Vísbending


Vísbending - 18.12.2000, Blaðsíða 38

Vísbending - 18.12.2000, Blaðsíða 38
áratugurinn - Fjötrar vöruflokkum. Að eiga innflutnings- og gjaldeyrisleyfi á þessum tfmum var eins og að eiga gull. Ríkiseinkasölur setja mark sitt á 4. áratuginn og raunar allar götur frá valdatöku Framsóknar 1927. Ári 1928 kom Áburðare nkasala, við- tækjaeinkasala 1930, tóþakseinkasala endurreist 1931 einkasala á eldpýtum 1932, bifreiðaeinkasala 1 1934, raf- tækjaeinkasala 1935 og Mjólkursam' salan, grænmetiseinkasala 1936. Allar áttu þessar einkasölur að véra „tekju- lind“ fyrir ríkissjóð og tryggja neytend- um ódýrari vörur. Reyndin vafð önnur. Síldin var önnur tekjulind sem, reynd- ist ekki öll sem hún var séð. Á síðari öldum neyttu Islendingar ekki sfldar og stunduðu ekki veiðar á þessum fiski, sem svo vinsæll var meðal fátæklinga annars staðar í álfunni. Það vor\ Norðmenn, sem hófu veiðar á síld hér við land á síðari hluta 19. aldar með landnótum og gekk á ýmsu við veið- arnar. Um aldamótin koma Norðmenn með stóra flota, fyrst reknetaskipa, sfð- an með herpinót. Þeir setjast að á Siglufirði, sem verður höfuðstaður sfld- veiðanna. Það er ekki fyrr en í miðju fyrra stríði að Islendingar salta í fyrsta sinn meira en Norðmenn af síld hér við land. Síldilini var löngum líkt við lotterí. Þetta var duttlungafullur fisk- ur, sem aldrei var hægt að ganga að sem vísum í sjónum. Enn meiri óvissa ríkti jafnan um markaðinn. Því meira sem veiddisthví lægra gat verðið orð- ið, og sturídum urðu allir gjaldþrota eftir aflásælustu vertíðirnar og verka- fólkið þurfti opinbera aðstoð til að kopíast heim. Samt hélt þjóðin áfram að sjá síldveiðarnar í ævintýraljóma og oft gerði síldargróðinn gæfu- muninn þegar kreppan svarf sem fastast að at- vinnurekendum og al- menningi. I október 1931 var sett reglugerð um einkarétt Landsbanka og Utvegs- banka á gjaldeyrisversb un. Bankarnir skyldu „takmarka sölu á gjald- eyri til kaupa á ónauð' synlegum varningi eftir þvf sem við verður kom- ið.“ Nokkrum vikum síð- ar var gefin út „reglugerð um takmörkun á inn- flutningi á óþörfum varn- ingi.“ Fimm manna nefnd skyldi vara yfir beiðnir um innflutningsleyfi og veita þau eftir því sem ástæða þætti til. 1 reglugerðinni eru svo taldar upp vörur sem alveg var bannað að flytja til landsins: „allur glysvarningur og leik- föng, ...hljóðfæri allskonar og gramm- ofónplötur... gimsteinar og hverskonar skrautgripir... [h]versskonar vefnaðar- vörur, tilbúinn fatnaður og höfuðföt, nema fiskstrigi... sáraumbúðir, vinnu- föt ...og sjóklæði... [nýir] og þurkaðir ávextir og grænmeti, annað en kartöfl- ur og laukur... [s]kósverta, kerti, sápur, gólfáburður, ...[v]öruflutningabifreiðar og reiðhjól... [s]peglar og glervörur, aðrar en rúðugler... [s]kip og bátar... ls]krifvélar, reiknivélar og aðrar skrif- afuvélar..." íslehdingar brutu þó af sér nokkra hlekkLferðahafta á þessum áratug þar sem Strætisvagnar Reykjavíkur hófu þjónstu sína árið 1931 og undir lok áratugarins vár Flugfélag íslands, hið þriðja, stofnað spm markaði upphaf flugsamgangna á Islándi. Frelsið flaug þó ekki langt þar sem 'seinni heims- styrjöldin skall á og Bretar hertóku Is' land og það var nú ástand. Hins'v.egar reyndist stríðið að mörgu leyti efná' hagsleg blessun fyrir íslendinga. Vonir þær sem höfðu verið vaktar á þriðja áratugnum voru svæfðar á þeim fjórða. Ríkisafskipti, viðskipta- höft, verkföll' c>g vpnd hugmynda- fræði sáu til þess. ' ^ ^ \\ Heimskreppan var mildari ís- lendingum en flestum öðrum vestrænum þjóðum. Engu að síður var viðsnúningurinn mikill frá áratuginum á undan, þar sem árlegur hagvöxtur á mann féll úr 5,9% í 0,4% að meðaltali yfir átta ára tímabil, frá 1930 til 1938. Atvinnuleysi var mikið og benda áætlanir til að það hafi farið yfir 20% meðal verkamanna í Reykja- vík haustið 1932. Atvinna minnkaði mikið í sveitum á þessum árum og þvi mikill straumur fólks til höfuðborgar- innar. Kaupmáttur jókst mikið, bæði með hækkandi kauptöxtum og hjöðn- un verðlags, en verðlag lækkaði um tæpan þriðjung frá 1924-1933. Innflutnings- og gjaldeyrisnefndin stýrði öllum innflutningi til landsins á fjórða áratugnum. Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra setti nefndinni þær starfsreglur að kaupfélögin skyldu „fá leyfi til innflutnings hlutfallslega eftir tölu félagsmanna og heimilismanna þeirra, miðað við fjölda landsmanna.“ Þetta var höfðatölureglan fræga. Árið 1933 höfðu Sambandið og kaupfélögin aðeins um 10% af heildarinnflutningi íslendinga, en árið 1939 var hlutur Sambandsins á bilinu 20-40% í helstu 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.