Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1942, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.09.1942, Blaðsíða 35
danska máltæki, „þegár bóndinn á peninga, eiga allir peninga“, átti ekki við að þessu sinni. Peningarnir komu ekki í umferð, heldur lágu ónotaðir í bönkunum. Á götunum gat að líta þá hryggilegu sjón, er hundruð ungra manna reikuðu fram og aftur í reiðileysi, fölir og bælulegir, til þess eins að eyða tímanum. Og við hina ólöglegu bakdyraverzlun bættist leyniverzl- unin á götunum, sem var ólíkt alvarlegra eðlis — verzlunin með skömmtunarseðlana. Fólk, sem ekki hafði einu sinni efni á að veita sér sinn skorna skammt, reyndi að ná sér í fáeínar krónur með því að selja brauð-, smjör- og syk- urmiða sína. Þegar fram í sótti urðu þeir æ fleiri, sem ekki gátu veitt sér skammt sinn, og það voru ekki aðeins atvinnuleysingjar, heldur einnig smá- kaupmenn, sem ekki gátu fengið vörur til að selja, og þá auðvitað hinn mikli her hinna lægst launuðu starfsmanna og verzlunannanna, sem alltaf verða harðast úti, þegar kreppir að. Samkv. opinberum útreikningum var fram- færslukostnaður meðalfjölskyldu fyrir stríð 3420 kr., en tveim mánuðum eftir hernámið var hann kominn upp í 4603 kr. og í janúar 1941 5185 kr. Verðlagshækkunin var svo mikil, að niillistétt og verkamenn gátu ekki afborið hana. Ef vísitala verðlagsins 1935 er sett 100, hefir hækkun á helztu útgjaldaliðum fjölskyldu orðið sem hér segir: Apr. Júlí Jan. 1935 1939 1940 1941 Matvæli . 100 108 129 157 Föt, skór, hreinlætisv. . . 100 109 159 180 Húsaleiga . 100 109 111 113 Liós og hiti . 100 103 200 209 Skattar, félagsgjöld . .. . 100 109 147 155 Ýmislegt . 100 102 127 133 100 107 136 151 Margir, sem kunungir eru fjármálum, álíta þessar tölur of lágar og telja, að hækkun fram- færslukostnaðar frá því fyrir hernámið í april 1940 nemi 50% eða jafnvel 75%, og útlit er fyrir enn meiri hækkun eins og sjá má á verð- hækkun þeirri, er orðið hefir á hráefnum og í heildverzlun: Apr. Jan. 1935 1940 1941 Hráefni og hálfunnar vörur . . 100 110 231 Þar af matvörur . 100 108 206 Þar af aðrar vörur . 100 112 253 FRJÁLS VERZLUN Fullunnar vörur 100 109 175 Þar af matvörur 100 110 169 Þar af aðrar vörur 100 108 180 Innfluttar vörur 100 110 221 Útfluttar vörur 100 106 193 Heimaframleiðsla 100 109 176 Að endingu skal getið verðhækkunarinnar á nokkrum hinum mikilvægustu matvörutegund- um: verð á kartöflum hefir þrefaldast, kjöt- verð tvöfaldazt, smjör hefir hækkað um 50%. Ennfremur hjólbarðar: þeir eru seldir á 90 sterlpd. stykkið! ★ Vér höfum nú séð, hvernig dönskum landbún- aði og iðnaði hefir verið þröngvað til samræmis við hagsmuni Þýzkalands. En hvað um dönsk skip? Svo lánlega vildi til, að langmestur hluti verzlunarflotans — og sá, sem dýrmætastur var — var utan gripmáls Þjóðverja 9. apríl. Óðar að hernáminu loknu fóru þýzk yfirvöld fram á, að nokkur hluti þess flota, er var heima yrði afhentur þeim á leigu. Þeir ætluðu að greiða mjög há farmgjöld, en auðvitað gegnum „clearing“-reikning. En danskir skipaeigendur höfnuðu þessari kröfu með þeim forsendum, að með leigufyrirkomulaginu misstu þeir umráða- réttinn yfir skipum sínum. Þannig gat komið fyrir, að Þjóðveriar vildu nota dönsk skip til að flytja herlið til Noregs, en á það gátu skipa- eigendur aldrei fallizt. Þjóðverjar létu þá málið niður falla, og er nú samið um flutninga á frjálsum vettvangi, þannig að hverjum skipa- eiganda er í sjálfsvald sett, hvort hann tekur eða hafnar þeim flutningatilboðum, er honum bjóðast. Sparisjóður Sfykkishólms 50 ára „Frjáls verzlun“ hefir borizt myndarlegt minningarrit, sem Sparisjóður Stykkishólms hefir gefið út í tilefni 50 ára afmælis síns. Sjóðurinn var stofnaður 1892 og hefir dafnað vel. Nema innstæður nú um 500 þús. krónum, en varasjóður er röskar 100 þús. kr. Sparisjóðirnir hafa á liðnum árum verið til mikilla þæginda fyrir ýms byggðarlög, þar sem þeim hefir verið komið á fót. Landsmenn hafa safnað þar töluverðu fjánnagni hægt og hægt, þótt byrjunin væri oft smá, þegar sjóðirnir voru stofnaðir. Sparisjóður Stykkishólms er einn af þessum sjóðum og mega þeir sem fyrir honum hafa séð vera ánægðir með starf sitt. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.