Vísbending


Vísbending - 18.12.2000, Blaðsíða 31

Vísbending - 18.12.2000, Blaðsíða 31
^orsteinssofj Pétur Jens var aðeins 25 ára gamall þegar hann hófst handa á Bíldudal, fullur athaínaþrár, áræðinn og bjart' sýnn. Arið 1879 keypti Pétur Bíldudals' verslun. Framan af atti hann kappi við ein- hvem mesta harðindakafla á síðustu öldum með hafísþökum, aflaleysi og grasbresti. En þrátt fyrir að skuldir bænda hrönnuðust upp og skuldir verslunarinnar út á við ykjust tókst Pétri þó alltaf að finna úrræði. Hann gerði einnig út fimm þilskip frá Bíldudal árið 1885 í samlagi við ýmsa ffamámenn Anv firðinga. En brátt komu betri tímar þar sem allt fór saman í senn góð aflabrögð, hækk- andi fiskverð og bein markaðstengsl Péturs við Spán og síðar Italíu. Árið 1886 höfðu skuldir viðskiptamanna við Bíldudalsversl- un verið að færa allt í kaf en árið 1890 námu inneignir við verslunina 130 þúsund krón- um. Um aldamót vom skip Péturs orðin 20. Eftir 1898 leigði Pétur jafnan eimskip til millilandasiglinga er fluttu kol, salt og ann- an vaming til Islands, en saltfisk til Spánar og Ítalíu. Um aldamótin er talið að um hálft fjórða hundrað manns hafi unnið að fisk- framleiðslu hjá Thorsteinsson. 1 byrjun aldarinnar mun Pétri hafa boðið í gmn að tími seglskipanna væri senn á enda mnninn og tímabil togara og mótorskipa að hefjast. Nú þurfti stórfé til sigla hraðbyri inn í nýja öld. Arið 1907 er tilkynnt um stofnun félagsins „P. J. Thorsteinsson & Co“. í stjóm þess vom kjömir fjórir Danir og Eggert Claessen málflutningsmaður. Framkvæmdastjóm skipuðu þrír Danir og Islendingamir Pétur Thorsteinsson og Thor Jensen. Félagið var þó jafnan nefnt Milljónafélagið, enda átti hlutafé þess að vera ein milljón króna, en 180.000 krónur mun hafa á vantað að það næðist nokkum tíma inn. Uppnefnið mun hafa orðið félag- inu lítt til framdráttar. Þá voru tekjur lands- sjóðs rétt um ein milljón króna og allur út- flutningur landsmanna upp á einar 10 milljónir. Margir íslendingar bám þann ugg í brjósti að svo gífurlegt erlent auðmagn myndi kaffæra þá íslensku athafhamenn sem við þröngan fjárhag og eilífan rekstrar- fjárskort vom að basla við að renna stoðum undir íslenska atvinnuvegi. Dönskum fjár- málamönnum blöskraði hins vegar að veita slíku fjánnagni til þessa fátæka lands sem ekkert hefði með slíkan fjáraustur að gera. Þar við bættist að alþjóðleg fjármálakreppa reið yfir á fyrstu starfsámm félagsins. Sund- urþykkja kom strax upp á milli hinna ís- lensku og dönsku stjómenda. Eftir aðeins tæp tvö ár braust Pétur Thor- steinsson út úr viðjum þessa félags, sem áff am bar þó nafn hans, og tapaði þar mest- öllum eignum sínum. Fékk hann þó nokkra fjárhæð lausa úr félaginu til þess að hefja at- vinnurekstur að nýju. Otgerð hóf hann árið 1909 og flutninga ári síðar, rak fiskverkuiv arstöð á Kirkjusandi og lét m.a. smíða stærsta togara sem Íslendingar eignuðust fyrir heimsstyrjöldina fyrri, Ingólf Amar- son. Arið 1916 stofnar hann LýsisvinnsÞ una hf. Bræðing á Þormóðsstöðum við Skerjafjörð og er formaður og franv kvæmdastjóri. Pétur endaði þó slyppur og snauður, sjötugur að aldri. / slenskir framámenn áttu erfitt með að sjá að bankar eða ámóta fjármálastofh' anir gætu þrifist hér af því að lánsfjár- þörfin væri svo tímabundin að banki mundi liggja með fé sitt mikið af árinu. Danskir kaupmenn áttu aðgang að fjánnálastofnun' um í Kaupmannahöfn og fúndu því ekki til neinnar brennandi þarfar fyrir slíka stofnun hér á landi. Þeir Islendingar sem spreyttu sig á verslun og útgerð fluttu sig þá líka