Vísbending


Vísbending - 18.12.2000, Blaðsíða 39

Vísbending - 18.12.2000, Blaðsíða 39
I^gUdórsso, Einn firægasti atvinnurekandi landsins íyrr og síðar var Oskar Halldórsson, írægur síldarspekúlant, og kom þó víða við í atvinnurekstri sínum, stundum milljónari, stundum örsnauður, stundum gjaldþrota. En hann reis alltaf upp aftur. Nóbelsskáldið nýtti sér drætti úr ferli hans sem uppistöðu í Islands-Bersa, aðalpersón- una í Guðsgjafaþulu sinni. En löngu áður var hann orðinn tákn um áhrifamátt og hverfulleika síldarinnar og hefur haldið áfram að vera það síðan. Oskar var fæddur 17. júní 1893 á Akranesi. Hann var snemma bráðger. Strax eftir ferminguna kemur hann sér í skóla á Hvanneyri og er orðinn búfræðingur 15 ára gamall. En hann vill kynna sér búskapar- háttu annarra þjóða sem löngum hafa stað- ið íslendingum framar. Hann ræður sig í vinnumennsku á bóndabæ á Amager, er vísað til sængur f útihúsi næst svínastíunni og er vakinn til vinnu í dagrenningu. Þama kvaðst hann síðar hafa lært stundvísi og að vakna til vinnu um leið og fuglamir. Heimkominn brjótast út þeir kraftar sem einkenna Öskar alla tfð: áræði, útsjónar- semi, hikleysi, flýtir, orka og dugnaður. Honum datt f hug að nýta jarðhitann og setur upp fyrsta ylræktarbúið að Reykjum í o Mosfellssveit. Þetta gekk að óskum í eitt til tvö ár en honum fannst Iftið við að vera á löngum vetrum. Áður en nokkur vissi af var hann kominn á kaf í hrossaprang og seldi hrossin til útlanda. Svo skall heims- styrjöldin fyrri á og afurðaverð þaut upp. Hann stundaði lifrabræðslu sem hann fór með norður á Siglufjörð 1917 og kemur þar undir sig fótunum. Tveimur ámm síðar var hann byrjaður að verka síld á eigin vegum. Milljónadraumurinn varð þó ekki að veru- leika þar sem verðfall og „krakkið mikla“ setti strik í reikninginn. En Óskar var einn þeirra manna sem em fæddir sigurvegarar. Þótt sfldin væri alla tíð innsti kjaminn í rekstri hans fer því þó fjarri að hugur hans væri bundinn þeirri duttlungaskepnu einni. Á ferð í viðskiptaerindum til Evrópu í stríðslok sá hann að bandamenn höfðu not- að steinnökkva og steinker til að koma upp skyndibryggjum fyrir sig í innrásinni í Normandí. Hann brá við skjótt og áður en nokkur vissi af hafði Óskar keypt öll þau ker sem hægt var að losa frá ströndinni og seldi til hafnargerðar um öll Norðurlönd, auk þess sem nokkur þeirra fóm f hafskipa- bryggjur f Keflavík, Hafharfirði og á Skaga- strönd. Með síldarútgerðinni gerði hann út á þorskveiðar á Suður- og Norðurlandi. Hann kom upp hafskipabryggju og hafnar- garði f Keflavík 1932 og kostaði til 250 þús- Glímdi oft um fremd og fé fann og missti gróðann, fjórum sinnum féll á hné, en fimmtu lotu stóð hann. Sagt er að Óskari hafi þótt vænt um þessa vísu og goldið höfundi viskíkassa í skáldalaun und krónum. Hann og félög sem hann stóð fyrir gerðu um tfma út sjö fiskiskip. Hann stundaði um tfma útgerð við Grænland og kom þar upp útgerðarhúsi 1936 og var jafn- vel með ráðagerðir um að flytjast þangað. Þegar Óskar var fimmtugur barst honurn þessi vísa frá Sigurði Þórðarsyni frá Lauga- bóli sem lengi hafði verið honum samtíða á Siglufirði: Samband íslenskra samvinnufélaga var stofhað 1906. Aratugina á undan höfðu íslenskir bændur verið að reyna að brjótast undan dönsku eða hálf- dönsku kaupmannavaldi með því að bind- ast samtökum um inn- og útflutning. Oftast var