Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1942, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.09.1942, Blaðsíða 32
frjálslynda flokknum, dr. Christiani, hvassorða aðvörun í dagblöðunum í júlí s. 1. Dr. Christ- iani er forstjóri hins alþjóðlega firma Christ- iani & Nielsen, sem verzlar með sement um all- an heim. Fyrir hernámið var hann einn þeirra Dana, sem kunnu vel að meta ýmsa árangra einræðisríkjanna. Gagnrýni hans vakti þeim mun meiri eftirtekt nú. „Ein meginástæðan fyrir verðhækkuninni, ritar hann, er hið óeðlilega mikla lausa fjár- magn, sem leiðir af því, að Þjóðbankinn verð- ur að greiða allan umfram-útflutning. Sömu leiðis höfum við orðið að greiða upphæðir, sem færðar eru á reikning „ýmissa skuldunauta". Þannig hafa verið settar í umferð 1300 eða 1400 milj. kr., sem engin verðmæti eru til fyr- ir. Þetta leiðir til óeðlilega hækkaðs verðlags, sem ranglega gefur hugmynd um velmegun. Önnur orsök hins háa verðlags, er gjaldeyris- pólitík okkar, sem að mínu áliti hefir verið til tjóns fyrir allt fjárhagslíf Danmerkur. Hlut- fallið milli krónu og marks hefir haldizt óbreytt eins og það var 9. apríl 1940, þó að af því hljóti að leiða misræmi milli dansks og þýzks verð- lags, þar eð skráningin var eingöngu miðuð við sterlingspund. Þar sem danskt verðlag var miklu lægra en hið þýzka, hlaut að eiga sér stað gífur- leg verðlagshækkun bæði á innfluttum og út- fluttum vörum. Um verðlag á dönskum land- búnaðarafurðum var fjallað af ýmsum nefnd- um, sem komu til leiðar mikilli hækkun, en sú hækkun hafði það eitt í för með sér. að vér urðum að greiða innfluttar vörur miklu hærra Verði en áður. Oss til hins mesta tjóns hefir verð á innfluttum vörum hækkað tiltölulega meira en á útfluttum". Menn verja lausafé sínu til kaupa á föstum verðmætum. Sú skoðun er ríkjandi, að hvernig sem stríðið fari, muni Danmörk verða gjald- þrota eða að minnsta kosti lömuð af verðbólgu. Menn hafa því lítinn áhuga fyrir að safna spari- fé- Auðvelt er að sjá fyrir, að blómaskeið land- búnaðarins muni vera hjá liðið, en eigi að síður er mikil eftirspurn eftir jörðum. Þó að afskrifa verði verulegan hluta af kaupverði landeigna, svo hátt sem verðið er nú, mun jörðin þó undir öllum kringumstæðum verða sá grundvöllur, sem framtíð Danmerkur verður reist á. Margir hafa komið fé sínu fyrir í ýmsum varningi. Fyrir hernámið var nánast álitið ó- heiðarlegt að gera slíkt. Það var lögbannað að kaupa upp vörur í þessu skyni, og því gerði það enginn. En eftir hernámið var engu líkara en hvíslað væri frá manni til manns um land allt: „Kauptu eins mikið og þú getur, áður en Þjóð- verjarnir hrifsa allt!“ 32 Saga dönsku viðskiptamyntarinnar eftir her- námið er raunasaga út af fyrir sig. Engir silf- urpeningar voru í umferð, en smámyntin var gerð úr dýrmætum málmi — kopar. Þjóðverj- ar höfðu ekki verið margar vikur í landinu, fyrr en koparpeningarnir hurfu með öllu úr umferð. Það voru þó ekki Þjóðverjarnir, sem tóku þá, til þess gafst þeim ekkert ráðrúm, því að skyndilega barst út sá orðrómur, að Þjóð- verjar hefðu krafizt koparmyntarinnar. Þeir skyldu ekki fá þá: ef hver maður í landinu styngi undir stól 89 aurum, yrði ekki mikið eftir handa þeim. Á einni viku voru allir kopar- peningarnir horfnir, og menn urðu að notast við frímerki í stað skiptimyntar. Þá tók fjár- málaráðherrann að gefa út alúmínpeninga, en þeir voru ekki fyrr komnir í umferð en þeir hurfu einnig með öllu. Að þessu sinni var það staðreynd, að Þýzkaland hafði farið fram á. að fá hið danska alúmín til flugvélaframleiðsl- unnar. Loks voru gefnir út þeir peningar, sem nú eru í umferð — sinkpeningar. Þeir eru kall- aðir meðal alþýðu manna „þvottabalaaurarnir". ★ Fram til sumarsins 1941 var álitið, að í Dan- mörku lifðu menn við meiri allsnægtir í fæði en í nokkru öðru landi Evrópu, en veturinn 1941—42 hefir verið þröngt í búi. Eftirtaldar vörutegundir voru skammtaðar í Danmörku, janúar 1942: Hafragrjón............ 1000 gr. á mánuði. Sykur ................ 2000 ----- Hveitibrauð .......... 2100 ----- Rúgbrauð ............. 8000 ----- Kaffi ................ ekkert Te.................... ekkert Sápa.................. eitt stykki á mán. Smjör ................ 315 gr. á viku. •> Hins vegar var kjöt ekki skammtað, og hver, sem ráð hafði á, gat keypt sér það eftir vild. En verðið hafði hækkað gífurlega, og um haust- ið var orðinn kjötskortur í bæjunum. í Kaup- mannahöfn minnkaði t. d. framboð á fleski nið- ur í 10%, miðað við venjulegt framboð á einni viku. Ýmsar vörur, sem ensk húsmóðir getur með engu móti án verið, voru ekki fáanlegar í Dan- mörku. Þar á meðal var sagó, hrísgrjón, olívu- olía, sardínur, makkarónur, ávaxtamauk o.fl. Brauð, sem er mikilvægur þáttur í hinum danska kosti, var nú naumar skammtað en í síð- asta stríði. og er danski brauðskammturinn minni en sá þýzki. Fyrir flesta er þó eldsneytisskorturinn til- finnanlegastur. Allar tegundir eldsneytis eru FRJÁLS VERZLUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.