Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1942, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.09.1942, Blaðsíða 11
Versl unarrá ð Islands 25 ára Verzlunarráð Islands var stofnað á svonefnd- um „fulltrúafundi verzlunarstéttarinnar“, sem haldinn var í húsi K. F. U. M. í Reykjavík 17. sept. 1917. Var stofnun þess einskonar fram- hald á starfsemi kaupmannaráðs Islands, sem starfaði hér í Reykjavík um nokkur undanfar- in ár. Kaupmannaráðið undirbjó stofnun Verzl- unarráðsins og var ætlunin að stofna einskonar fulltrúanefnd fyrir verzlun, iðnað og siglingar. Á stofnfundinum, 17. september 1917, lagði Jes Zimsen fram furmvarp kaupmannaráðsins til laga fyrir hið nýja verzlunarráð, og var tilgang- ur þess ákveðinn sá, að vernda og efla verzlun, iðnað og siglingar landsmanna, og settar regl- ur um störf þess í einstökum atriðum. Það voru 156 kaupsýslumenn og fyrirtæki sem stofnuðu verzlunarráðið, en fljótt bættust fleiri við, og hefir félagatala þess aukizt mjög síðan. Fyrstu fulltrúar verzlunarráðsins voru þeir Jes Zim- sen, Garðar Gíslason, Jón Brynjólfsson, Ólafur Johnson, Carl Proppé, Jensen-Bjerg og Olgeir Friðgeirsson, og var Garðar Gíslason kosinn fyrsti formaður þess og hefir hann ætíð síðan verið í stjórn þess, en formaður á árunum 1917 —1921 og frá 1922—1934. Ólafur Johnson var formaður 1921 og Hallgrímur Benediktsson frá 1934 til þessa dags. Síðan verzlunarráðið var stofnað hafa geng- ið yfir landið miklir örðugleikar í verzlun og viðskiptum, og hefir ráðið haft til meðferðar fjölda mála, sem miðuðu að því að bæta hag verzlunarstéttarinnar og greiða úr örðugleik- um hennar innanlands og utan. I minningarriti því, sem verzlunarráðið hefir gefið út á 25 ára afmæli sínu, er saga þes srakin og drepið á þau mál, sem mestu varða og skal aðeins fátt eitt af því talið hér. Verzlunarráðið hefir haft mikil afskipti af ýmsum löggjafarmálum, sem verzl- unarstéttina vörðuðu, allt frá því er það var stofnað. Einnig hefir verzlunarráðið haft mikil afskipti af verzlunarskólanum og tók það að sér umsjón og fjárhald skólans árið 1922 af kaupmannafélaginu og Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur, en þá var fjárhagur skólans mjög erfiður, en verzlunarskólinn er nú orðinn eins- konar sjálfseignarstofnun og hagur hans blóm- legur. Verzlunarráðið hefir frá upphafi haldið uppi skrifstofu í Reykjavík og var fyrsti skrif- stofustjóri þess Georg Ólafsson, sem lét af því starfi er hann varð bankastjóri Landsbankans. Eftir það varð Björn Sigurðsson um tíma skrif- stofustjóri, en þar á eftir var Sigurður Guð- mundsson ritari skrifstofu ráðsins og einn starfsmaður þess um skeið. Árið 1934 varð dr. Oddur Guðjónsson skrifstofustjóri ráðsins og hefir síðan hvílt á honum meginþungi allra Garðar Gíslason fyrsti formaður V. I. Björn Ólafsson í stjórn 1937—’'42. Richard Thors í stjórn 1929—’42. PRJÁLS VERZLUN 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.