til vet- ursetu til Kaupmannalrafi'iar til þess að fjár- magna viðskipti sfn. Hitt virðist lítt eða ekki hafa hvarflað að mönnum fram undir 1870, að aukið framboð lánsfjár mundi hleypa lífi í framtak og nýja atvinnuvegi. Eftir japl, jaml og fuður samþykkti alþingi lög um Landsbanka íslands í lok versta harðindakafla 19. aldarinnar þegar fram- takssemi og áræði var f lágmarki. Var bankinn fyrst opnaður 1. júlí 1886. Húsnæði fékk bankinn f nýlegu steinlrúsi við Bakarastíg sem við það breyttist í Bankastræti. Var bankinn fyrst um sinn op- inn tvo tíma þriðjudaga og föstudaga, svo að ekki var búist við mikilli ös. Árið 1889 var þó auglýst að bankinn væri opinn alla virka daga og 1891 voru bókarinn og gjaldkerinn ráðnir til fullra starfa en bankastjómin var áfram launabótabitlingur embættismanna þar til Tryggvi Gunnarsson var skipaður bankastjóri 1893. Fyrsti framkvæmdastjór' inn var Láms Sveinbjömsson yfirdómari. Heldur þótti bankinn seinn til að lána út seðlana en þær skýringar komu fram á al- þingi að seðlunum yrði ekki komið í umferð örar en þeir væru undirritaðir en það var ærið seinlegt verk fyrir störfum hlaðna menn! Indriði Einarsson lýsti þessu svo: „Annars var bankastjómin ekki sérstaklega útbúin til úrskurðar. Ef aðalbankastjórinn vildi eitthvað víst samþykkja, en báðir gæslustjórar ekki, fór málið í strand. Ef gæslustjóramir báðir vildu eitthvað, en að- albankastjórinn ekki, þá fór málið í strand. Aðalbankastjórinn þurfti að vilja gera eitt- hvað og annar gæslustjórinn með honum, að minnsta kosti, til þess að úrskurður feng- ist. Þetta er besta fyrirkomulag, ef sjá skal um, að lítið sé gert.“ Á Alþingi 1886 er upplýst að bankanum hefði boðist einn víxill og hann verið keyptur. Tryggvi Gunnarsson var djarfur í upphafi og hafði forgöngu utn kaup á átta þilskipum til landsins 1894 og sagði síðar að þau aflahæstu hefðu borgað sig upp á þrem- ur ámm. Veltan þrefaldaðist á fjómm ámm 1892-96, úr tveim milljónum í 6 milljónir, en næstu þrjú ár á eftir varð kyrkingur f öllu, sffelldir greiðsluerfiðleikar manna og sam- dráttur víxla og lána. Árið 1899 vom útlán aðeins þriðjungur þess sem var tveimur ámm fyrr. Bankinn var að „frjósa“ og hafði ekki fé. Árið 1898 fluttist bankinn í nýtt og glæsilegt eigið hús við Austurstræti og lágu margir honum á hálsi fyrir að fesra fé sitt í þessu húsi þegar lánsfjárskorturinn þjakaði. Einmitt þegar peningaleysið þjakaði mest, og kröfumar um aukið lánsfé vom sem há- værastar, barst tilboð frá Danmörku um stofnun nýs hlutafélagsbanka með miklu fé og ríflegri fúlgu gulltryggðra seðla. Sam- kvæmt fyrstu frumvörpum um „Stóra bank- ann“ átti að leggja Landsbankann niður og kalla inn seðla hans. Snerist þá Tryggvi Gunnarsson og mestallur Heimastjómar- flokkurinn á móti en Valtýingar vom flestir með. En á sfðustu stundu, þegar Alþingi var að ganga frá rekstrarleyfi til „Stóra bank- ans“, fékk Magnús landshöfðingi Stephen- sen þvf framgengt að Landsbankinn starf- aði áfram með sína landssjóðsseðla. Færð- ist þá nýtt líf í Landsbankann. Tryggvi fór þá utan og fékk loforð Landmandsbanken um aukið fé. Árið 1922 fékk Landsbankinn heimild-til takmarkaðrar seðlaútgáfu sem bankinn naut góðs af allt til ársins 1961þeg-ar Seðla- banki íslands var stofnaður. Á seinni árum hefur bankinn tekið virkari þátt f umbreyt- ingum á fjármálamarkaði og oft á tíðum verið leiðandi í þcirri þróun. Bankinn var gerður að hlutafélagi árið 1998 og hluti bítnkáns boðinn almenningi ári síðar. 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.