Vísbending


Vísbending - 18.12.2000, Blaðsíða 43

Vísbending - 18.12.2000, Blaðsíða 43
, c.\gurð5so0 0O9f „ríki" Einar Sigurðsson var fæddur 7. febr- úar 1906 í Vestmannaeyjum. For- eldrar hans voru Sigurður Sigur- finnsson bóndi, formaður og hreppstjóri þar og síðari kona hans, Guðríður Jóns- dóttir í Káragerði f Landeyjum. Einar var með afbrigðum bráðger og athaíhasamur og 18 ára gamall, að loknu Verslunar- skólaprófi, opnaði hann verslun í Eyjum í nafni móður sinnar, gat ekki beðið þess að verða lögráða. Með þessu bauð hann byrg- inn gamalgrónum verslunum sem sumar stóðu á gömlum grunni danskrar selstöðu- verslunar og átti síðar líka í harðri sam- keppni við kaupfélög og pöntunarfélög sem byggðu á hugmyndum samvinnu- manna, sósíalista og kommúnista. Arið 1927 stofnaði hann Vöruhús Vestmanna- eyja. Á kreppuárunum hóf hann afskipti af útgerð og árið 1938 stofnaði hann Hraðfrystistöð Vestmannaeyja. Hrað- frystistöðin gekk sfðar inn í Isfélag Vest- mannaeyja sem nú er í hópi stærstu fyrir- tækja f sjávarútvegi. Einar stofnaði fyrirtækið Fram hf. 1940 og Hraðfrystistöðina í Reykjavík 1941 og var aðaleigandi þessara fyrirtækja. Hraðfrysti' stöðin f Reykjavfk gekk síðar inn í Granda hf., eitt öflugasta fyrirtækið f út- gerð og vinnslu í dag. Samhliða uppbyggingu verslunarrekstrar síns ræktaði hann stærsta túnið f Vest- mannaeyjum og rak þar búskap og var lengi í stjórn Búnaðarfélags Vestmanna- eyja. Raunar var Einar ekki einhamur f at- hafnaþrá sinni. Hann þurfti minni svefn en flestir aðrir og á kvöldin og nætumar vann hann oft dagsverk sem aðrir hefðu talið sig fullsæmda af. Var hann þó óvenjuleg hamhleypa í daglegum störfum. Einar eignaðist Hraðfrystistöðina í Kefla- vík um miðjan sjötta áratuginn. Hann rak umfangsmikla útgerð í Eyjum og Reykja- vík og kom að hraðfrystihúsarekstri og út- gerð vfða um landið, meðal annars átti hann og rak ísfell á Flateyri 1951-60 í fyrstu með öðrum en síðar einn. Ásamt Olafi Þórðarsyni var Einar einn helsti for- göngumaður að stofnun Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna árið 1942 og var í nokkur ár stjómarformaður þar. Hann var líka stjómarformaður Jökla hf., skipafélags hraðfrystihúsanna, sem um skeið átti og rak þrjú frystiskip. Einnig átti hann drjúg- an lilut að stofnun Tryggingamiðstöðvar- innar og sat þar í stjóm og var lengi stjórnarformaður Coldwater-Seafood, dótturfélags SH í Bandaríkjunum. Snemma festist við Einar auknefnið „ríki“ og hann varð eins konar tákngervingur hins athafnaglaða útvegsmanns þessa tímabils, sem megnaði að hrífa aðra með sér til framkvæmda. Einar þreyttist seint á að prédika að hlutafélagsformið væri rekstrarform kapítalista og fannst Sölu- miðstöðin að því leyti leiðindabastarður. Það fór líka fyrir brjóstið á honum að um- hverfi sjávarútvegsins var mestalla ævi hans með þeim hætti að allt var rekið með tapi og ekkert fékkst því gert nema fyrir lánsfé og fyrirgreiðslur. Einar ritaði ævisögu sína í samvinnu við Þórberg Þórðarson. Hann lést 22. mars 1977. Upphaf Landsímans var átaka- meira en flesta grunar. Hannes Hafstein, hinn nýi ráðherra ís- lands, beitti sér mjög ákveðið fyrir samn- ingi við Mikla norræna