Vísbending


Vísbending - 18.12.2000, Qupperneq 34

Vísbending - 18.12.2000, Qupperneq 34
Eimskip Arið 1877 steig 15 vetra gamall danskur piltur á land á Borðeyri við Hrútafjörð eftir 37 daga volk yfir Atlantshafið. Hann var ráðinn sem lærlingur til fimm ára til verslunar Valdi- mars Bryde kauplaust, en hafa skyldi hann húsaskjól, fæði og uppihald. Árin, sem nú fóru í hönd, voru einhver mesti harðinda- kafli 19. aldar, kotungar flosnuðu upp, unga fólkið fylltist vonleysi og straumur fólks lá til Ameríku á hverju sumri. Fram að alda- mótum stundaði Thor verslunarstörf og bú- skap, keypti verslun á Akranesi, sem seinna varð gjaldþrota og rann inn í Fiskveiða- hlutafélagið Isafold þar sem honum var boðin staða. Flutti hann ásamt konu sinni til Hafharfjarðar en heldur varð tilvera stór- j&ns&n útgerðarfélagsins endaslepp og varð það gjaldþrota aldamótaárið. Veturinn 1899-1900 taldi Thor hafa verið hinn ömurlegasta í lífi sínu og þá mun hann hafa komist næst því að láta hugfallast. En upp reis hann og fyrsta vor hinnar nýju ald- ar opnaði hann nýja verslun, Verslun M. Th. Jensen, á homi Veltusunds og Austur- strætis. Skömmu síðar tryggði hann sér hús og lóð, þar sem sfðar var Reykjavikurapó- tek, og nefndi hana Godthaab. Reksturinn reyndist farsæll framan af. Árið 1907 kreppti að vegna fjárskorts og lét Thor Jensen, nauðugur viljugur, til leiðast að ganga inn f fyrirtækið R J. Thorsteinsson & Co. eða Milljónafélagið. Var hann einn af forstjómm þess til miðs áts 1913. I ævi- sögu sinni fagnar hann þeim tímamótum þegar þessum „leiða þætti í ævi minni var lokið“. I millitíðinni stofnar hann félagið Draupni og átti það til helminga með ffamámönn- um Milljónafélagsins. Keypti það togarann Snorra goða. Sá rekstur gekk frábærlega vel undir stjóm Thors. Velgengnin með Snorra goða efldi enn þann ásetning hjá Thor Jen- sen að snúa sér óskiptur að togaraútgerð, fiskverkun og verslun með aflann. Síðla árs 1911 hélt elsti sonur hans, Richard, til Bretlands f því augnamiði að kaupa togara. Árangurinn varð nýlegur og stór togari sem kom til íslands f janúar 1912 og hlaut nafn- ið Skallagrfmur. Markaði það upphafið að hlutafélaginu Kveldúlfi sem formlega var stofnað 22. mars 1912 og varð á næstu ára- tugum eitt umsvifamesta útgerðarfyrirtæki við Norður-Atlantshaf í einkaeigu. Á þessum árum var Thor í fararbroddi þeirra manna sem beittu sér fyrir stoftiun Eimskipafélags Islands og lét verulega að sér kveða í fyrstu bráðabirgðastjóminni. Sveið honum því að vonum þegar hann hlaut ekki kosningu í fyrstu stjóm þess á þeim for- sendum að óhæfa væri að hafa þar danskan mann við stjómvölinn. Landbúnaður og sveitastörf höfðu alltaf heillað Thor. í Borgamesi rak hann stórbú- skap meðfram verslunarstörfunum. I Reykjavík hafði hann komið sér upp kúa- búi á Korpúlfsstöðum, stærsta kúabúi sem enn hefur sést hérlendis. Vom búskapar- hættir þar allir eftir bestu erlendu fyrir- mynd, hús vönduð og vegleg fyrir fólk og bústofn og nýjustu vélum og tækni beitt við alla vinnu og hirðingu. En f kreppunni á næsta áratug varð Korpúlfsstaðabúið fyrir barðinu á nýrri afurðasölulöggjöf sem stofn- aði til einkasölu á mjólk í Reykjavík. Var þá þessi stærsti bóndi landsins vængstýfður svo að Korpúlfsstaðabúið bar ekki sitt barr þótt rekið væri enn um hríð af Reykjavík- urborg. Thor Jensen andaðist 12. september 1947. S slendingar kenndu því löngum um að þeir hefðu glutrað niður sjálfstæði sínu í öndverðu vegna þess að þeir létu sigb ingar úr höndum