Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1942, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.09.1942, Blaðsíða 21
Brennandi borgir eru engin nýlunaa nú á dög- um. Hér sjást rússneslcar konur viö bnina- rústir og þýzkir hermenn snæöa mat sinn „í eldinum þýzku gátu skift mörkum sínum yfir í franka og fengu svo mikið af frönkum fyrir sín mögru laun, að þeir voru þess megnugir, að kaupa mikið af allskonar varningi í frönskum búðum. Þannig stóð á því, að í Berlín varð vart tölu- verðrar góðærisöldu eftir sigurinn yfir Frökk- um. Vinnukonur og algengar verkakonur í Ber- lín, er aldrei hafði dreymt um að ganga í silki, sáust brátt í fínustu silkisokkum frá Boulevard Haussman í París, og þær sögðu að þetta væri „frá Hans mínum, sem er á vígstöðvunum". — Smá búðarholur í Berlín héldu sýningu í glugg- um sínum á Martell og Courvoisier-koníaki, sem komið var úr frönskum kjöllurum. Vetur- inn eftir Noregsherferðina bar mikið á silfur- refabúnu kvenfólki á götunum í Berlín. Þegar hermenn komu heim, báru þeir pinkla og kassa úttorðna af allskonar lífsins gæðum „frá víg- stöðvunum“. Þessu lík voru áhrifin af stríðinu í Berlín hvað vöruframboðinu viðvék. En þetta hefir vafalaust verið mistök af þýzku herstjórninni að því leyti, að þessar vörur og aðrar hefðu get- að enzt lengur, ef skipting þeiiTa hefði verið með skynsamlegum hætti, en eins og vænta mátti kom það fljótt á daginn, að birgðir her- numdu landanna gengu brátt til þurðar. Þegar harðnaði á bárunni í styrjöldinni við Rússa varð mikil breyting. Kjötskammturinn FRJÁLS VERZLUN var fljótlega minnkaður úr 500 grömmum á viku á mann niður í 400 grömm, og skammtur- inn var skorinn miklu meira niður eftir að ég fór frá Þýzkalandi. Þetta er ekki undarlegt, þegar litið er á hina feiknarlegu kjötnotkun hersina. í nóvember 1941 var talið að slátrað hefði verið handa austurhernum 350 þúsundum kvikfjár. Feit- meti varð einnig af skornum skammti, einkum eftir að Rússlandsherferðin hófst. Allt fáan- legt smjör var sent til hersins, en heimafólkið varð einkum að láta sér nægja fituefni, sem voru framleidd af efnafræðingum, gerfifitu eða „ersatz“, eins og Þjóðverjar kalla það. Eitt sinn náði ég í danskt smjör og kjöt frá Sviss og bauð þýzkri kunningjakonu til máftíðar með mér. Henni varð hálf illt af matnum og sagðist naumast þola svona megna fæðu eftir að hafa lifað í lengri tíma á „ersatz“. Flest öll matvæli minnkuðu eða urðu verri og verri. Og einn góðan veðurdag hvarf sú fæð- an, sem lengi hefir verið aðalbjörg almennings í Þýzkalandi — kartöflurnar. Eins og kunnugt er, borða Þjóðverjar allra manna mest af kart- öflum og það var ekki smáræðis áfall, þegar þær hurfu af markaðinum allt í einu, og það því fremur, sem kartöfluneyzlan hafði vaxið um 20% frá stríðsbyrjun. Kartöfluskorturinn var ekki styrjöldinni að kenna, heldur uppskeru- bresti. Eftir því sem ég frétti frá kunningja mínum, sem var starfsmaður í matvælaráðu- neytinu,( var uppskeran sumarið 1941 30% minni en venjulega. Sumarið var svalt og vetur settist venju fremur snemma að. Annað grænmeti varð mjög fágætt. Tómatar voru lengi til, en svo hurfu þeir einnig — austur til hersins. Það varð mjög erfitt að fá meira en einskonar grænmeti sama daginn. — Húsmæðurnar fundu þó fljótlega ráð til þess að ná sér í meira en þær máttu og var aðferðin þessi: Frú Schmidt kom snemma morguns á græn- metistorgið og tók sér stöðu í biðröðinni fyrir framan kartöfluafgreiðsluna. Síðan reyndi hún að vingast við Frú Möller, sem var næst fyrir aftan hana og þegar samkomulag var komið á, fór frú Schmidt úr kartöflubiðröðinni yfir í rófnabiðröðina næst við, en frú Möller tókst á hendur að halda plássi frú Schmidt. 1 rófna- biðröðinni komst hún í kunningsskap við frú Hinkel, sem lofaði að halda plássi hennar opnu og síðan fór frú Schmidt aftur til síns fyrra staðar í kartöfluröðinni, en frú Möller skaust yfir í rófnabiðröðina. Loks kemst frú Schmidt að afgreiðslunni til að kaupa, og að því loknu hljóp hún yfir í pláss sitt í rófnabiðröðinni, 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.