Vísbending - 18.12.2000, Síða 18
s niHlirT"
V ISBENDING
upp álitamál; hvað er misnotkun á
aðstöðu, hver vissi hvað, hvenærog svo
framvegis? Við slíkum spurningum fáist
aldrei einhlít svör. Því sé algert bann við
viðskiptum ákveðinna starfsmanna eina
leiðin til að tryggja sæmilega
heiðarleika þeirra.
Loks telja sumir að það sé í eðli sínu
ósanngjarnt að ákveðnir einstaklingar
sem hafa betri aðstöðu en aðrir geti
hagnast á því, t.d. tekið bestu bitana fyrir
sig en skilið verri bita eftir fyrir fyrir-
tækið sem þeir vinna hjá og viðskipta-
vini þess.
Rökin gegn banni eru ýmiss konar
og raunar draga margir í efa að sum
þeirra raka sem talin eru upp hér að ofan
fyrir banni séu haldgóð. Sem dæmi um
mótrök má nefna að ef samkeppni á
fjármálamarkaði er hörð þá ætti hún að
duga til að koma í veg fyrir að vandamál
vegna misnotkunar starfsmanna á
aðstöðu sinni verði mjög alvarleg.
Röksemdafærslan fyrir þessu er einföld.
Ef tiltekið fyrirtæki standi sig ekki í að
hafa eftirlit með starfsmönnum sínum
og koma í veg fyrir að þeir misnoti
aðstöðu sína þá verði það fyrirtæki ekki
samkeppnishæft. Annaðhvort þurfi það
því að bæta ráð sitt eða leggja upp
laupana. Einu fyrirtækin sem geti þrifist
á markaðinum til langframa séu þau sem
standa sig vel í því að hafa eftirlit með
starfsmönnum og sjái til þess að þeir
misnoti ekki aðstöðu sína. Þetla er
auðvitað rétt, a.m.k. svo langt sem það
nær. Það er slæmt fyrir fyrirtæki ef
starfsmenn þess leika lausum hala í
eiginhagsmunapoti, þvert á hagsmuni
fyrirtækisins og viðskiptavina þess. Það
er því sjálfkrafa hvati til að hafa eftirlit
með starfsmönnum sem geta valdið
vandræðum.
Önnur rök sem heyrst hafa gegn
takmörkunum á starfsmannaviðskiptum
eru þau að það verði erfitt að ráða hæft
fólk til að vinna í fjármálageiranum ef
of miklar hömlur séu lagðar á viðskipti
þeirra fyrir eigin reikning. Fjármála-
fyrirtæki þurfi m.a. starfsmenn sem eru
duglegir að komast að þvf hvaða bréf á
að kaupa, hvernig á að setja saman sjóði,
hvenær á að selja og því um líkt. Fólk
með þessa eiginleika hefur alla jafna
mestu að tapa ef það má ekki eiga við-
skipti fyrir eigin reikning. Slíkt fólk
myndi vega og meta kosti þess að vinna
fyrirfjármálafyrirtæki. Ef þessi ókostur,
að mega ekki eiga viðskipti til jafns við
fólk utan geirans, vegur þungt getur
verið að þeir hæfustu fáist ekki til starfa
innan hans. I versta tilfelli myndu þeir
einu semfengjusttil að vinnaígeiranum
vera þeir sem hafa litla sem enga
hæfileika til að finna fyrir eigin hönd góð
kauptækifæri, setja saman sjóði o.s.frv.
Þeir sem ekki geti gert slíkt fyrir eigin
hönd geti það væntanlega ekki heldur
fyrir hönd atvinnurekanda síns eða
viðskiptavina hans ... eða hvað?
Vegna þeirra raka sem færa má gegn
banni við starfsmannaviðskiptum er
yfirleitt ekki gripið til algers banns. Það
eru hins vegar settar ýmsar skorður á
slík viðskipti. Það er allur gangur á því
hverjar þessar skorður eru, það fer eftir
mörkuðum. I sumum tilfellum setja
fyrirtæki séreinnig strangari (siða)reglur
en lög og reglugerðir, kauphallir,
fjármálaeftirlit og aðrir slíkir aðilar
skylda þau til að gera.
Eðli málsins samkvæmt eru settar
mismunandi skorður á aðila eftir því
hvaða starfi þeir gegna. Sem dæmi má
nefna einstakling sem vinnur sem
gjaldkeri í litlu útibúi banka. Það eru
litlar líkur á því að hann geti misnotað
aðstöðu sína með verðbréfaviðskiptum
nema kannski með viðskiptum með bréf
viðskiptavina þessa tiltekna útibús.
Einstaklingur sem sér um sjóðstjórn eða
ráðgjöf fyrir helstu viðskiptavini
fyrirtækisins er í allt annarri aðstöðu.
Æðstu stjórnendur fjármálafyrirtækja
eiga að hafa sýn yfir það hver staða
helstu viðskiptavina fyrirtækisins er og
geta haft áhrif á þessa stöðu með
ákvörðunum sínum. Því virðist rétt að
fara mjög varlega í að leyfa slíkum
stjórnendum að eiga viðskipti með t.d.
hlutabréf í fyrirtækjum sem eiga
viðskipti við fjármálafyrirtækið.
