- stóls, sem lánaður var í árslok 1938 var aðeins tíundi hlutinn eftir. Meðal annarra þjóða, sem náð hefðu svipuðu tekjustigi og íslendingar, þætti eðlilegt að til lengri tíma litið skilaði hagvöxtur sér í ca. 3% kjarabólum til launþega árlega að meðaltali, sem er hreint ekki svo lítið þegar þess er gætt að það þýðir að hver kynslóð tvöfaldar hag sinn á 30 ára tímabili. En þessir samningar enduðu með 16% kauphækkun, og fullum vísitölubótum, sem reiknaðar skyldu út ársfjórðungslega. Það þurfti engan speking til að sjá hvernig þetta færi. Allir meginsprettir íslensku verðbólgunnar hafa verið bornir uppi af grunnkaupshækkunum, sem eru hærri en víðast eru dæmi til, og ákvæðum verðlagsuppbóta, sem skrúfað hafa upp kaupgjald og verðlag af sjálfvirku afli. Það ætlunarverk „kjarabótamanna” að velta sitjandi ríkisstjórn úr sessi tókst á árinu 1956, en um leið urðu þeir sjálfir sem aðilar að nýrri ríkisstjórn að glíma við þann verðbólgudraug, sem þeir höfðu vakið upp og þrátt fyrir gott árferði urðu þeir að lokum undir í þeirri glímu þremur árum síðar. Ekki verður sagt að vinstri menn hafi lært af þessum óförum: 20 árum síðar endurtóku þeir sama leikinn með svonefndum „Sólstöðusamningum" og urðu svo að glíma við eigin uppvakning í ríkisstjórnum sem stóðu stutt við í stjórnarráðinu og féllu hver um aðra þvera við lítinn orðstír, næstu ár á eftir. Dr. Benjamín safnar liði að má hins vegar segja að með þessari grein hófst mín eigin glíma við verðbólgudrauginn og stóð áratugum saman. Of snemmt er að fagna fullnaðarsigri þótt kauði hafi haft hægt um sig um sinn. Starfsævi mín síðan hefur samt að talsverðu leyti farið f að efla eigin þekkingu á uppruna og atferli fyrirbærisins og að kynna þær aðferðir sem líklegastar eru til að duga til að koma því fyrir kattarnef eða að minnsta kosti að draga eftir megni úr þeim óskunda, sem mannlegu samfélagi getur stafað af ófétinu. Þessi blaðagrein opnaði ýmsar dyr þótt hún lokaði öðrum. Dr. Benjamín dustaði rykið af starfsumsókn minni og kvaddi mig til starfa í bankanum síðsumars 1955. Benjamín var að safna um sig liði hagfræðinga og hagfróðra til þess að styrkja þann fræðilega grunn, sem unnt væri að byggja á næst, þegar yrði lag fyrir skynsamlega hagstjórn. Sjálfur var Benjamín ekki afskiptasamur um þennan hluta starfsemi bankans; hafði nóg að gera sem ráðunautur ríkis- stjórnarinnar og útvegunarmaður um erlend lán til stórfelldra framkvæmda, sem ríkisstjórnin vildi beita sér fyrir. Nánasti yfirmaður minn var Torfi Asgeirsson, hagfræðingur. Eg tók til óspilltra málanna við að kynna mér og hugsa í gegn þjóðhagsreikningakerfið, sem þá var verið að byggja upp frá grunni. Þessi starfsemi efldist rnjög á næstu árum og færðist yfir í Efnahags- stofnun, þegar henni var komið á fót 1962, síðan yfir í Framkvæmdastofnun og loks yfir í Þjóðhagsstofnun. Ritsmíðar veimur árum síðar fékk ég tveggja ára NATO-styrk til náms í Cambridge. Að loknu almennu hag- fræðinámi á fyrra árinu varð höfuð- viðfangsefni mitt skilgreining á samhenginu milli kjarabaráttu, hag- vaxtar og verðbólgu, sem seinna birtist sem sérrit í 7. hefti tímaritsins Úr þjóðarbúskapnum í febrúar 1960, sem Framkvæmdabankinn gaf út. Þarna kom hugtak hagvaxtar