Vísbending


Vísbending - 18.12.2000, Qupperneq 48

Vísbending - 18.12.2000, Qupperneq 48
Hagkaup Ottó A. Michelsen var einn helsti frumkvöðull á sviði skrifstofuvéla hér á landi og hann flutti árið 1964 fyrstu IBM-tölv' una hingað til lands. Ottó var fæddur árið 1920 og lést árið 2000. Faðir Ottós var úrsmiður á Sauðárkróki og sjálfur hélt Ottó til Þýskalands árið 1938 og lærði þar og í Danmörku skriftvélatækni. Þegar heim var kom- ið, að loknu stríði, stofnaði Ottó Skrif- stofuvélar hf. A þeim tima var farið að örla á bókhaldsvélum í bönkum og rit- vélar og samlagningarvélar voru al- gengar, allar handknúnar. Árið 1948 varð Ottó umboðsmaður fyrir IBM-rit' vélar hér á Iandi. Hagstofan pantaði þá jafnframt gataspjaldavélar fyrir manntal og fleiri skýrslur og Ottó hélt 0. Miche/sSo aftur utan til náms til þess að geta gert við þessi nýju tæki. Hann barðist á þessum árum fyrir því að Islendingar innleiddu ýmsa nýja tækni, t.d. sam- hangandi reikningsform, en einu fyrir- tækin sem nýttu sér þessa tækni þá voru Landsbankinn og Kol og salt. Reikningana varð í upphafi að prenta erlendis uns Oddi hf. fékk slíka prent- vél hingað til lands fyrir milligöngu Ottós. Þjónustulund Ottós var við- brugðið. Einu sinni kviknaði í hjá Skrifstofuvélum. Ottó var á staðnum og breiddi segl yfir tækin til þess að vernda þau fyrir vatni. I þvf hringir síminn; Utvegsbankann vantaði mann í hvelli. Ottó svaraði; „Því miður er að brenna hjá okkur í augnablikinu, en strax og búið er að slökkva eldinn skulum við senda mann.“ Meðal þeirra fyrstu sem tóku nýju skrifstofutæknina í notkun voru Skýrsluvélar rfkisins og Reykjavíkurborgar, SKÝRR. Fyrsta tölvan kom til Háskóla íslands árið 1964, IBM 1620 og var hún þá kölluð rafreiknir eða rafeindaheili. Þessi tölva hafði 4 Kb vinnsluminni og eng- an harðan disk. Engu að síður varð þessi tölva og aðrar sem fylgdu í kjöh farið til þess að Islendingar urðu fram- arlega í tölvumálum frá upphafi. Um þessar mundir auglýsti Ottó: „Framtíð- in byrjar í dag.“ Árið 1967 fékk IBM að stofna útibú hér á landi og Ottó varð forstjóri IBM á Islandi frá upphafi til ársins 1982, tíu árum síðar hætti IBM rekstri útibús á Islandi og Nýherji hf. tók við rekstrinum. Eitt af þvf sem Ottó kom til leiðar var að íslenska stafrófið var fullgilt í tölvuvinnslu og lagði hann þar með sinn skerf af mörkum til eflingar ís- lenskunnar. Hann var líka mikill áhugamaður um að notuð væru íslensk orð í tölvuvinnslu og forritun. Hann átti stærstan þátt í að innleiða tölvu- tækni hérlendis og lét einskis ófreistað við að tryggja IBM á íslandi viðunandi stöðu innan stórfyrirtækisins IBM sem íslenskir viðskiptavinir nutu síðan góðs af. Nafn hans var þekkt af lykib mönnum þess fyrirtækis og þar dáðust menn að baráttu hans fyrir jafnrétti IBM á íslandi við önnur lönd á Norð- urlöndum. Hann leit á tölvutæknina sem eðlilega þróun í skrifstofutækni og átti mjög auðvelt með að tileinka sér þær miklu nýjungar sem urðu á hans starfsævi, frá einföldum gataspjöldum til einkatölva. Það er ekki ofsögum sagt að segja að Ottó hafi verið faðir tölvutækninnar á Islandi. Terslunin Hagkaup var stofnuð árið \ / 1959 sem póstverslun að amerískri V fytlttnynd en þá starfaði verslunin I í fjósi við