Vísbending


Vísbending - 18.12.2000, Qupperneq 41

Vísbending - 18.12.2000, Qupperneq 41
Sveinn Valfells var fæddur 24. sept- ember 1902 að Grenjum á Mýrum. Atján ára gamall hleypti hann heimdraganum og hélt til náms í Versl- unarskólanum. Við útskrift var hann efst- ur í þýsku. Vildi þá svo til að Garðar Gíslason heildsali var á höttunum eftir góðum þýskumanni í þjónustu fyrirtækis- ins, þar sem viðskiptasambönd við Þýska- land voru að opnast að nýju að lokinni heimsstyrjöldinni. Bað hann skólastjóra Verslunarskólans að benda sér á mann og varð Sveinn fýrir valinu. Heildverslun Garðars Gíslasonar var ein sú elsta í land- inu. Garðar hafði stofnað umboðsverslun þegar árið 1901 í Leith í Skotlandi undir nafninu G. Gfslason & Hay og rak hana þar og í Reykjavík þangað til hann gekk úr félaginu og setti á stofn skrifstofu f Hull undir eigin nafni. Strax og síminn var kominn til Islands setti hann líka á fót skrifstofu þar og var mikilvirkur um sölu fslenskra landbúnaðarafurða erlend- is. Hingað til hafði Garðar aðallega haft viðskipti við Bretland og enskumælandi lönd, en hafði hug á að afla viðskiptasam- banda í Þýskalandi. Þetta var því kjörið tækifæri fyrir ungan mann að kynnast rekstri stórfyrirtækis á íslenskan mæli- kvarða með mikil umsvif erlendis. Þarna vann Sveinn um 12 ára skeið en dvaldi þó langdvölum í Þýskalandi og hafði stundum vetursetu í Hamborg. Árið 1932 taldi Sveinn sig tilbúinn til að spreyta sig á rekstri eigin fyrirtækis. Fram að þeim tfma hafði ekki tíðkast í Evrópu að framleiða sérstök vinnuföt fyrir verka- fólk. En í gullæðinu í Kalifomíu, um miðja 19. öld, hugkvæmdist gyðingnum Levi að hanna sérstök og þægileg vinnu- föt fyrir erfiðisfólk og varð þetta fljótlega meiriháttar iðnaður í Bandaríkjunum. Þessi hugmynd hafði loks borist til Evrópu og Sveinn kynntist fyrstu vinnufatagerð- inni þar, sem reyndar var komið á fót í Noregi. Sveinn fékk nokkra félaga sína í lið með sér og Vinnufatagerðin var stofn- uð 24. mars 1932 og var fyrst til húsa hjá Sjóklæðagerðinni á Seltjarnarnesi en ekki leið á löngu þar til hún flutti í eigið verksmiðjuhús í Þverholti 17. Einmitt um þetta leyti voru íslenskir stjóm- málamenn að bregðast við heimskreppunni með því að innleiða tollmúra og gjaldeyris- höft. Kom það sér óneitanlega vel fyrir himi unga iðnað sem var að ryðja sér braut. En þegar stríðið skall á varð erfitt um alla að- drætti. Viðskiptasambönd við Evrópu rofn- uðu og siglingum farskipanna var beint til Ameríku. En Bandarfkjamertn komu um sama leyti á hjá sér skömmtun á útflutningi ýmissa nauðsynjavara. Sveinn var af hálfú fataiðnaðarins tilneíndur f nefhd til þess að afla aðfanga til klæðagerðar og fylgdu því ferðalög til Bandaríkjanna og dvöl um lengri eða skemmri tfma. Hreifst hann mjög af þvf athafhafrelsi sem hann kynntist þar og fékk ýmsar góðar hugmyndir um tækninýjungar sem hann vildi innleiða hér heima. Upp úr því spratt Steypustöðin sem enn lifir góðu lífi undir stjóm afkomenda hans. Sveinn var lengi formaður Félags fs- lenskra iðnrekenda og tók þátt í stofnun margra fyrirtækja og sat þar í stjóm. Má þar nefna Loftleiðir og Iðnaðarbankann, þar sem hann var formaður bankaráðs og ffum- kvöðull að stofnun Iðngarða í Skeifunni. Þá var reyndar tekið að halla undan fæti hjá iðnaðinum í kjölfar EFTA-aðildar og flutti Vinnufatagerðin aldrei þangað, en Hagkaup tók húsið á leigu. Sveinn var