Vísbending


Vísbending - 18.12.2000, Blaðsíða 50

Vísbending - 18.12.2000, Blaðsíða 50
aratugurinn 09. - Sukk og sátt Á níunda áratuginum voru tekin mikil- yæg fratnfaraspor, vaxtafrelsi og þjóðar- "sátt gáfu tóninn fyrir síðasta áratug ald- arinnar. Sjóðasukk og verðbólga varð hins vegar til að brennimerkja áratuginn enn. Þótt fáir veittu því athygli í upphafi urðu þessi lög til þess að aðgangur að fisk- veiðum hér við land varð takmörkuð auð- lind og því fékk veiðirétturinn sérstakt verðgildi við lögin. Alþingi samþykkti I dag verður opnuð í Laugaraalshöll FYRSTA FISKELDISSYNING ég verðbólga á 8. áratugn- tafði orðið til þess að tölur i orðnar svo stórar að ákveð- ið var iið taka tvö núll aftan af krónunni "og kom breytingin til framkvæmda 1. jan- úar árið 1981. Ríkisstjómin taldi þetta kjörið tækifæri aðgerða í verðlagsmálum en þær báru lítinn árangur. Árið 1983 greip nýskipuð ríkisstjóm Steingríms Her- mannssonar til mikilla aðgerða gegn verð- bólgu og verðtrygging launa var bönnuð og varð síðar samningsatriði. Nokkuð ávannst en árið eftir urðu mikil verkföll og laun hækkuðu í einu vetfangi um 30%. Verðbólgan fór upp á ný. Hagvöxtur var engu að síður ágætur, 3,3% á mann að jafnaði frá 1975 til 1988. Næstu fimm ár var hins vegar niðursveifla. Fyrstu skrefin í vaxtafrelsi, sem komst svo á árið 1984, og með lögum um frádrátt frá skattskyldum tekjum vegna fjárfestinga í atvinnurekstri árið 1984-85 markaði upp- hafið á íslenskum hlutafjármarkaði. Verð- bréfaþing íslands var stofnað árið 1985 en áður höfðu m.a. Kaupþing og Fjárfesting- arfélagið hafið starfsemi á lánamarkaði. Hlutafjármarkaður náði þó ekki almenni- lega flugi fyrr en á tíunda áratuginum og hefur haft veruleg áhrif á rekstur íslenskra fyrirtækja. Árið 1983 voru samþykkt lög um tíma- bundna úthlutun fiskveiðiheimilda, kvótakerfið svonefnda. Þessi lög áttu eftir að setja sinn svip á umræður allt fram til þessa dags, því að þau hafa verið fram- lengd í breyttri mynd og slíkt kerfi gildir væri fyrir því. mherji ( eigu einnig sama vor að mótmæla ekki banni á hvalveiðum hér við land. Nokkrum árum síðar var þeim hætt með óllu án þess að vísindalegur rökstuðningu ■ Þetta sama ár komst San þriggja ungra manna á Akureyri sem áttu eftir að láta til sín taka í sjáyarútveginum. Ári síðar 1984 var Grandi stofnaður við sameiningu Isbjamarins og Bæjarútgerðar Reykjavíkur, BUR. Nokkrutn árum síðar var fyrirtækið einkavætt að fullu. Sameiningar voru mjög algengar á þessum áratug. Sfðdegisblöðin Vísir oa Dagblaðið sameinuðust árið 1981 en Dagblaðið hafði orðið til eftir væringar á Vísi sex árum áður. Álafoss og Sambandið sahieinuðu ullarframleiðslu sína. Svo fór að þetta sameinaða fyrirtæki varð gjaldþrotá árið 1991. Snemma 1989 sameinuðust Sjóvá- tryggingarfélag íslands og Almenr\ar tryggingar í Sjóvá-Almennar og síða sama ár sameinuðust Brunabótafélag Is- lands og Samvinnutryggingar í Vátrygg- ingafélag íslands, VÍS. Islandsbanki var stofnaður árið 1989 við sameiningu fjögra banka, Iðnaðarbanka, Verslunarbanka, Alþýðubankans og Útvegsbanka. Nýi bankinn tók til starfa í upphafi árs 1990. Útvegsbankinn hvarf við þetta úr ríkis- eigu. Þormóður rammi var seldur úr eigu ríkisins árið 1990. Hann hafði lengi verið baggi á ríkinu en varð nú blómlegt einka- fyrirtæki. Hafskip hf. urðu gjaldþrota árið 1985 og flestar eignir félagsins seldar Eimskipafé- laginu. Það þótti óvenjulegt við þetta gjaldþrot að þúíð átti fyrir hluta eigna og komst þá súpráláta og ranga saga af stað að félagið hefði verið neytt ( gjaldþrot án þess að hafa til þess unnið. Menn voru istir eignalausum búum. Útvegsbank- n lenti í miklum hremmingum vegna iessa gjaldþrots og tapaði miklu fé. Hon- um var breytt í hlutafélag upp úr þv( og stefnt að einkavæðingu. Sala gekk tregt en sumarið 1987 lagði Sambandið fram kauptilboð ( bankann. Nokkrir einkaaðil- ar brugðust hart við og stofnuðu kaup- endahóp á móti. Niðurstaðan var sú að hvorugur hlaut hnossið. Ríkið hvatti bændur til þess að hefja nýj- ar búgreinar, loðdýrarækt og fiskeldi. Um þetta var pólitísk samstaða í upphafi en báðar tilraunirnar áttu eftir að mistakast að stórum hluta og flestir þeir sem fóru að ráðum stjórnvalda urðu gjaldþrota. Stærstur skellurinn féll þó á ríkið sem tap- aði um 10 milljörðum króna. Haustið 1988 tók ný ríkisstjóm til starfa og varð eitt af hennar fyrstu verkum að stofna sjóði til stuðnings fyrirtækjum víða um land, Atvinnutryggingarsjóð og Hlutafjár- sjóð. Hlutverk þess fyrmefnda var að lána fyrirækjum sem komin væru (greiðsluþrot við hefðbundnar lánastofnanir en sá síðar- nefndi átti að kaupa hlutafé í þeim fyrir- tækjum sem ekki væru lánshæf. Tekið var stórt skref í fjölmiðlun á níunda áratugnum. Ríkisútvarpið ákvað að poppa upp starfsemina og Rás 2 var stofnuð árið 1982. I verkfalli opinberra starfsmanna árið 1984 lögðust útvarpssendingar af og voru þá stofhaðar tvær „sjóræningjastöðv- ar“ sem vöskum vörðum laganna tókst að loka í skyndingu. Tveimur árum seinna samþykkti Alþingi að gefa útvarpsrekstur frjálsan. Árið 1986 hófu Bylgjan og Stöð 2 útsendingar. Bæði fyrirtækin lentu í mikl- um rekstrarerfiðleikum en komust yfir þá ig starfa enn. Á tíunda áratugnum var reynt að búa til þriðja ljósvakaveldið með misjöfnum árangri en undir lok aldar lifa þó nókkrar stöðvar, þó ekki allar jafn blessaðar. Gleðin við að fá bjórinn aftur árið 1989 var ekki látin fara fram úr öllu hófi því í lok áratugsins var gerð sátt um að reyna markvisst að draga úr V^rðbólgu með hóf- sömum kjarasamningum Fulltrúar vinnu- markaðsins sneru bökum samanjrm þessa stefnu og tókst að fá stjórnvöld í lið með sér við þessa stefnu. Verðbólgan lækkaði.. hratt og var komin undir 2% árið 1992. 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.