símafélagið um lagningu sfmastrengs til Islands og síðan línulagningu innanlands. Andstæðingar ráðherrans fundu þessu einkum þrennt til foráttu: Mikla norræna væri svívirðilegt, danskt einokunarfyrirtæki, landspjöll væru af öllum þessum staurum gegnum tún og engjar, síminn væri að verða úrelt tækni og miklu nær að við tækjum loft- skeytin í þjónustu okkar. Annars friðsam- ir bændur, sem aldrei hafði tekist að brýna til uppnáms í sjálfstæðisbaráttunni, þyrptust til Reykjavíkur og gerðu hróp að ráðherranum og afhentu honum harðorð mótmælaskjöl. Svo hjaðnaði þetta en lengi var þó mótmælareiðin mikla til Reykjavíkur f minnum höfð. Ritsfmasamband við útlönd var megin- forsenda íslenskrar heildverslunar sem nú færðist að mestu inn í landið á næstu árum. Stjórnsýslan innanlands gerbreytt- ist. Ekki þurfti nú lengur að sæta póst- ferðum með bréf um lavers konar smámál. Fyrirmæli bárust á svipstundu með sím- anum. Kaupsýslumenn sömdu um við- skipti gegnum símann. Fréttir bárust landshorna á milli jafnóðum og þær gerðust. Smátt og smátt teygði Landsíminn anga sína um landið, um öll þorp og þéttbýlis- staði og loks út um sveitirnar líka. Sfma- notkun Islendinga óx hratt og yfirleitt hraðar en í öðrum löndum. Árið 1912 voru notendur í Reykjavík 300 talsins en 1928 voru þeir 2400. Brátt sprengdi Landssíminn utan af sér fyrstu símstöðina og nýtt hús var reist við Austurvöll þar sem höfuðstöðvarnar eru enn til húsa. Árið 1932 voru fyrstu sjálfvirku sfmstöðv- amar teknar í notkun í Reykjavík og Hafnarfirði og bæjarbúar gátu hringt hver í annan án þess að fá samband gegnum miðstöð. Sjálfvirkum stöðvum fjölgaði smám saman á landinu og árið 1976 voru allir þéttbýlisstaðir komnir með sjálfvirk- an síma. Árið 1986 voru allir sfmar lands- manna tengdir sjálfvirkum stöðvum og fréttir sem menn heyrðu „óvart“ í gegnum sveitasímana heyrðu sögunni til. Síma- staurar og línur sjást nú vart lengur í landslaginu þar sem farið var að plægja strengina í jörð niður eða setja upp radíó- sambönd. Talsamband við útlönd var opnað árið 1935 en dýrt var drottins orðið. Þriggja mínútna samtal jafhgilti því sem næst ær- verði eða ársáskrift að dagblaði. Nýr sæsfmastrengur Scotice var tekinn í notkun 1962 og var þá m.a. hægt að koma upp telexþjónustu hér á landi sem brátt varð mjög vinsæl hjá fyrirtækjum og stofhunum. Ári síðar var lce-Can streng- urinn milli Islands og Kanada formlega tekinn í notkun. Árið 1980 kom jarðstöðin Skyggnir til sögunnar og fóru þá samtöl til útlanda um gervihnött en árið 1994 komst nýr sæ- strengur, Cantat-3, f gagnið. Hann liggur þvert yfir Atlantshafið en grein frá hon- um tengist Islandi. Um hann fer nú meirihluti símtala frá landinu til útlanda og mikill gagnaflutningur, svo sem Inter- netið. Landssíminn hefur með hálfrar aldar starfsemi sinni komið miklu til leiðar og ásamt Ríkisútvarpinu átt drjúgan þátt f að steypa dreifðum byggðum Islapds saman í eitt samfélag. Landsímanum var breytt f hlutafélag árið 1999 enf íkið er áfram eini eigandinn. Nú hefur verið ákveðið að 20% Landsúnáns verði seld á næsta ári, í fyrsta skréfinu til einkavæðingar. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.