Vísbending


Vísbending - 18.12.2000, Blaðsíða 27

Vísbending - 18.12.2000, Blaðsíða 27
Jónasson frá Hriflu var þar verkadrjúgur. Tengslin við Danmörku rofnuðu svo endanlega þegar Island var lýst lýðveldi árið 1944. Eftir fullveldi 1918 tóku landsmenn að haga sér eins og nýfrjáls nýlenda í mörgu. Þetta var mjög áberandi í nrenningarmálum, en hér hófst markviss herferð að útrýma dönskum áhrifum í siðurn og tungu. En hið nákvæmlega sama gerðisl í flestum hinna fyrri nýlendna Evrópuríkjanna í Asíu og Afríku og er að mörgu leyti skiljanlegt. En efnahagstefnu Islendinga á tutt- ugustu öld er því mun erfiðara að réttlæta. Ef til vill var haftastefna kreppuáranna aðeins endurrómur af því sem var að gerast í heiminum á þeim tíma en hið sama má ekki segja um hagstjórn eftirstríðsáranna. Löndin í kring tóku aftur upp frjálsa verslun- arhætti fljótlega eftir stnðið en Island hélt dauðahaldi í höftin allt fram til 1960. Önnur ríki innleiddu frelsi á ijármagnsmörkuðum, en hérlendis urðu vextir ekki frjálsir fyrr en eftir 1985 og fjármagnsflutningar á milli landa urðu ekki leyfilegir fyrr en árið 1995. Þá var var verðbólga hérlendis 1971 -92 á borð við það sem þekktist í þróunarlöndunum fremur en nágrannalöndum. Allt voru þetla mjög dýrkeypt hagstjórnarmistök sem eru sambærileg við gerðir þeirra þróunarlanda sem rugluðu saman sjálfstæði og sjálfsþurftarbúskap. Jafnframt liggur fyrir að landsmenn hefðu sloppið við þessi axarsköft hefðu þeir verið áfram í sambandi við Danmörk. En samt er ekki loku fyrir það skotið að sjálfstæðið hafi haft nokkra kosti, umfram það að fá að gera mistök í sínu eigin landi. Sjálfstæð mistök rátt fyrir allt hafa íslendingar gengist við sínum mistökum og leiðrétt þau þótt þeir væru kannski stundum seinir til verka. Þeim hefur einnig vegnað ágætlega í efnalegu tilliti, þrátt fyrir að ávallt sé hægt að standa sig betur. Aðal kosturinn við það að vera sjálfs síns herra er að ábyrgðin fer ekki á milli rnála. Ef ísland hefði áfram lotið Danmörku er hætt við því að Danir yrðu dregnir til ábyrgðar fyrir flestu því sem miður fór, líkt og hefur tíðkast í Færeyjum. Þar hefur forsjá Dana og rausnarleg fjárframlög leitt til fjár- hagslegs ábyrgðarleysis hjá innfæddum, sem að lokum leiddu eyjarnar nálægt gjaldþroti 1989-95. Þetta er lýsandi dærni urn það hvernig nýlendusamband og föðurlegt stjórn getur leitt til andúðar og ábyrgðarleysis. A móti má þó nefna mörg sjálfstæð lönd hafa ávallt fundið einhverja blóraböggla fyrir því sem aflaga fer. Forseti Malasíu kenndi t.d. gyðingum og erlendum spákaup- mönnum um nýafstaðna Asíukreppu, og Fidel Castró á Kúbu getur alltaf hamrað á Bandaríkjununt í sínum maraþon- ræðum. Alþjóðasamvinna verður að byggja á jafnræði og frjálsum vilja og kannski hefði samband Dana og íslendinga aldrei getað orðið eðlilegt eftir þá forlíð sem ríkin tvö eiga að baki. Það ber þó að nefna að Dönum hefur farist rnun betur við íslendinga en flestum öðrum nýlenduríkjum með því að skila aftur þjóðardýrgripum. En t.d. British Museum situr enn fast á öllu sínu. En sarnt sem áður er líklegt að ungir íslenskir róttæklingar hefðu farið í göngu til þess að mótmæla Dönum fremur en Bandaríkjamönnum eins og hingað til hefur tíðkast. Hins vegar ef litið er framhjá þjóð- ernisstefnu og stjórnmálum er rnjög lík- legt áframhaldandi efnahagssamband við Dani, t.d. í kringum myntbandalag, hefði skilað miklum ávinningi fyrir íslendinga. Þó ekki væri fyrir annað en að binda hendur hérlendra stjórnmála- manna í efnahagsmálum. Dönum hefur heppnast að byggja upp rnikla efnalega farsæld og jöfnuð í lífskjörum þrátt fyrir að eiga nær engar auðlindir í sjó eða á jörðu. Þeir hefðu að mörgu leyti verið heppilegir samstarfsfélagar hefðu landsmenn kosið svo. En eins og einhver spekingur sagði; frelsi verður ekki rnetið til fjár. SPARISJÓÐUR MÝRASÝSLU Hornsteinn í héraði 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.