þjóðkunnur maður sem forystumaður iðnaðarins og starfaði af atorku til hinsta dags. Hann lést á árinu 1981, 79 ára að aldri. jóðhátíðarárið 1930 tók Ríkisút- varpið til starfa. Höfðu menn í fyrstu gert sér vonir um að útvarp- ið gæti tekið til starfa fyrir Alþingishátíð- ina um sumarið. Tilraunasendingar hófust í október, fréttir, upplestrar og hljómleik- ar til að kanna styrk útsendingar en það var ekki fyrr en þann 21. desember að fyrirfram ákveðin dagskrá á vegum út- varpsráðs var send út. Áður hafði starfað hér, á árunum 1926-27, lítil útvarpsstöð í einkaeigu en hún var of lítil og veikburða til að ná verulega út fyrir Reykjavfk og lognaðist hún út af. Þetta varð þó til að ýta við ráðamönnum (líkt og Kanasjón- varpið síðar varð til þess að flýta fyrir stofnun íslensks ríkissjónvarps) og voru samþykkt lög á árinu 1929 um heimild handa rfkisstjóminni til ríkisrekstrar á út- varpi. Hagkvæmasta tilboð í byggingu út- varpsstöðvar kom frá Marconifélaginu í London. Nokkurn ugg og urg vakti að stjórnin skipaði einn úr röðum sinna þingmanna, Jónas Þorbergsson, f embætti útvarps- stjóra og þótti það ekki lofa góða um margrómað hlutleysi eða óhlutdrægni út- varpsins. I reynd mun það fremur hafa verið á hinn veginn, að Jónas reyndi að verja stofnunina gegn ásælni stjórnmála- flokkanna, en lítið hefur þó alltaf mátt út af bera í tímans rás svo að ekki kæmu upp mismunandi alvarlegar ásakanir um póli- tíska misnotkun. Fyrsta útvarpsráð skip- uðu: Helgi Hjörvar, Páll ísólfsson, Friðrik Hallgrfmsson, Guðjón Guðjónsson og Alexander Jóhannesson. Um þetta leyti var vegagerð enn skammt á veg komin og sjóleiðin enn helsta sam- gönguleiðin. Fátt, ef nokkuð, mun því hafa vakið aðra eins samkennd Islendinga sem þjóðar eins og stofnun Ríkisútvarps- ins. Dagskráin var líka frá upphafi metnaðarfull - helst til metnaðarfull fyrir margra smekk - því að áratugum saman voru lesendadálkar dagblaðanna uppfullir af kvörtunum undan sinfóníugargi og djasshávaða. Menn voru staðráðnir í því að bæta tónlistarsmekk þjóðarinnar hvort sem henni sjálfri líkaði betur eða verr. Annað fyrirhugað útvarpsefni var einkum leikrit, fræðsluerindi og svo frá „þingsetn- ingu og eldhúsdagsumræðum og öðrum merkum málum, sem efst eru á baugi á hverjum tíma“ eins og það var orðað í fréttum frá þeim tfma. Og það var engin síbylja á ferðinni. Á virkum dögum var út- varpað þrjá tfma á dag en á sunnudögum bættust við messur og bamaefni. Haft var eftir húsfreyju einni að heldur vildi hún missa snemmbæruna úr fjósinu en við- tækið af hillunni. Árið 1966 hóf Ríkistút- varpið svo sjónvarpsútsendingar sem fljót- lega varð vinsælasti miðill landsins. Margir urðu líka þjóðkunnir af frammi- stöðu sinni í útvarpinu, listamenn, fræði- menn, fréttamenn og fyrirlesarar. Ríkisút- varpið var talið menningarstofnun í þjóð- areign líkt og Þjóðleikhúsið sfðar eða Há- skólinn fyrr. Það átti líka að vera útvarp allra landsmanna. Um rúmlega hálfrar aldar skeið var Ríkisútvarpið eitt um hit- una á öldum ljósvakans. Þá þótti öUum eðlilegt að það nyti afnotagjalds ^fhverju heimili og aflaði sér tekna me^-auglýsing- um. Eftir að einokun þesíyvar rofin horfa málin öðruvfsi við og hvort tveggja er ærið umdeilt. Nmér svo komið að þetta uppeldistæki-lándsmanna í sjötíu ár er nú sjálft orðíð hálfgert vandræðabarn, í _3ugum sumra. 41

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.