Eskihlíð í Reykjavík. Stofnand' inn, Pálmi Jónsson, var lögfræðingur að mennt en hafði ungur fremur hneigst til I viðskipta en lögmannsstarfa. Árið 1960 varð Hagkaup að búð með svipuðu sniði og aðrar, en var þó engin venjuleg búð. Frá fyrsta degi var lögð áhersla á að fyrirtækið seldi ódýrari vörur en annars staðar væri hægt að fá. Fyrirtækíð stofnaði árið 1964 saumastofu og hóf upp úr því sölu á Hag- kaupssloppunum sem hafa fest sig í sessi í vitund þjóðarinnar. Fyrir forsetakosning' amar 1968 átti að henda að þvf gaman að \ eiginkona annars frambjóðandans gengi í Hagkaupssloppi. Upphafsmanni sögunnar var greinilega ekki ljóst að slíkir sloppar voru þá komnir í fataskápa flestra hús- mæðra landsins, þannig að grínið hafði þveröfug áhrif. Árið 1967 hóf Hagkaup innflutning á appelsínum sem seldar voru á helmingi þess verðs sem aðrar verslanir buðu þær á. Þetta uppátæki olli lítilli kátínu félaga Pálma í kaupmaringstétt og beittu þeir ýmsum brögðum til þess að bregða fyrir hann fæti. Árið 1970 var fyrsti stórmarkaður landsins opnaður í skemmu í Skeifunni, þar sem verslun Hagkaups er enn þann dag í dag. Alltaf fór það orð af versluninni að vöruverð væri þar lægra en annars staðar og af því fékk fyrirtækið og eigandi þess miklar vinsældir þótt Pálmi væri reyndar ekki áberandi maður í þjóðlff' inu og bærist aldrei á. Smám saman fjölg- aði verslunum fyrirtækisins og hlutdeild þess í smásölunni jókst. Hagkaup átti marga rimmuna við yfirvöld en á þessum árum var margt enn í fjötrum einkasölu. Árið 1984 var til dæmis háð stríð um kart- öflur þegar Hagkaup hóf að selja beint frá bændum. Sölusamtök ríkisins brugðust hart við en allt kom fyrir ekki. Grænmetis- verslun ríkisins heyrði fljótlega sögunni til. Fleiri orrahríðir voru háðar, til dæmis um opnunartíma verslana í Reykjavík. Árið 1983 var það talin mikil ósvinna að búðir væru opnar á öðrum tímum en reglugerðir heimila, en það var þá til klukkan 18.00 virka daga nema föstudaga til 19.00 og til hádegis á laugardögum. Nágrannabæjarfé' lög höfðu hins vegar frjálslegri reglur. Eftir mikil átök fór frelsið með sigur af hólmf og í ljós kom að í þessum efrium sem öðrum náðist á endanum jafnvægi milli framboðs og eftirspumar. I upphafi níunda áratugarins hófst undir- búningur að fyrstu verslunarmiðstöð hér á landi undir forystu Hagkaups. Úr varð að lóðum undir markaðinn var úthlutað í Kringlumýrinni gegn hávæmm mótmæl- um margra aðila. Kaupmannasamtökin töldu að nauðsynlegt væri að kanna hvort raunveruleg þörf væri á slíkum markaði og borgarfulltrúar vinstri flokkanna töldu að um væri að ræða „hrapaleg mistök í skipu- lagsmálum“. Nýja miðstöðin, Kringlan, var svo opnuð árið 1987 og þar vom tvær verslanir Hagkaups. Árið 1991 lést Pálmi Jónsson en synir hans höfðu þá þegar tekið við rekstrinum að hluta. Árið 1993 var innkaupafélagið Baugur stofhað í félagi við verslunina Bónus. Árið 1998 seldu erfingj- ar Pálma sinn hlut í fyrirtækinu og það var svo sameinað Bónus og fleiri verslunum undir merkjum Baugs. Það hafði verið ætl- an Pálrna að gera Hagkaup að almenningS' hlutafélagi en honum entist ekki aldur til þess en Baugur er nú skráður á verðbréfa- þingi. 48

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.