Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1942, Blaðsíða 42

Frjáls verslun - 01.09.1942, Blaðsíða 42
Félagsheimili V. R. Félagsheimili verzlunarmanna er nú orðið samkomustaður fyrir fjölda verzlunarmanna, sem leita þangað bæði um eftirmiðdaginn, til þess að fá sér hressingu, og eins á kvöldin. Vegna þess að húsakynni þau, sem félagsheim- ilið hefir enn til umráða, eru ekki ýkja stór, en aðsóknin mjög mikil, hefir félagsstjórnin haft til athugunar að takmarka aðgang að húsakynn- um félagsins þannig, að aðgangur sé aðeins fyrir félagsmenn og gesti þeirra. Þegar þetta er ritað er ráðgert að senda öllum félagsmönn- um aðgangsskírteini að félagsheimilinu, sem þeir síðan verða að sýna dyraverðinum er þeir fara inn. Þeir verzhtnarmenn, sem enn eru ekki félags- menn í V. R., ættu nú þegar að leita til skrif- stofunnar í Vonarstræti -4, sími 5293, og biðja um inngöngu, en ársgjaldið er 15 kr. fyrir karl- menn og 8 kr. fyrir konur. Frá því að félagsheimilið byrjaði starfsemi sína hefir frk. Ragnheiður Bjarnadóttir frá Húsavík verið forstöðukona þess og hefir hún staðið í stöðu sinni með sérstakri prýði. Stjórn félagsheimilisins þykir illt að missa hana úr starfinu, en hún er gift Arthúr Guðmundssyni verzlunarmanni á Akureyri og flutt norður. í stað hennar tekur frk. Sigríður Bjarnadótt- ir forstöðu félagsheimilisins og er óskandi að það blómgist eins undir hennar stjórn og fyrirrennara hennar. Félagsheimilið hefir enn ekki tekið til sinna nota neðri hæðina í Vonarstræti 4, en hún er þó innréttuð til afnota fvrir félagsmenn með tilheyrandi húsgögnum. Stiórn félagsheimilis- ins mun bráðlega taka ákvörðun um það á hvern hátt húsnæði þetta verður bezt notað fyrir fé- lagsmenn í vetur, en eins og nú er ástatt um samkomuhúsnæði hér í Reykjavík er full börf á að nota þetta húsnæði sem bezt fyrir félags- mennina. Stjórn félagsheimilisins hefir ákveðið að halda eftirleiðís dansskemmtanir fyrir félags- menn á hverju laugardagskveldi. Aðgangur verður aðeins heimill félagsmönn- um og gestum þeirra og verður haft eftirlit með því að sú regla verði ekki brotin. 42 Það er af mörgum ástæðum áríðandi, að verzl- unarmenn, sem ekki eru í V. R., láti nú ekki dragast lengur að ganga í félagið, en eins og að ofan er sagt, er hægt að fá félagsskírteini á skrifstofu félagsins í Vonarstræti 4. Síðasta lest frá Berlín frh. aí siðu 22 aðarmannastjórnina prússnesku út úr landinu. Hann hatar allt, sem er til vinstri við Krupp. Von Boch og von Rundstedt unnu saman sig- ur á fjórum þjóðum og þarna sátu þeir í stúk- um hlið við hlið, svo að axlir þeirra komu hér um bil saman, en ekki sögðu þeir orð hvor við annan, og heldur ekki við aðra. Þeir sátu graf- kyrrir og beinir og horfðu fram fyrir sig. Einu sinni risu þeir á fætur til að kyssa á höndina á konu dr. Ley. Hún er ljóshærð og lagleg, en hann eldrautt fitustykki. Herforingjarnir létu sér nægja að hneigja sig lítillega í áttina til dr. Ley. Van Leeb kom inn. Það var hann, sem stjórn- aði herferðinni í Eystrasaltslöndunum og situr um Leningrad. Hann heilsaði fyrir siðasakir, en andlit hans breyttist ekki eitt augnablik. Andlitið á honum er eins og gert úr steini. Hann settist niður og sat allan tímann teinrétt- ur í bakinu eins og hrífuskaft. Von Brauchitsch og kona hans komu inn og hann og dr. Ley kystu á hendina á konum hvers annars. Þrímenningarnir Bock, Rundstedt og Leeb stóðu á fætur, allir í einu, og heilsuðu yfirhershöfðingja sínum að hermannasið og sett.ust síðan og horfðu hreyfingarlausir beint fram fyrir sig eins og áður. Brauchitsch sétt- ist í stúkuna, sem var fyrir miðju. Þetta var hans sýning. Dr. Goebbels kom seinastur. Svo var spil- að hergöngulag með lúðrahvin og látum mikl- um. Brátt dofnuðu svó ljósin og sýningin hófst. Ég hafði auga með von Leeb alla sýninguna. Hann sat hrevfingarlaus. Augun í honum voru grá eins og úr gleri og slo biarma á þau ffá sýningarljósunum. Iíann horfði eins og út í myrkrið. en ég efast um að hann hafi nokkurn tímann litið á myndina á hvíta tjaldinu. FRJÁLS VERZLUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.