Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1942, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.09.1942, Blaðsíða 6
Verslunarskólinn fær aukin réttindi Verzlunarskólinn var settur í Kaupþingssaln- um 1. október. Við skólasetninguna var fjöl- menni gesta, nemenda og kennara. Meðal gest- anna var kennslumálaráðherrann Magnús Jóns- son, formaður Verzlunarráðsins, Hallgrímur Benediktsson og formaður skólanefndarinnar, Sveinn M. Sveinsson, og fleiri skólanefndar- menn, Björgólfur Stefánsson kaupmaður o.fl. I skólasetningarræðu sinni talaði skólastjór- inn, Vilhjálmur Þ. Gíslason, um verzlunar- menntun og um fræðslu um viðskiptamál, bæði fyrir verzlunarmenn og allan almenning og um gildi og nauðsyn vísindalegra rannsókna í sam- bandi við framleiðslu og verzlun. Talaði hann um hlutverk Verzlunarskólans og verzlunar- stéttarinnar í þessu og um nauðsyn þess að efla skólann. M. a. minntist hann á þær gömlu til- lögur sínar, að koma verzlunarnáminu og Verzl- unarskólanum í nánara samband við Háskólann en verið hefði og að koma á stúdentsprófi í Verzlunarskólanum fyrir þá, sem vildu halda áfram háskólanámi. En Verzlunarskólinn gæti annars verið óbreyttur sérskóli fyrir verzlunar- menn og jafnvel efldur til þess frá því sem nú er með aukinni fræðslu- og rannsóknarstarf- semi á grundvelli þeirrar framhaldsdeildar, er stofnuð var fyrir tíu árum, þó að hún hafi ekki starfað reglulega öll árin síðan. Þá lýsti skólastjóri skólastarfinu í vetur, próf- um og bekkjaskipun og námsgreinum. Aðsókn- in hefur verið mjög mikil, en skólinn getur ekki tekið við fleiri nemendum en verið hafa þar undanfarið, og munu nemendur í vetur verða um 330 í 5 ársbekkjum að undirbúningsdeild- inni meðtalinni, en hún er þrískift. Að lokinni ræðu skólastjóra kvaddi Björgólf- ur Stefánsson kaupmaður sér hljóðs, en þennan sama dag átti verzlun sú, sem hann veitir for- stöðu, Skóverzlun B. Stefánssonar, aldarfjórð- ungsafmæli og stofnaði í minningu þess sérstak- an verðlaunasjóð, sem afhentur var Verzlunar- skólanum og er sjóðurinn 25 þúsund krónur. Mælti Björgólfur nokkur orð til skólans og skólastjói'a um leið og hann afhenti þessa rausn- arlegu gjöf, en Björgólfur er Verzlunarskóla- maður, útskrifaður 1938. Skólastjórinn þakkaði rausn gefenda og vinsemd í garð skólans og minntist Björgólfs Stefánssonar eldra. Nemend- ur og gestir þökkuðu gjöfina með lófataki og „verzlunarskólahúrra". — Á öðrum stað hér í blaðinu er nánar sagt frá þessari sjóðsstofn- un. Þá talaði kennslumálaráðherrann Magnús Jónsson. Talaði hann um nauðsyn góðrar verzl- unarmenntunar og lýsti ánægju sinni yfir því, hve Verzlunarskólinn hefði eflzt og yfir því, hversu Verzlunarráðið og skólastjórinn hefðu lagt ríka og vaxandi áherzlu á það, að vanda til skólahaldsins, kenslu og prófa. Lýsti hann FRAMH. á bls. 56. Björgúlfur Stefánsson talar viö setningu V erzlunarskólans. Magnús Jónsson kennsiumá laráðherra talar. 6 FRJÁLS VERZLUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.