sér og urðu eingöngu upp á náð og miskunn norskra kaupmanna komnir með ferðir landa á milli. Nokkrar tilraunir vom gerðar til þess að reka strand- ferðarskip en flestar reyndust þær mislukk- aðar þar sem flumingamir vom ekki ábata- samir. Árið 1897 hóf svokallað Thorefélag Þórarins E. Tuliniusar í Kaupmannahöfn ferðir hingað en ekki mun sú útgerð hafa reynst ábatasöm. Árið 1909 samdi land- stjómin þó við Thorefélagið um að sjá um siglingar hingað og taka upp viðkomu í Hamborg eins og margir íslenskir kaupsýslu- menn höfðu áhuga á. Það var þó leyst und- an þessum samningi 1912. Árið 1912 tóku nokkrir kaupsýslumenn höndtim saman um undirbúning að stofnun hlutafélags til þess að annast siglingar milli íslands og annarra landa og strandferðir. Frá árinu 19Í3Nstarfaði bráðabirgðastjóm undir forystu Thors Jensens en sjálft var fé- lagið stofnað 17. janúár.,1914 að lokinni hlutafjársöfnun með alméhnri þátttöku landsmanna og meðal Vestur'Isleridinga, en landssjóður gerðist einnig hluthafi. Félagkk lét þegar smíða tvö skip: Gullfoss kom til landsins 16. apríl 1915, og var tekið á móti honum með viðhöfri, en Goðafoss kom 13. júlf sama ár. Fyrsti formaður félagsstjómar var Sveinn Bjömsson, síðar forseti Íslands. Núverandí formaður er Benedikt Sveins- son. Fyrsti forstjóri var Emil Nielsen skip- stjóri til 1930, þá Guðmundur Vilhjálmsson til 1962, Óttarr Möller til 1979 en sfðan Hörður Sigurgestsson þar til Ingimundur Sigurpálsson tók við á haustmánuðum árs- ins 2000. Um ekkert átak hefur þessi þrasgjama þjóð verið jafnsamstillt og stofnun Eimskipafé- lags íslands og var félagið frá upphafi nefnt „óskabam þjóðarinnar". Stofnun Eimskipa- félagsins markaði tímamót í sögu íslands, með því að landsmenn urðu nú engum háð- ir um flutninga til landsins. Flumingar voru nú ekki lengur bundnir við Danmörku og Kaupmannahöfn heldur hagaði Eimskip viðkomustöðum eftir þvf sem hentaði við- skiptasamböndum þjóðarinnar á hverjum tíma. Þegar á árum heimsstyrjaldarinnar fyrri reyndist þetta ómetanlegt þegar sigÞ ingar til Evrópu urðu torsóttari og Islend- ingar gátu beint nýjum skipum sfnum til Ameríku. Og þótt síðan hafi sitt sýnst hverjum um ýmsar stórar ákvarðanir stjóm- ehda_þess skipar Eimskipafélagið enn sér- stakan sess í hugum flestra íslendinga. Eimskipafélagið var fyrsta, og lengi vel eina, sannkallaða almenningshlutafélagið í land- inu. Hluthafar voru yfir 11.000 talsins hér heima og í Vesturheimi. Hlutafjáreign þorra manna var smá og hlutabréfin gjaman inn- römmuð og hengd upp á vegg sem stofu- stáss. Farþegaskipið Gullfoss, sem smíðað var 1950, var lengi vel stolt íslendinga en beið lægri hlut í samkeppninni við flugið og var selt úr landi 1973 vegna rekstrarörðugleika. Um tíma átti Eimskip sjálft 18 skip auk þess sem það hafði erlend leiguskip f förum. Á síðari ámm hefur oft þótt henta betur að byggja flutningana á leiguskipum fremur en að fjárfesta í skipum sem á tímum örra tæknibreytinga hafa úrelst fljótt. Og þótt upphaflegur tilgangur félagsins, að annast siglingar milli Islands og annarra landa og strandferðir, sé í fullu gildi hefur Eimskipafélagið jafnframt leitað á önnur mið. Það er stærsti einstaki hluthafinn f Flugleiðum og í gegnum dótturfélög sín, einkum Burðarás, hefur það verið leiðandi fjárfestir í margvíslegum nýsköpunarfyrir- tækjum. Sjálft er það nú með miklar fyrir- ætlanir um uppbyggingu á lóðum þeim sem það á sínum tíma keypti af Kveldúlfi.

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.