Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1942, Side 6

Frjáls verslun - 01.09.1942, Side 6
Verslunarskólinn fær aukin réttindi Verzlunarskólinn var settur í Kaupþingssaln- um 1. október. Við skólasetninguna var fjöl- menni gesta, nemenda og kennara. Meðal gest- anna var kennslumálaráðherrann Magnús Jóns- son, formaður Verzlunarráðsins, Hallgrímur Benediktsson og formaður skólanefndarinnar, Sveinn M. Sveinsson, og fleiri skólanefndar- menn, Björgólfur Stefánsson kaupmaður o.fl. I skólasetningarræðu sinni talaði skólastjór- inn, Vilhjálmur Þ. Gíslason, um verzlunar- menntun og um fræðslu um viðskiptamál, bæði fyrir verzlunarmenn og allan almenning og um gildi og nauðsyn vísindalegra rannsókna í sam- bandi við framleiðslu og verzlun. Talaði hann um hlutverk Verzlunarskólans og verzlunar- stéttarinnar í þessu og um nauðsyn þess að efla skólann. M. a. minntist hann á þær gömlu til- lögur sínar, að koma verzlunarnáminu og Verzl- unarskólanum í nánara samband við Háskólann en verið hefði og að koma á stúdentsprófi í Verzlunarskólanum fyrir þá, sem vildu halda áfram háskólanámi. En Verzlunarskólinn gæti annars verið óbreyttur sérskóli fyrir verzlunar- menn og jafnvel efldur til þess frá því sem nú er með aukinni fræðslu- og rannsóknarstarf- semi á grundvelli þeirrar framhaldsdeildar, er stofnuð var fyrir tíu árum, þó að hún hafi ekki starfað reglulega öll árin síðan. Þá lýsti skólastjóri skólastarfinu í vetur, próf- um og bekkjaskipun og námsgreinum. Aðsókn- in hefur verið mjög mikil, en skólinn getur ekki tekið við fleiri nemendum en verið hafa þar undanfarið, og munu nemendur í vetur verða um 330 í 5 ársbekkjum að undirbúningsdeild- inni meðtalinni, en hún er þrískift. Að lokinni ræðu skólastjóra kvaddi Björgólf- ur Stefánsson kaupmaður sér hljóðs, en þennan sama dag átti verzlun sú, sem hann veitir for- stöðu, Skóverzlun B. Stefánssonar, aldarfjórð- ungsafmæli og stofnaði í minningu þess sérstak- an verðlaunasjóð, sem afhentur var Verzlunar- skólanum og er sjóðurinn 25 þúsund krónur. Mælti Björgólfur nokkur orð til skólans og skólastjói'a um leið og hann afhenti þessa rausn- arlegu gjöf, en Björgólfur er Verzlunarskóla- maður, útskrifaður 1938. Skólastjórinn þakkaði rausn gefenda og vinsemd í garð skólans og minntist Björgólfs Stefánssonar eldra. Nemend- ur og gestir þökkuðu gjöfina með lófataki og „verzlunarskólahúrra". — Á öðrum stað hér í blaðinu er nánar sagt frá þessari sjóðsstofn- un. Þá talaði kennslumálaráðherrann Magnús Jónsson. Talaði hann um nauðsyn góðrar verzl- unarmenntunar og lýsti ánægju sinni yfir því, hve Verzlunarskólinn hefði eflzt og yfir því, hversu Verzlunarráðið og skólastjórinn hefðu lagt ríka og vaxandi áherzlu á það, að vanda til skólahaldsins, kenslu og prófa. Lýsti hann FRAMH. á bls. 56. Björgúlfur Stefánsson talar viö setningu V erzlunarskólans. Magnús Jónsson kennsiumá laráðherra talar. 6 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.