fyrst fyrir almenningssjónir á íslandi. Það má segja að flest ritverk mín síðan, að undanskildum yfirlitsgreinum um hag þjóðarbúskaparins og einstakra greina hans, og fræðilegum greinum um auðlindaskatt, hafi með einum eða öðrum hætti tengst viðfangsel'ni þessarar ritsmíðar um verðbólgu. Ég nefni af handahófi Verðtrygging fjármagns á Islandi (1978), Vaxtastefna og peningalegur sparnaður í verðbólguþróun (1979), Efnahagsjafnvœgi, verðbólga og þjóðfélagsgerð (1982), Eðli vaxta og hlutverkþeirra í efnahagslífinu (1985), Ahrif verðtryggingar lánsfjár á skuldabyrði heimila (1995). Auðlindaskatturinn nnað meginviðfangsefni mitt í fræðunum er áhrif og hlutverk auðlindaskatts í hagkerfi eins og Islendinga, þar sem auðlindirnar eru í sameign þjóðarinnar og ein tegund framleiðsluvöru stendur undir megninu af útflulningi. Fyrst hreyfði ég hug- myndum í þessa veru í janúar 1962 á ráðstefnu Frjálsrar menningar um sjálfstæði íslands og þátttöku í eí'na- hagsbandalögum. Ég held að enginn viðstaddra hafi skilið hvað ég var að fara, sent varla var von. Nánar útfærði ég þetta 1975 í grein í Fjármálatíð- indum, sem bar nafnið, Auðlindaskatt- ur, iðnþróun og efnahagsleg framtíð Islands og á norrænu hagfræðingamóti sama ár flutti ég um þetta fyrirlestur, sem birtist í fylgiriti Fjármálatíðinda sama ár: Udnyttelse afdefrie naturresourcer og deres beskatning: Studie over det islandske fiskeri. Eftir nefndarálit auðlindanefndar nú í haust má segja að brýnt sé orðið að taka pólitíska afstöðu til þessa máls. Það er eins í hagfræðinni og víðast annars staðar að dropinn holar steininn. Meðgöngutími hugmynda Ikjölfar dvalarinnar í Cambridge lá leiðin til OEEC í París, en þar átti að vera samankomin einhver mesta sérfræðiþekking á sviði þjóðhags- reikninga. Ég sótti því um ráðgjafarstarf þar og fékk. Þar hitti ég gamla samstarfsmenn og kunningja, Einar Benediktsson og Níels P. Sigurðsson, Hans G. Andersen sendiherra í OEEC og NATO og Agnar Klemens Jónsson sendiherraí Frakklandi. Einari Ben. hafði ég sagt frá ritgerðinni um kjarabaráttu, verðbólgu og hagvöxt og hann var mættur á brautarpallinum í París sem öryggisvörður til að passa uppá að ritgerðin færi ekki forgörðum fyrir neina slysni, heldur mætti á þrykk út ganga á Fróni í fyllingu tímans og verða til að leysa verðbólguvandann! Eins og ungum mönnum er títt héldurn við að nóg væri að skilgreina vandann og sýna fram á lausnir. Lítt grunaði okkur að þetta yrði tveggja til þriggja áratuga barátta fyrir skynsamlegri hagstjórn, sem ætti eftir að komast á í mörgum áföngum eftir rnargs konar þrengingar og áföll: Fyrst verðtrygging fjárskuldbindinga, þá raunvextir með verðbótaþælli, afnám vísitölubóta á laun og loks þjóðarsátt um stöðugleika verðlags og gjaldmiðils með vaxandi kaupmætti. Ritgerðin átti kannski sinn þátt í því að á 20-30 árum síuðust þessar hugmyndir inn hjá þeim sem á baráltuvettvanginum stóðu, og ákváðu loksins, með þjóðarsátlinni 1990, að skipa Islandi í hóp með þeint þjóðum, sem stjórna kjaramálum sínum með skynsamlegum hætti og uppskera með stöðugleika í hagkerfinu, jöfnum hag- vexli ár frá ári, og samfara því auknunt kaupmætli launþega. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.