Vísbending


Vísbending - 18.12.2000, Blaðsíða 15

Vísbending - 18.12.2000, Blaðsíða 15
 V ÍSBENDING Nokkur siðferðileg álitamál ífjármálum Gylfi Magnússon It is costly, perhaps impossible, for individual depositors to appraise the soundness and liquidity of financial institutions and to estimate the probabilities of failures...1 Hér er ætlunin að skoða ýmis sið- ferðileg vandamál og álitamál í fjármálaviðskiptum. Þetta er áhugavert efni fyrir ýmsar sakir. Ef til vill er ástæða til að skoða slík álitamál í öllum viðskiptum en þau eru þó óvíða jafnskýr og á fjármálamörkuðum. Sumir hafa væntanlega áhuga á spurningum um siðferðileg álitamál og svörunum við þeim sem slíkum. Auk þess hafa spurningarnar og svörin heilmikið hagnýtt gildi vegna þess m.a. að þeim sem lenda vitlausu megin við strikið getur verið refsað. Væntanlega er æskilegt að þátttakendur á fjármála- markaði hafi háleitari viðmið en að verða ekki fundnir sekir um refsivert athæfi en það er þó alltaf byrjunin að átta sig á því hvar mörkin liggja á milli athæfis sem leiðir til refsingar og þess sem gerir það ekki. Mörkin á milli þess siðlega og þess sem er ósiðlegt geta verið allt önnur. Ekki er þó síður mikilvægt að skoðun á þessum málum getur veitt nýja sýn á eðli markaða og aðstöðu og markmið hinna ýmsu aðila, kaupenda, seljenda og milliliða. Skilningur á slíku getur ráðið miklu um það hvort árangur næst í viðskiptum. Þeir sem skilja aðstöðu og markmið þeiiTa sem stunda viðskipti á tilteknum markaði bæta stöðu sína, í sumum tilfellum verulega. Það getur verið lykillinn að því að ná árangri í viðskiptum að skilja aðstöðumuninn, skilja hver hefur hvaða upplýsingar á hverjum tíma, af hverju aðilar hafa hag af því að hegða sér á tiltekinn hátt, t.d. af hverju þeir leggja frani tiltekin tilboð eða gefa ákveðnar upplýsingar. Sölumaður eða ráðgjafi? Viðskiptavinur sem gengur inn í fjármálafyrirtæki og vill eiga viðskipti, kaupa bréf eða selja, getur ekki fengið að tala við sölumann. Það er hægt að tala við sölumenn á bílasölum en hjá íjármálafyrirtækjum tala menn við ráðgjafa. Orðið ráðgjafi gefur í skyn ákveðið hlutleysi. Ef menn líta svo á að ráðgjafar eigi að gefa góð ráð þá gefur það líka til kynna að viðskiptavinurinn eigi að geta treyst ráðunum. Þetta er ekki sér- íslenskur orðaleikur. Þeir sem ganga inn í fjármálafyrirtæki í Bandaríkjunum tala ekki við „salesman“ eða „saleswoman" heldur „financial advisor“. Orða- notkunin dylur að nokkru leyti umboðs- vandann sem viðskiptavinirnir eiga við að glíma. Þeir eru að reyna að fá fyrir- tækið til þess að vinna að hagsmuna- málum sínum en fyrirtækið hefur sína eigin hagsmuni og þeir eru allt aðrir. Það er því ekki endilega fyrirtækinu í hag að gæta hags viðskiptavinanna. Vonandi hefur fyrirtækið þó óbeinan ávinning af því að gera það. Fyrirtækinu er væntan- lega akkur í því að halda viðskipta- vinunum ánægðum og byggja upp gott orðspor. Það er þó ekki fyrirtækinu í hag að vinna í þágu viðskiptavinanna, nema að því marki sem orðspor skiptir máli (og svo auðvitað ótti við refsingar fyrir brot á lögum og reglum samfélagsins). Sennilega er flestum viðskiptavinum ljóst að þeir sem segjast vera ráðgjafar eru ekki eingöngu ráðgjafar heldur einnig, jafnvel fyrst og fremst, sölumenn og gæta hagsmuna atvinnurekanda síns. Ef sú er raunin er e.t.v. ekkert stórmál