Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1942, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.09.1942, Blaðsíða 33
skammtaðar — kol, kox, brenni og mór. Þýzka- land gat ekki staðið við loforð sín um kolasölu. 1941 hafði það lofað ýmsum löndum Evi'ópu 60 milj. smál. kola fram yfir það, sem það get- ur framleitt, og auðvitað urðu þá hernumdu löndin að sitja á hakanum. Jafnvel fyrir her- námið var bannað að hita baðvatn, og fyrsta hernámsveturinn mátti ekki kynda nema eitt eldstæði í húsi eða á hæð, hversu mörg sem herbergin og íbúðirnar voru. Aðeins fáir gátu aflað sér eldsneytis í þetta eina eldstæði — eða peninga til að kaupa það. Meðan vetrarhörkurn- ar gengu, neyddust margar fjölskyldur til að flytja saman til að sameinazt um upphitun. Þegar augljóst varð, að Þýzkaland gat ekki nándar nærri fullnægt loforðum sínum um kol, var hafin mikil hreyfing fyrir því sumarið 1941 að framleiða mó í stórum stíl. 80 þúsund manns unnu að því um sumarmánuðina að taka mó og flytja til bæjanna. Benzín mega ekki aðrir nota en læknar og þeir, sem aka ákveðnum opinberum farartækj- um og leiguvögnum — og Þjóðverjar og dansk- ir nazistar. Allir aðrir urðu að láta vagna sína ónotaða. Fyrst í stað höfðu ökumenn leigu- vagna átt hægt með að fá aukaskammt af benzíni hjá ökumönnum í þýzka hernum, en þegar fram í sótti, fór benzínskortur einnig að gera vart við sig innan hersins. Skammtur liðs- foringja var lækkaður niður í einn tíunda, og þýzkir borgarar kusu yfirleitt að nota ekki vagna sína. Þeir sögðu, að þeir gætu ekki þolað hið hatursfulla augnaráð Dananna og vildu heldur ganga. Umferð á dönskum strætum og vegum tók þannig gagngerðum stakkaskiptum. Stöku sinn- um mátti sjá bifreið, sem gekk fyrir gasi, og nú urðu bifreiðar með hestum fyrir algengt fyrirbæri. Þessi tízka var innleidd af forstjóra Carlsbergsölgerðarinnar, sem dag nokkurn ók gegnum borgina með tveim f jörugum vagnhest- um fyrir Rolls-Royce sínum. Reiðhiól, sem allt- af hefir verið mikið af í Danmörku, voru nú enn meir notuð en áður. Snemma á morgnar.a, bæði sumar og vetur, streymdu verkamern cg skrifstofufólk í þéttum fylkingum úr úthverf- unum inn í borgina á reiðhjólum sínum. Og krónprinsinn og krónprinsessan komu einnig á reiðhjólum, er þau áttu að onna einhverja sýn- ingu eða vera viðstödd opinber hátíðahöld. Óþarft er að geta þess, að þar sem skortur varð æ meiri á ýmsum vörutegundum og alltat' mátti búast við, að enn fleiri yrðu skammtað- ar, hófst mikil leyniverzlun á neyzluvörum. Þeir sem efni höfðu á, gerðu sér far um að kaupa það, sem til náðist, og hvorki kaupandi né selj- FRJÁLS VERZLUN andi sást fyrir. Þetta var þó hvorki tákn þess, að danska þjóðin væri að verða spilltari í hátt- um, heldur var hér um að ræða eins konar íþrótt sem miðaði að því að tryggja dönskum neyt- endum allar þær vörur, sem fáanlegar voru, einungis til að Þjóðverjar skyldu ekki fá þær. Hvarvetna mátti sjá þýzka hermenn og liðs- foringja ganga búð úr búð með stóra körfu á handleggnum og kaupa alla skapaða hluti, sem þeir gátu fengið. Ef þýzkum liðsforingja tókst að ná í enska flík, varð hann himinlifandi: slíka gersemi hafði hann aldrei séð í heimalandi sínu! Ríkisstjórnin reyndi að binda enda á þessa leyniverzlun, en almenningur leit svo á, að í þetta sinn hefði hann siðferðilegan rétt til að brjóta lög og reglugerðir, og engar kærur komu fram, menn gátu treyst hver öðrum. Þá kom skyndilega upp nýr orðrómur: eng- inn gæti til dæmis verið öruggur um, að hænsn- in, sem menn keyptu við dyr sínar, væru ekki með berklasýklum, með því var ekkert eftirlit. En enginn varð uppnæmur fyrir slíkum tilbún- ingi, sem svo greinilega bar vörumerkið „made in Germany“, og menn héldu áfram að kaupa og selja. Ein þeirra vörutegunda, sem Þjóðverja van- hagaði auðsjáanlega mest um, var gúmmí. Her- náminu var naumast fyrr lokið en könnun fór fram um land allt á gúmmíbirgðum. Danmörk átti ekki miklar birgðir af gúmmíi, en tveir inn- flytjendur áttu þó nokkrar smálestir — ekki nema sem svaraði hálfu prósent. af ársþörfum Þýzkalands. Samt sem áður virtist líf ligg.ja við, að koma þessum birgðum tafarlaust til Þýzka- lands. Innflytiendurnir neituðu báðir að selja, þar eð þeir hefðu orðið að vinna eið að því fyrir enska sendiherranum, að gúmmíið skyldi ekki komast í þýzkar hendur. Ríkisstjórnin varð því að gera unntækar þessar fáu smálestir og af- henda Þjóðverium. Síðan var hafin herferð í því skyni að hvetja menn til að láta af hendi allt, sem beir ættu af gömhi gúmmíi: hiólbarða og reiðhjólaslöngur o. fl. Sú ástæða var látin í veðri vaka fvrir bessari söfnun. að tryggia þyrfti danska gúmmíiðnað- inum hráefni. meðan á stríðinu stæði. Söfntm- arherferð þessi bar engan árangur. Auðvitað lögðu menn engan trúnað á, að danski iðnaður- inn ætti að fá þetta gúmmí. og efasemdir manna stvrktust enn, er hað vitnaðist. að nöntun ríkis- stiórnarinnar á 250 bús. reiðhjólabörðum vai' ekki afhent á tilsettum tíma. ★ Leyniverzlunin kom ekki öðrum að haldi en þeim, sem.áttu handbært fé, og hið gamla, 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.