Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1942, Blaðsíða 2

Frjáls verslun - 01.09.1942, Blaðsíða 2
Sýmishorn uf ríkisrehstri Tvær ríkisstofnanir Þeir, sem andstæðir eru ríkisrekstri og af- skiftum ríkisvaldsins af viðskiptum, hafa jafn- an haldið því fram, að verzlun fari verr úr hendi hjá ríkinu en hjá einstaklingum, og öll bein viðskipti hins opinbera af utanríkisvið- skiptum séu mjög varhugaverð, vegna þess að þau brjóti venjulega í bág við eðlilegan gang þessara mála. Tvö dæmi eru nú nærtæk, sem sanna þetta óvenjulega greinilega, og skulu hér gerðar að umtalsefni tvær ríkisstofnanir, sem hafa komið við viðskiptasögu landsins undan- farin ár, landsmönnum til lítillar ánægju. Gjaldeyris- og innflutningsnefnd hefir nú starfað í tíu ár og hafa litlar breytingar orðið á neíndinni þennan áratug sem hún hefir starf- að. Hefir þó á því tímabili orðið mikil breyting á utanríkisviðskiptum landsins. Hún var í byrj- un sett á laggirnar vegna þess að bankarnir komust í þrot með erlendan gjaldeyri, skömmu eftir að kreppan hófst 1930. Það ár og hin tvö næstu á undan, höfðu verið óvenjuleg eyðsluár. Hófst eyðslan þegar tekjur ríkissjóðs fóru langt fram úr áætlun og þáverandi ríkisstjórn Fram- sóknarflokksins kunni sér ekki hóf. Gjaldeyris- og innflutningsnefndinni var ætlað það hlut- verk að ákveða hvernig verja skyldi gjaldeyri landsins og hvernig skyldi skipta innflutningn- um milli þeirra aðila sem höfðu innflutnings- verzlunina með höndum. Starfsemi nefndarinnar hefir valdið meiri á- greiningi en þekkt hefir hér á landi um störf opinberrar nefndar. Á því tímabili, sem gagn- rýni var hörðust á nefndina, var gjaldeyrir af skornum skammti og þótti gæta mikillar póli- tízkrar hlutdrækni um leyfisveitingar til inn- flytjenda. Jafnframt var því haldið fram, að ráðstafanir nefndarinnar og öll vinnubrögð hefði valdið þjóðinni miklu tjóni, sérstaklega í bvrjun ófriðarins. Þá vildu innflytjendur fá frjálsari hendur en áður hafði verið um inn- flutning til landsins, sökum þess að líklegt var að vöruverð mundi hækka og ýmsar vörur verða ófáanlegar. Þetta sannaðist mjög fljótlega, en 2 nefndin daufheyrðist við og bætti ekki ráð sitt fyrr en of seint. Nú sér hver maður, að nefndin átti að fara að ósk innflytj endanna þegar í stað og heimila þeim að byrgja landið að vörum á hvern hátt sem fært var. En nefndin hagaði sér í þessu efni á svipaðan hátt og opinberar nefndir gera yfirleitt. Hún barði höfðinu við steininn og þóttist bezt vita hvað til farsældar horfði. Nefndin hefir starfað í 10 ár við óvenju miklar óvinsældir. Þrátt fyrir þá miklu breyt- ingu, sem orðið hefir á verzlun landsins og allri aðstöðu til innflutnings síðan ófriðurinn hófst hefir engin breyting verið gerð á vinnubrögð- um eða skipulagi nefndarinnar. Nú er svo kom- ið, að enginn gjaldeyrisskortur er og lands- menn eiga stórar fjárhæðir erlendis, sem þeir geta ekki notað. Sú nauðsyn er því með öllu horfin, sem starf nefndarinnar í öndverðu byggðist á. Nefndin hefir engan tilverurétt í því formi sem hún er nú. Og hún er á engan hátt í samræmi við þá aðstöðu sem innflutn- ingsverzlunin er nú komin í. Eins og áður er sagt, hafa störf nefndarinn- ar valdið meiri ágreiningi en holt er viðskipt- um landsins, og af þessu spunnist harðar póli- tízkar deilur. Það virðist. því vera skynsamleg og sjálfsögð ráðstöfun, þegar rás viðburðanna hefir gert nefndina óþarfa, að afnema hana. Um leið væri kippt í burtu einhverju hinu mesta pólitízka þrætuefni síðari ára. Auk þess sem þetta sýnist vera bein skylda þess ráðherra, sem fer með verzlunarmál, mundi þessi ráðstöfun stuðla mjög að pólitízkum friði, sem ekki virð- ist vera alveg ónauðsynlegur. Um leið og nefndin væri afnumin væri svo hins að gæta, hvað koma þyrfti í staðinn til þess að fást við þá erfiðleika sem utanríkis- verzlunin er nú háð. Engir samningar við er- lend ríki skylda landsmenn til að hafa innflutn- ings- og gjaldeyrisnefnd eða hafa sérstakar hömhir á innflutningi. En það eru tvö atriði, sem þarf að taka tillit til fyrst um sinn, skipa- FRJÁLS VERZLUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.