hvað slíkt sölufólk er kallað, það láta þá fáir blekkjast. Flestum er líka sennilega ljóst að fjármálafyrirtæki eru yfirleitt ekki góðgerðarstofnanir, frekar en önnur fyrirtæki. Það er svo sérstakt vandamál að ráðgjafinn, starfsmaður fyrirtækisins, á sinna eigin hagsmuna að gæta. Þar getur aftur komið upp umboðsvandi, á milli fyrirtækisins og starfsmannsins. Ráðgjafinn gæti t.d. fengið ákveðna krónutölu í þóknun fyrir hver viðskipti og því freistast til að standa að sem flestum viðskiptum. Að ákveðnu rnarki getur það verið hagur fyrirtækisins líka en ekki í öllum tilfellum. Það getur vel verið að það sé hagur ráðgjafans að eiga í viðskiptum fyrir hönd fyrirtækisins þótt viðskiptin séu fyrirtækinu óhagstæð. Hagsmunir viðskiptaaðila Iviðskiptum er yfirleitt lykilatriði að gera sér grein fyrir hagsmunum þeina sem skipt er við. Hvaða hag hafa þeir t.d. af því að segja eitt fremur en annað, þótt þeir viti að það fyrra sé rangt? Sölumaður getur hæglega séð sér hag í því að selja viðskiptavini vöru sem hentar honum illa. Sem dæmi mætti hugsa sér að maður sem er að komast á eftirlaunaaldur biðji ráðgjafa hjá fjármálafyrirtæki að ráðleggja sér hvernig best sé fyrir hann að leggja meira til hliðar þau ár sem hann á eftir á vinnumarkaði. Hlutlaust mat gæti falið það í sér að slfkur aðili ætti ekki að kaupa áhættusamar eignir heldur t.d. spariskírteini. Ef fyrirtækið hefur miklu meira upp úr því að selja bréf í sínum eigin sjóðum, og ráðgjafinn fær hærri þóknun fyrir að selja bréf í þeim sjóðum, þá er augljóslega freistandi að telja manninum trú um að hann eigi að kaupa slík bréf. bréf sem skila mikilli fratnlegð til fyrirtækisins, frekar en að kaupa spariskírteini sem skila fyrirtækinu litlu. Þarna er komið upp siðferðilegt vandamál, það er freistingin til að hvetja viðskiptavininn til viðskipta sem eru honum ekki fyrir bestu. Ef fjármála- fyrirtækið ætlar að starfa um ókomin ár gætu slík viðskipti þó orðið því dýr. Ef slfk ráðgjöf spyrst út getur hún skaðað orðspor fyrirtækisins og það þar nteð misst af viðskiptum í framtíðinni. Fyrirtækið getur auðvitað líka verið krafið um skaðabætur. Ef hægt er að sýna fram á að starfsmaður fyrirtækis hafi ráðlagt viðskiptavini eitthvað sem hann vissi, eða hefði átt að vita, að var ekki hagstætt fyrir viðskiptavininn getur fyrirtækið verið skaðabótaskylt. Viðskiptavinir mjólkaðir Annað þekkt vandamál, a.m.k. erlendis, felst í því að fjármála- fyrirtæki og starfsmenn þeirra geta séð sér hag í því að mjólka þá viðskiptavini sem þeir sjá um ijárfestingar fyrir. Þetta er kallað á ensku „churning". Með því er átt við að fyrirtækin kaupa og selja eignir viðskiptavinanna ótt og títt til þess að geta innheimt sem hæsta þóknun. Ef starfsmenn verðbréfafyrirtækis fá þóknun í hlutfalli við þær tekjur sem þeir afla fyrirtækinu hafa þeir ástæðu til að fara út í viðskipti jafnvel þó að þau séu ekki viðskiptavininum í hag. T.d. gæti einstaklingur verið búinn að fela fjármálafyrirtæki umsjón eigna sinna. Fyrirtækið á að ávaxta þann sjóð og kaupa og selja eignir á þann hátt sem kemur viðskiptavininum best að mati starfsmanna þess. Það á að vera búið að skrifa undir samning um að hverju á að stefna með þessari fjárvörslu en fyrir- tækið hefur, innan ramma þessa samnings, nokkuð frjálst val um það í 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.