Til dæmis er hægt að takmarka
starfsmannaviðskipti á einn hátt með því
að banna skammtímaviðskipti, þ.e. kaup
og svo sölu skömmu síðar. Hugmyndin
að baki þessu er tiltölulega einföld. Ef
einhver ætlar að hagnast sem mest á því
að geta hreyft við markaðinum eða með
því að fá upplýsingar á undan öðrum
þá þarf sá hinn sami sífellt að kaupa og
selja. Ef sá sem er í slíkri aðstöðu getur
ekki keypt og selt í gríð og erg getur
hann að vísu hagnast á einstökum
viðskiptum en vandinn sem það veldur
verður miklu minni en ella og
hagnaðarvonin að sama skapi minni.
í öðru lagi má banna viðskipti með
óskráð bréf. Slíku banni er beitt, bæði
hérlendis og erlendis. Sumir sem eru í
lykilstöðum í fjármálakerfinu mega ekki
eiga viðskipti með slík bréf, annaðhvort
vegna þess að lög heimila það ekki eða
vegna þess að starfsreglur vinnuveitanda
þeirra banna það. Oft eru gerðar
undantekningar, t.d. hérlendis þegar KR
og Fram voru gerð að hlutafélögum. Þeir
sem alla jafna máttu ekki eiga óskráð
bréf fengu yfirleitt undanþágu til að
kaupa í þessum fyrirtækjum ef þeir
óskuðu þess. Það var út af fyrir sig
ekkert skrýtið, upphæðirnar voru lágar
og flestir keyptu sennilega til gamans
en ekki með neina fjárglæfrastarfsemi í
hyggju.
Astæðan fyrir því að aðrar reglur
gilda um viðskipti með óskráð bréf en
skráð er tiltölulega einföld. Hún er sú
að verðmyndun óskráðra bréfa er
ófullkomnari en verðmyndun skráðra
bréfa. Það eru því fleiri möguleikar á að
misnota aðstöðu sína í viðskiptum með
óskráð bréf en skráð. Strangar reglur
gilda um upplýsingagjöf vegna skráðra
bréfa og þess vegna er að öðru jöfnu
erfiðara að hafa áhrif á markaðinn eða
misnota aðstöðu sína á annan hátt.
Verðmyndun óskráðra bréfa getur verið
mjög óskilvirk, jafnvel stórfurðuleg.
Verð þýtur upp og niður og orðrómur
getur skipt sköpum.
Innherjasvik
Almennt gilda strangar reglur um
svokölluð innherjaviðskipti.
Akveðin tegund af innherjaviðskiptum
kallast innherjasvik. Það veldur ruglingi
að oft er talað um innherjaviðskipti eins
og slík viðskipti séu alltaf sviksamleg
en því fer fjarri. Stundum eru þau mjög
eðlileg og fullkomlega lögleg þótt í
sumum tilfellum séu þau ólögleg og
siðlaus.
Til eru ýmsar skilgreiningar á því
hverjir teljast innherjar.3 Yfirleitt er talað
annars vegar um fruminnherja og hins
vegar unt innherja almennt.
Fruminnherjar hafa starfs síns vegna
aðgang að trúnaðarupplýsingum. Það
eru t.d. framkvæmdastjóri eða forstjóri
fyrirtækis, stjórnarmenn, endurskoð-
endur, helstu samstarfsmenn og
samstarfsaðilar, lögmaður fyrirtækis,
tengiliður fyrirtækis í banka, sparisjóði
eða öðru fjármálafyrirtæki og starfs-
menn eftirlitsaðila eins og Fjármála-
eftirlits sem skoða viðskipti fyrirtækis-
ins. Fruminnherjar eru því nokkuð vel
skilgreindir og það er hægt að fylgjast
með þeim. T.d. þarl' að tilkynna
opinberlega um viðskipti fruminnherja
með bréf í viðkomandi fyrirtæki. Slik
birting dregur vænlanlega úr líkum á
innherjasvikum, það geta allir fylgst
með því sem fruminnherjar eru að gera.
Það dugar þó skammt því að margir
aðrir teljast innherjar. Innherjar eru í
raun allir þeir sem fá með einhverjum
hætti upplýsingar sem eru skilgreindar
sent innherjaupplýsingar.
Innherjaupplýsingar eru upplýsingar
sem geta haft áhrif á markaðsverð en eru
ekki orðnar opinberar. Það er ólöglegt
að eiga viðskipti á grundvelli
innherjaupplýsinga, jafnvel þó að menn
séu ekki fruminnherjar.
Sem dæmi má nefna leigubílstjóra
sem ekur forstjóra og stjórnarformanni
fyrirtækis einhverja stund og heyrir á tal
þeirra. Samtalið gefur fyrirheit um að
bréf fyrirtækisins muni hækka eða
lækka í framtíðinni. Þar með verður
leigubílstjórinn innherji og ef hann á
viðskipti ágrundvelli upplýsingannaeru
það innherjasvik, þó að hann sé ekki
tengdur fyrirtækinu á neinn hált. Það er
auðvitað erfitt að rekja svoleiðis
viðskipti, en samt er það rey nl. Það getur
líka reynst torsótt að fá menn sakfellda
en hel'ur þó tekist í mörgum lilfellum
erlendis.
Að snæða eða elda
Við vitum að fjármálafyrirtæki setja
m.a. saman sjóði fyrir viðskiptavini
sína en auk þess halda þau utan unt eigin
sjóði. Svo standa starfsmenn líka í
18