Vísbending


Vísbending - 18.12.2000, Blaðsíða 36

Vísbending - 18.12.2000, Blaðsíða 36
aratugurinn - Vonir vakna hans. Hitaveita var svo lögð í stóran hluta bæjgrins á stríðsárunum, en ekki í allan bæinn fyrr en á sjöunda áratugnum. Þriðji/áratuginn var erfiður útgerð og landbúnaði. Það kom niður á bönkun- um, ekki sfst Islandsbanka. Snemma árs 1930 hríðféllu hlutabréf bankans á verð- bréfamarkaði í Kaupmannahöfn. Upp úr því barst út sá orðrómur f Reykjavfk að bankinn rambaði á barmi gjaldþrots. Þá héldu margir í bankann til þess að taka út innstæður sfnar. Bankastjórnin fór þess á leit við stjórnvöld að ábyrgð- ust skuldbindingar Íslandsbanka, en innlán í Landsbankanum voru tryggð með ríkisábyrgð, samkvæmt lögum frá 1928. Alyktunartillaga þessa efnis hlaut ekki meirihlutafylgi á alþingi og var bankanum þá lokað. Á rústum hans var Otvegsbankinn stofnaður 1930, en þar varð ríkið stærsti hluthafinn. Olafur Björnsson prófessor, sem ritaði sögu ís- landsbanka, taldi að bankalöggjöfin frá 1928 hefði skipt sköpum um endalok hans, en samkvæmt henni færðist seðla- útgáfa frá íslandsbanka til Landsbank- ans. Telur Ólafur Landsbankann hafa misbeitt seðlaútgáfuvaldi sínu á kostnað keppinautar síns. Hann segir lokun ís- landsbanka sennilega mestu fjármála' mistök hér á landi frá því að Islendingar öðluðust forræði yfir fjármálum sfnum. Það eru ekki lítil orð þegar horft er á ýmis önnur fjármálamistök sem hér hafa verið gerð. Undir lok áratugarins hóf útvarpið út- sendingar og þjóðin hlustaði af athygli á þennan nýja miðil sem alla tíð hefur einkennst af mjög metnaðarfullri dag- skrá, svo metnaðarfullri að strax í upp- hafi var kvartað yfir hvað hún væri leiðinleg. Utvarpið hefði sennilega mátt taka Jóhannes Jósefsson til fyrir- miyndar sem opnaði Hótel Borg sama ár 1930, sem var með stærstu húsum borg- arinnar. Jóhannes hefur sennilega verið einn sá fyrsti á íslandi sem bar eitthvað skynbragð^ á þjónustustjórnun því að á hverju borði hafði hann lagt miða með ávarpi til gestá þar sem hann bað þá um að segja sér ef þeir væru ekki ánægðir. Ásamt Hótel Borg vörtr Café Rosenberg og Hótel Hekla vinsælustu skemmti- staðirnir, þar sem landinn dillaði sér við lifandi tónlist. Hótel Borg hefur álla tfð síðan haft veglegan sess í skemmtanalífi\ Reykjavfkurborgar. Þriðji áratugurinn einkenndist af upp- byggingu byggðar og menningar. Reykjavíkurborg byggðist hratt upp á þessum árum, þar sem ungt fólk sótti menntun og skemmtun, menningin blómstraði. Þriðji áratugurinn var eitt mesta hagvaxtarskeið í sögu þjóðarinn- ar þvf yfir tíu ára tímabil, frá 1920 til 1930 var hagvöxtur (verg landsframleiðsla) 5,9% á mann á ári hverju að meðaltali. Eftir strfð streymdi gjaldeyrir úr landi. I fyrstu var brugðist við með innflutn- ingshindrunum, en þegar það dugði ekki til var gengið fellt á miðju ári 1922. Þar með varð skilnaður með ís- lensku og dönsku krónunni. Á þessum árum fylgdu mörg Evrópuríki harðri peningastefnu með það að markmiði að tengja gjaldmiðla sfna aftur gulli. I apríl 1925 gengi sterlingspundsins fest miðað við gull á sama gengi og fyrir strfð. Stefna íhaldsflokksins 1924-1927 var í ætt við þetta. Stjórnin beitti aðhaldi í ríkisfjármálum og lagði áherslu á stöðugt verðlag. Gengi krónunnar stór- hækkaði 1924 og fram á haust 1925, þegar það var fest. Gengi hélst síðan nær óbreytt gagnvart sterlingspundi fram til 1939. Á þessum árum fór verð- lag lækkandi hér á landi. Fyrirtæki kvörtuðu undan hágenginu, en hlut- fallslegt verðlag (raungengi) miðað við Bretland og Bandaríkin hélst tiltölulega stöðugt allt til seinni heimstyrjaldar. Til safnað nægu hlutafé til áð hefja fram- kvæmdir, undir lok fyrra stríðs og 1926, en í bæði skiptin varð (andstaða ís- lenskra stjórnvalda á endánum til þess að ekkert varð úr. Það var\þó ekki svo að stjórnvöld styddu ekki við bakið á mönnum á þessum tíma. Arið 1925 samþykkti Alþingi að leyfa frjálsan inn- flutning á olíuvörum og f kjölfarið var Landsverslunin lögð niður. Sóstalistinn Héðinn Valdimarsson var í forystu fyrir Landsverslunina og var mikill talspað- ur ríkisverslunar. Hann stofnaði fyrir- tækið Olíuverslun Islands hf. árið 1927 ásamt öðrum, þar á meðal starfandi fjáiy málaráðherra. Olíuverslun Islands keypti síðan eignir Landsverslunarinnar og hóf innflutning á olíuvörum. Það má segja að þetta hafi verið fyrsta einka- væðing á íslandi og um leið fyrsta ,,einkavinavæðingin“. Árið 1921 var Elliðaárvirkjun vígð og rafveita tók til starfa í Reykjavík. Áður var rafveita á Seyðisfirði. Rafmagnið var í fyrstu einkum notað til lýsingar en áður hafði gas verið notað en það var lagt f pfpum um Reykjavfk árið 1910. Heitt vatn var leitt í Austurbæjarskólann árið 1930, en á næstu árum var hitaveita lögð f Landspítalann og nokkur hús í nágrenni voru þeir sem höfðu stórtækar áætlanir. Einn þeirra var Einar Benediktsson sem hafði miklar fyrirætlanir um virkjun fossa fyrir stóriðju á íslandi. Lengst komust áætlanir um virkjun Þjórsár við Búrfell. Tvisvar er talið að hann hafi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.