Vísbending


Vísbending - 18.12.2000, Side 40

Vísbending - 18.12.2000, Side 40
aratugurinn 05 - Stríð og fridu Stríðsárin reyndust íslendingum eins Qg-gott fyllerí en miklar breytingar einkenndu árátuginn, nútímavæðing- in HéfúTsejtnilega sjaldan verið hrað- ari á Islandi. í stríðslok nam gjaldeyrisforði íslend- inga tæpum helmingi af landsfram- leiðslu á einu ári. Nýsköpunarstjórnin sem stofnað var til 1944 beitti sér fyrir fjárfestingum í atvinnulífinu, til þeirra Island var eitt fárra Evrópulanda sem var ríkara eftir stríð en ( stríðs- byrjun. Vinna fyrir hernámsliðið olli þar nokkru, en ekki skipti minna máli að Islendingar náðu nánast einok- unarstöðu á markaði fyrir ísfisk í Bret- landi. Innlendur kostnaður jókst mjög á stríðsárunum, en honum var jafnharðan velt yfir á útflutningsverð. Sennilega er tímabilið frá 1940 til 1947 mesta hag- vaxtarskeið þjóðarinnar, þar sem árleg- ur hagvöxtur (verg landsframleiðsla) á mann var um 8,4% að meðaltali. Bretar höfðu stigið á land í fullum her- skrúða þann 10. maí árið 1940. Er óhætt að segja að land og lýður tók stakkaskipt- um á skömmum tíma. Atvinnuleysi var eytt þar sem Bretar þurftu hýsi, fiugvelli og fleira til þess að undirstrika að það væru stríðstímar. Vöruúrval jókst með tilkomu hersins, gerður var víðtækur viðskiptasamningum við Breta árið 1941 og Bandaríkjamenn ári síðar, sérstaklega varð þó innflutningur frá Bandaríkjun- um til að nútímavæða eldhús þjóðarinn- ar. Ölgerðin Egill Skallagrímsson hóf að framleiða áfengt öl sem var þó eingöngu selt dátunum. Þjóðin var þó á sínu besta efnahagsfylleríi um langt skeið, sem átti eftir að umbreytast í vonda timburmenn undir lok áratugarins. verkefna sem henni voru að skapi. Ný- byggingarráð úthlutaði cjaldeyrisleyf' um og veitt voru hagstæp lán til fjár- festinga. Fiskiskipaflotinnj var tvöfald- aður, 32 togarar, 140 bátabog 13 flutn- ingaskip voru m.a. á innkaupalistanum. Mikið var reist af nýjum frystihúsum og sddarverksmiðjum, en þær fjárfestingar báru ekki mikinn arð í fyrstsu, því að veiðarnar brugðust alveg. Gjaldeyris- forðinn var upp urinn árið 1947. Vandinn var ærinn og sagði Ólafur Thors forsætisráðherra að tvöfalda ef ekki þrefalda þyrfti skattbyrði lánds- manna, úr 100 í 250 til 300 milljóniXef haldið yrði áfram á sömu braut. Togaraúc gerðin og bátaútvegurinn voru að sligast undan hallarekstri og kölluðu á aðstoð ríkisins. Allt frá kreppuárunum höfðu ríkisafskipti og kerfi hafta verið að aukast jafnt og þétt og var svo komið að allt var í sjálflieldu. Lausnin sem ríkisstjórnin Stefanía bauð upp á var enn meiri fjár- festingarhöft, innflutnings- og gjaldeyris- höft og verðlagshöft. Svokallað Fjárhags- ráð stýrði öllum innflutningi til landsins og skipulagði framkvæmdir. Vöruskortur var mikill og biðraðarmenning skapaðist sem aldrei fyrr. Hagfræðingarnir Benja- mín J. Eiríksson og Ólafur Bjömsson lögðu til að gengið yrði fellt um 40%, innlent og erlent verðlag yrði samræmt, afgreidd yrðú hallalaus fjárlög, sparnaður örvaðun/íagður yrði stóreignarskattur og vísitölúbætur á laun yrðu takmarkaðar. Farjð var að ráðum þeirra að mörgu leyti, ríkisstjórn Ólafs Thors feldi gengið um 42,6% sem var upp- hafið á mörgum breytingum ( frjálsræðisátt. Islendingar hófu hvalveiðar árið 1948, en fyrr á öldinni stunduðu Norðmenn hvalveið- ar víða við landið. Hvalur hf. notaði bryggjur og bragga frá hernámsliðinu í Hvalfirði undir útgerðina. Sama ár fylltist Hvalfjörður af síld og var þar um tíma krökkt af síldarbátum. Af þessu tilefni rifjuðust upp sagnir um síldveiði í firðinum fyrr á tímum. Var bent á örnefn- ið Sddarmannagötur, sem liggja úr fjarðarbotninum upp í Skorradal, til stuðnings þeirri tilgátu að fjörðurinn hefði alltaf verið fullur af síld, að minnsta kosti á vissum tíma árs. Síldar hefur ekki orðið vart í firðinum síðan. íslendingar nýttu tækifærið stríðs- ástands, kvöddu stríðshrjáða Dani og stofnuðu lýðveldi á þingfundi að Lög- bergi á Þingvöllum þann 17. Júní árið 1944- Það var því sjálfstætt fólk sem samdi við Bandaríkjamenn um brott' hvarf þeirra frá íslandi árið 1946. Kefla- víkursamningurinn var undirritaður sem fól það í sér að Islendingar eignuðust Keflavíkurflugvöll þó að Bandaríkjaher myndi sjá um reksturinn, sem hann gerir enn ( dag. Þrátt fyrir að áframhaldandi vera Bandaríkjahers í Keflavík væri um- deild kom það mörgum til góðs, sérstak' lega Íslenskum Aðalverktökum og Kefla- -yíkurverktökum sem sátu einir að öllum framkvæmdum á vellinum í um 50 ár. TilXmarks um bjartsýnina og fram- kvæmdagleðina á nýsköpunarárunum var opnað Tívolí í Vatnsmýrinni í Reykjavík árið 1946, þar sem ungviðið lék sér, fyrstú, fegurðarsamkeppnirnar voru haldnar og dansað var fram á rauð- ar nætur í gleðihúsihu Vetragarðinum. Tívolíið var lagt niður árið 1964 þar sem ekki var rekstrargrundvöllur vegna veð' urfars. Aðrar tilraunir til þess að Marí- rækja Tívolí hér á landi hafa verið mulr skammKfari. 40

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.