Vísbending


Vísbending - 18.12.2000, Blaðsíða 46

Vísbending - 18.12.2000, Blaðsíða 46
áratugurinn landsmiðum á þessum árum. Fiskifræð- ingar ráðlögðu oft að dregið yrði úr sókn, en ekki var farið að þeirra ráðum, þær voru fyrst takmarkaðar árið 1980. Síldin hvarf að mestu af Islandsmiðum árið 1967 en á áttunda áratugnum fór að kræla á uppsjávarfiski sem lítt hafði ver- ið veiddur áður, loðnu. Drekkhlaðnir bátar áttu erfitt með að kcjimast að til að landa og verksmiðjur höfðu ekki undan. Þann 23. janúar árið 1973'hófst eldgos í Vestmannaeyjum sem olli ' þvf að flytja varð alla íbúa Heimaeyjar úpp á megin- lendið og ekki var hægt að flytja aftur til Eyja fyrr en síðsumars. Urri þriðjungur húsa í bænum lenti undir hraúni. Afallið var mikið fyrir þjóðarbúið og\var lagt i 2ja milljarða króna fjársöfnun. Árið 1973 sameinuðust tvö stærstu flug- félög landsins, Loftleiðir og Flugfélag ís- lands, og Flugleiðir varð til. Felögin höfðu bæði átt í rekstrarerfiðleikum og voru á þessum tíma bæði með neikvfett eiginfé. Litlir kærleikar voru með foi svarsmönnum félaganna og starfsmönn- um. Arið 1980 voru Flugleiðir í miklum rekstrarvanda og um 400 starfsmönnum var sagt upp störfum og skipulega var unnið að því að gera fyrirtækið að einni einingu, meðal annars með því að sam- eina starfsmannafélög gömlu félaganna sem störfuðu enn. Lokið var við hringveginn árið 1974 þeg- ar brúargerð yfir Skeiðarársand lauk. Þessi samgöngubót breytti miklu fyrir bæði flutninga og ferðavenjur Islend- inga. Harðvítug átök voru um dvöl Banda- rfkjahers hér á landi og margar kröfu- göngur farnar þar sem meðal annars mátti sjá slágorðin: Gegn hervaldi, gegn auðvaldi/ Ríkisstjómin lýsti því yfir að herinrí ætti að fara, en ekkert varð úr þvþŒinkaframtakið háði einnig harðvft- átök gegn stjórnvöldum, Pálmi í Hag- :aup fór þar fremstur í flokki en fræg er sagan af því þegar Davíð Scheving Thor- steinsson keypti ölið, hálfan kassa af bjór sem var gerður upptækur f tollinum í Keflavík. Davíð krafðist þess að fá ölið af- hent og sagði að það væri óeðlilegt að mönnum væri mismunað um slík kaup eftir því hjá hvaða fyrirtækjum þeir störfuðu. Næsta lota var að berjast gegn því óréttlæti að þeir einir sem færu til út- landa gætu keypt áfengan bjór. Sú lota vannst þó ekki fyrr en tíu árum síðar. Hér á landi hafði lengi verið mikill áhugi á því að virkja gufuorku til rafmagns- framleiðslu. Ákveðið var að reisa slíkt ver við Kröflu, austan Mývatns. Ráðist var í framkvæmdina en illa gekk að afla nægrar orku og ekki bætti úr skák að eld- gos voru tíð á svæðinu á þessum tíma. Upprunalega hafði átt að keyra á einni túrbínu en forsvarsmaður verksins gerði góð kaup og keypti tvær. Ekki náðist næg orka fyrir þá einu sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Undir lok áratugarins tók ný vinstri stjórn við stjórnartaumunum og hún lét á árinu 1979 samþykkja (Olafs)lög um verðtryggingu lánaskuldbindinga, en við það hvarf sú mikla tilfærsla sem verið hafði á fjármagni frá sparifjáreigendum, t.d. lífeyrissjóðum, til þeirra sem skuld- uðu fé. Þessi breyting varð til þess að mörg fyrirtæki sem voru skuldug komust í miklar þrengingar á næsta áratug þegar þau þurftu að greiða raunvirði lána til baka með vöxtum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir vinstri stjórna á árunum 1978 til \983 til þess að skerða vísitölubindingu launa varð ekki við verðbólgu ráðið á þesSum árum, vfxlverkun verðbólgu og gengis' skrúfaðist upp, og hún var komin í 130% vórfð 1983, það er íslandsmet sem enn stendur. Notkun greiðslukorta hófst árið 1980 með stofnun Kreditkorts hf. en fjármála- ráðherra, Ragnar Arnalds, taldi rétt að kannað yrði hver áhrif þessarar breyting- ar á efnahagslífið áður en lengra yrði haldið. Ekki hefur heyrst um niðurstQður könnunarinnar en landsmenn tóku kort>\ in með trompi. - Glíma Áttundi áratugurinn einkennist af átökum, miklum átökum, glímt var við efnahagsmálin sú glíma tapaðist, borg og byggð glímdu, einkaframtakið og stjórnvaldið og loks rnenn og nátt- viðreisnarstjórnarinnar tók vinstri stjóm Ólafs Jóhannessonar við völdum árið 1971. Ríkisstjómin lagði mikla áherslu á að halda stöðugu verðlagi en tókst að sprengja það upp með eigin efnahagsaðgerðum. Jafhframt beitti hún sér fyrir umtalsverðum launahækkunum og lengingu á orlofi. Bætur almanna- trygginga voru hækkaðar og stefnt að því að skattbyrði færðist yfir á „breiðu bök- in“. Sjóðakerfi var komið á sem stjóm- málamenn áttu eftir að sukka með í tvo áratugi. Ríkisstjórnin hóf mikla byggða- stefnu og á þremur árum var samið um smfði 36 skuttogara. Jafnframt var mark- visst unnið að uppbyggingu og endurnýj- un fiskvinnsluhúsa víða um land. Þá var byggðavandinn, sem hefur verið eitt mesta áhyggjuefnið á tíunda áratuginum, skapaður með því að byggja upp smá- byggðir í kringum einn til tvo togara. Landhelgin var færð út f 50 mílur árið 1972 og eftir erfitt þorskastrfð við Breta náðu Islendingar sigri árið 1973 án þess að þurfa að gefa mikið eftir. Arið 1975 var landhelgin aftur útvíkkuð, í þetta skiptið í 200 mílur. Bretar fóru aftur í stríðsham en íslendingar höfðu sigur á ný árið 1976. Þá hafði mikið gengið á, meðal annars slitu Islendingar stjórn- málasambandi við Breta. Utfærsla land- helginnar og skuttogarauppbyggingin varð til þess að þorskafli jókst mikið á Is- 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.