nokkur losarabragur á þessum samtök- um og flest byrjuðu þau sem hrein pöntun- arfélög. Nú var reynt að samræma lög þeirra og uppbyggingu og grunnur lagður að sam- eiginlegri inn- og útflutningsstarfsemi. Upphaflegur tilgangur flestra félagsmanna var eingöngu sá að ná hagkvæmari verslun- arkjörum en þá var unnt við skilyrði einok- unar eða fákeppni. En framámenn sam- vinnuhreyfingarinnar voru hugsjónamenn. Árið 1917 sagði í Tímariti íslenskra sam- vinnukaupfélaga: „Stjóni sambandskaupfé- laganna þarf að flytjast til Reykjavíkur og efna þar til voldugrar heildsölu fyrir allt landið og þá mundi þess ekki langt að bíða að takmarkinu yrði náð, því takmarki að mestöll verslun Islendinga verði í höndum samvinnufélaganna.11 Smám saman óx Sambandinu fiskur um hrygg en þó aldrei eins og þegar Framsókn- arflokkurinn fékk aukin ítök í stjóm lands- ins og einkum eftir að hann gat mótað við- rfkisvaldsins við heimskreppunni eftir 1930. Var einkum til þess beitt höfða- tölureglunni og ákvæðum um gjaldeyrisskil. Samkvæmt höfðatölureglunni átti SlS rétt á 23% hlutdeild í innflutningi 1935. Árið 1936 var SÍS-hluturinn orðinn 31%, 1937 36% og árið eftir 38%! Varðandi gjaldeyris- skilin fékk SÍS undanþágu til að ráðstafa andvirði íslenskra afurða, sem það seldi er- lendis til greiðslu á innflutningsvörum sín- um og áföllnum kostnaði á þær, án milli- göngu bankanna. Var þetta geysilegt hag- ræði umfram einkaframtakið sem varð að kría hverja smáupphæð út úr Gjaldeyris- neíhd. Að loknu stríði fékk SIS svo stjómanda sem kunni að hagnýta sér þá yfirburði sem hafta- kerfið og ffamkvæmd þess gaf samvinnu- hreyfingunni, og þá ekki síður þá möguleika sem stöðug verðbólga skapaði með því að vextir urðu neikvæðir og höfuðstóll gufaði upp á stuttum tíma. Vilhjálmur Þór hætti í skóla 12 ára gamall til þess að gerast sendill hjá KEA. Hann var orðinn kaupfélagsstjóri þess 23 ára. Hann var bankastjóri Landsbankans 1940-42, ut- anríkis' og atvinnumálaráðherra í utan- þingsstjóm Bjöms Þórðarsonar 1942-44, en tók þá aftur við bankastjórastarfi til ársins 1946 þegar hann varð forstjóri Sambands- ins. Á örskömmum tíma gjörbreytti hann ásýnd fyrirtækisins og innviðum. Hann var skjótur til ákvarðana og hafði bæði fjár- magn og vald á bak við sig. Vilhjálmur sá að olía myndi koma f stað kola sem hita- og orkugjafi. Hann stofhaði Olíufélagið og lét útgerðarmenn hafa meirihluta í fyrstu stjóm þess og keypti olíustöðina í Hvalfirði af Sölunefiid vamarliðseigna í félagi við Hval hf. Eftir árið var Olíufélagið komið með þriðjung af olíuviðskiptum í landinu og komst fljótlega upp f 40%. Árið 1946 stofn- aði Vilhjálmur Þór Samvinnutryggingar og fór eins að. Hafði samstarf við ýmsa aðila utan samvinnuhreyfingarinnar til að koma fyrirtækinu á laggimar. Innan örfárra ára vom þetta orðin stærstu fýrirtæki á landinu í sinni grein. Á sama tíma var skipadeildin stofnuð og átti innan fimm ára þrjú skip. Árið 1951 vpu Iceland Seafood stofnað í Bandarfkjturum til að annast fisksölu fyrir Sambartdið og mynda gmndvöll fyrir fiskvinnslu og útgerð á vegum kaupfélaganna. Sambandið var á góðri leið með að verða fullkomið ríki f rík- inu en liðaðist f sundur þegar það gat ekki staðist verslunárfrelsi, verðtryggingu og raunve^ti. Sumt af því lifir enn, þó í allt öðrti rekstrarfonni. m m 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.