Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1942, Blaðsíða 3

Frjáls verslun - 01.09.1942, Blaðsíða 3
kostur til vöruflutninga og takxnörkun á kaup- um ýmsra vörutegunda fi'á Bandaríkjunum. Sú takmörkun byggist á því að skortur er á ýmsu sem mjög er notað til hernaðarþarfa, og getur ísland því aðeins fengið slíkar vörutegundir eftir því sem bi’ýnasta þörf krefur. Slíkum vör- um yrði að skipta milli innflytjenda. Það, sem hér er um að ræða, er því skipting á innflutningi nokkurra vörutegunda og eftirlit með notkun þess skiptakosts sem landsmenn ráða yfir til að flytja vörur frá Ameríku. Til þessa þarf hvorki stóra nefnd né mikið skrif- stofubákn. Það er auðvelt að leysa þann vanda á miklu einfaldari hátt en nú er gert, með mikið minni kostnaði, og í því formi sem verða mundi innflutningsverzluninni til hagræðis, en jafn- framt mundi draga úr þeim styrr, sem jafnan hefir staðið um gjaldeyrisnefndina. Ef nefndin verður nú látin halda áfram að starfa á sama grundvelli og verið hefir, verður þess skammt að bíða, að nýjar pólitízkar deilur hefjist um verzlunarmálin. Væri slíkt illa farið. BifreiðaeinkasoJa, ríkisins Þessi stofnun hefir nú verið lögð niður af nú- verandi fjármálaráðherra. En þó að hún megi nú teljast úr sögunni, er ferill hennar þannig, að hún verðskuldar lítilsháttar eftirmæli. Það má segja, að illa og óhyggilega var til hennar stofnað, því að aðalástæðan var sú að koma í veg fyrir innflutning á bifreiðum frá Spáni á því tímabili, er ekki var talið gerlegt að neita um innflutning þaðan. Þegar svo þessi aðstaða breyttist og hægt var að neita um inn- flutning á vörum frá Spáni, var einkasölunni haldið áfram af pólitískum ástæðum. Fram- sóknarflokkurinn átti heiðurinn af því að koma einkasölunni á laggirnar og bar ábyrgð á henni mest allan tímann, sem hún hefir starfað. Eins og flestum ríkisfyrirtækjum, var henni frámunalega illa stjórnað frá öndverðu og batn- aði sízt stjórnin eftir því sem lengur leið og verst var henni stjórnað fyrir andlátið. I mörg ár hefir þessi einkasala verið þyrnir í augum allra sem eitthvað hafa þurft til hennar að sækja. Lengst af hefir hún verið rekin með litlum eða engum hagnaði fyrir ríkissjóð. En vörurnar, sem hún hefir selt, hafa verið tald- ar í allt of háu verði, af mönnum, sem þeim hlutum ei'u kunnugir. Einkasala þessi hefir aldrei haft á sér snið venjulegra verzlunarfyrirtækja. Hún hefir ver- ið rekin þannig, að talið hefði verið fullkom- in háðung, ef einkafyrirtæki hefði verið rekið á sama hátt. Hún hefir því öll árin verið rík- FRJÁLS VERZLUN inu til skammar. Jafnvel Framsóknarmenn hafa viðurkennt þetta. Einkasalan hefir verið pólitísk í starfi sínu. Loforð hennar eða forstjórans hafa notið svo lítils trausts almennt, að furðulegt má heita. Hafa menn haldið því fram í ræðu riti að slíkum loforðum væri ekki að treysta. Má það einstakt teljast, að fjöldi manna beri eina stofnun ríkissjóðs slíkum sökum. En það virð- ist gefa nokkra hugmynd um hvernig fyrir- tækinu var stjórnað. Síðasta árið hefir þó alveg farið um þver- bak í öllum framkvæmdum þessarar stofnun- ar. Reynist hún því ekki vaxin að skifta rétt- látlega milli kaupenda þeim bifreiðum, sem til landsins voru fluttar og var því nefnd sett henni til hjálpar. En þessi vesældarskapur einkasölunnar mun hafa orðið þess valdandi að fjármálaráðherra fór að hafa afskipti af út,- hlutun bifreiðanna. Rekstur einkasölunnar var þannig síðustu misserin, að ógerlegt var að ná í forstjórann dögum saman og ekki var heldur hægt að ná símasambandi við skrifstofuna vegna þess að síminn var tekinn úr sambandi, svo að elcki næðist í neinn mann til viðtals. — Svona var ástandið. Enginn mun harma það að einkasala þessi hefir nú sungið sitt síðasta vers. Hún gerði aldrei gagn. Hún var til háðungar fyrir ríkið alla sína daga. Og hún er ein órækasta sönnun þess að ríkið á ekki að fást, við verzlun. Ferill hennar ætti að geta verið öllum til aðvörunar. Vísitölur framfærs!ul<ostnaðarins Vísitölur framfærslukostnaðarins í sept. 1941, ágúst 1942 og sept. 1942 hafa verið sem hér segir, miðað við 10 janúar—maí 1939: Sept.. 1941 Ág. 1942 Scpt. 1942 Kjöt 221 240 253 Fiskur 195 236 237 Mjólk og feitmeti .. . 194 293 301 Kornvörur 176 190 209 Garðávextir og aldin 202 241 351 Nýlenduvörur 168 207 207 Eldsneyti og kjötmeti 208 204 232 Fatnaður 165 180 198 Húsnæði 109 114 114 Yms útgjöld 149 164 180 Matvöruvísitalan var 266 í byrjun september, eða 37% hærri en í byrjun september í fvrra. Hún hækk- aði um 18 stig, eða 7%, frá næsta mánuði á undan, aðalloga vegna hækkunar á kartöflum, brauðum og smjörlíki. 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.