Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1942, Qupperneq 20

Frjáls verslun - 01.09.1942, Qupperneq 20
stirðna í skotgröíunum eíns og síðast? En óvissan gekk um garð, þegar Frakkar gáfust upp. Þó var það merkilegt, að engin fagnaðarlæti voru í Berlín. Þar var engin gleði á götum úti. Sigrinum virtist hvergi vera fagn- að opinberlega af almenningi. En mánuði síðar en vopnahléð var samið var mikil kæti í Berlín. í þau 6 ár, sem jeg var þar sá ég aldrei annan eins fögnuð. Það var þegar flokkur fótgönguliðsmanna frá Berlín kom heim úr Frakklandsstyrjöldinni. Flokkur- inn gekk gegnum aðalgötur borgarinnar og gegnum Brandenborgarhliðið, niður Unter den Linden-götuna. Hermennirnir litu vel út. Þeir voru sólbrún'ir og hraustlegir ef|tir margra mánaða útiveru og heræfingar. Og þeir voru glaðir eins og börn yfir að vera komnir heim til sín eftir unninn stórsigur. Göturnar voru skreyttar og fólkið fagnaði hermönnunum ákaft. Hljómsveitir léku og það rigndi blómum og „konfetti". Vonir höfðu vaknað um sigur og skjót stríðslok. Mönnum fannst þeir sjá fyrir endirinn. Erkióvinurinn var að velli lagð- ur. Eftir stóð England að vísu, en þýzki flug- herinn myndi sjá um eftirleikinn og kúga Eng- land til friðar. Almenningur bjóst við, að Eng- land myndi leita eftir friði. Af opinberri hálfu voru gerðar ýmsar ráðstafanir til að fagna í Berlín heimkomu allra þýzkra hermanna, eftir Frá útverfum Stalingrad. Mynd/in sýnir götu- bardaga, þar sem þýzkir hermenn og fallbyssu- lið berjast á borgargötu. 20 Rússar eru leiknir í að búa til fylgsni fynr framverði sína og njósnarsveitir. Hér er hol- ur trjábolur, sem maður getur hafzt við í. fenginn fuilnaðarsigur. M. a. var gerð ráðstöf- un til að'byggja sigurboga utan við Berlín. — Hann átti að verða lítið eitt stærri en sigur- boginn gamli í París. Svo kom styrjöldin við Rússa. Fyrstu vik- urnar bar á verulegri hrifningu hjá almenn- ingi, því að menn trúðu því að allt gengi „eftir áætlun“. Menn bjuggust við að Rússar væru sjálfum sér sundurþykkir og sigur yfir þeim yrði auðfénginn. En smám saman dró úr gleð- inni, og seinast í september urðu menn alvar- lega myrksýnir. Að vísu hélt þýzki herinn enn áfram að sækja á. En það var ekki nóg. Al- menningur vildi fá frjettir, sem bæru með sér að úrslit væru í vændum. 1 nóvember, þegar ég var á förum, kom fréttin um að Rostov, hliðið að Kákasus, hefði fallið í þýzkar hend- ur. „Völkischer Beobachter“ flutti þessa fregn með stórum rauðum stöfum. En tæplega tveim vikum seinna kom í sama blaði lítið áberandi frétt um að bær við Don, nefnd Rostov, hefði verið yfirgefin af Þjóðverjum. Það var prent- að með svörtu. Matvœli og mnnaður. Fyrstu tvö stríðsárin bar ekki á neinum skorti í Þýzkalandi. Almenningur hafði þolan- legt fæði og sæmilega mikið af því. Smjör var til, að vísu ekki í ríkum mæli, en mátti heita nægilegt. Kjöt fékkst líka og var nokkum veg- inn sómasamlegt. Þannig var ástandið fram til þess að styrjöldin við Rússland hófst. Eftir að Frakkland var sigrað, opnaðist Þjóð- verjum góð náma. Þýzku hermennirnir keyptu ósköp af allskonar vörum í Frakklandi og fluttu heim. Parísarbúðirnar tæmdust og vínkjallarar gistihúsanna. Peningaviðskiftum Þjóðverja og Frakka var þannig háttað, að hermennirnir FRJÁLS VERZLUN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.