Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1942, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.09.1942, Blaðsíða 10
undirstaða fæst til húsagerðar. Um haustið tók- um við kol og fluttum þau til Livorno, en þaðan fórum við með skipið tómt inn í Svartahaf allt til Novorossisk. Alla leiðina gegnum Miðjarð- arhaf og Dardanellasund var bezta og blíðasta veður, en þegar inn í Svartahaf kom var lík- ast því sem komið væri inn í íshús. Rússneski kuldinn tók þá á móti okkur í sínu veldi. Novorossisk er mikill hafnarbær og er nú flotahöfn og var þess getið í blöðum fyrir nokkru, að Þjóðverjar hefðu nú náð henni á sitt vald. Við fórum þaðan til Königsberg í Austur-Prússlandi með hafra og vorum 36 daga á leiðinni. Um sumarið 1907 sigldum við að vanda um Eystrasalt, en þegar hafnir tóku að frjósa leituðum við suður á bóginn og fórum enn í Svartahafsleiðangur. Lögðum við nú leið okkar til Nikolayev. Fljótið, sem borgin stend- ur við, var gaddfrosið og sigldum við á eftir ísbrjótum, sem fóru upp fljótið, en gátum þó ekki fylgt þeim eftir nema 3 klst. á dag, því þá fraus vökin. En á hverjum degi fór ísbrjót- ur þessa leið og við komumst alltaf nokkurn spöl í hvert skifti, en ísbrjótarnir voru miklu hraðskreiðari en við, svo ómögulegt var að fylgjast með þeim. Við tókum kornfarm í Nikolayev og fluttum hann til Sette, nálægt Marseilles í Frakklandi. Að loknum sumarferðum 1908 í Eystrasalti lögðum við í þriðja sinn inn í Svartahaf, en þá var heppnin ekki með okkur. Við fórum til Brayla í Rúmeníu, en þar tók kuldinn við okk- ur í öllu sínu veldi og frusum við fastir og urð- um að liggja þar allan veturinn þar til í marz 1909. Það var heldur leiðinleg vist. Við gátum að vísu skroppið á ísnum í land og fórum venju- lega til borgarinnar einu sinni í viku. Á jólun- um man ég eftir að við keyptum okkur grís, fylltan með sveskjum og öðru þvílíku góðgæti, og smakkaðist vel. Annars var þetta daufleg dvöl, en mér leizt prýðilega á Rúmena og virtist mér þeir yfirleitt álitlegir og dugnaðarlegir menn. Þegar við losnuðum úr ísnum í marz fórum við til Kaupmannahafnar og síðan í hinar venjulegu Eystrasaltsferðir okkar. Rétt fyrir jólin 1910 fór ég af Gallia í Höfn. Leitaði ég nú heim til íslands eftir 10 ára brott- veru, og fór eina ferð heim sem stýrimaður á Ingólfi, en það skip átti Thore-félagið. Síðan fór ég til Danmerkur aftur og tók að mér eftir- lit með byggingu Austra, sem þá var í smíðum á vegum Thore-félagsins. f marz 1910 varð ég skipstjóri á því skipi og var það til 1912, er skipið var selt. Austri 10 annaðist strandferðir við Austurland, en Vestri við Vesturland. Þegar ég kom heim og tók aftur að sigla við landið var orðin mikil breyting frá því ég var á Skálholti, meira en áratug áður. Bryggjur voru nú komnar á Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði, Seyðisfirði og Akureyri. Allmargir vitar höfðu líka verið byggðir. Það var því að ýmsu leyti orðið þægilegra að sigla og hættuminna en fyrr. í jan. 1913 varð ég skipstjóri á Ingólfi, sem var millilandaskip og var þar þangað til fyrir jól 1914. Átti skipið þá að fara frá Höfn með ballest til Hull og taka þar kol log flytja til Bornholm. Þetta ferðalag lagðist einhvernveg- inn illa í mig. Stríðið var þá skollið á og tund- urdufl víða á skipaleiðum. Ég fór til forstjóra skipafélagsins og bað um frí. Hann neitaði og við körpuðum lengi um þetta, þar til hann sagði: „Det forandrer ikke min Mening“, en ég' svaraði: „Og heller ikke min“, og sagði þar með af mér skipstjórninni. Þegar skipið átti að fara, sagði ég við kon- una mína, að við skyldum fara niður að höfn og kveðja Ingólf, því við myndum aldrei sjá skipið framar. Þetta rættist, því síðan það lagði úr höfn hefir aldrei til þess spurst. Nú gekk ég í þjónustu Eimskipafélags Is- lands og hafði eftirlit með byggingu Goðafoss um veturinn 1914—1915 og notaði um leið tím- ann til að læra meðferð loftskeytatækja. Ég varð svo skipstjóri á Goðafossi, en eftir að hann fórst stjórnaði ég Borg, sem landsjóður átti, og síðar Willemoes. Þegar Eimskip fékk Lagar- foss tók ég við skipstjórn þar og var á því skipi þar til 1926, að ég fór utan til að taka við Brúarfossi hinn 11. marz 1927. Síðan var ég á Brúarfossi þar til 1940. Ég hafði ætlað mér að fara af skipinu þá á miðju sumri, eftir að hafa stundað sjóinn í 45 ár, og síðan ætlaði ég heim til Kaupmannahafnar og setjast í helg- an stein hjá fjölskyldu minni, sem ég lengst af hafði dvalið langvistum frá. En svo kom her- nám Danmerkur stuttu áður en ég ætlaði að hætta og leiðin út lokaðist. Ég hefi þess vegna ekki komist heim til mín. Það virðist svo sem örlögin hafi ætlað mér að vera lítið heima um æfina. Þegar ég fór frá íslandi til útlanda hafði ég ekki kosningarrétt og ég hefi hann ekki heldur nú þegar ég í fyrsta sinni dvelst hér, eftir alla þessa löngu sjómennsku, og það verður svo að vera. Mitt áhugamál er ekki pólitíkin — held- ur að komast heim. Þannig fórust Júlíusi skipstjóra orð. Það hef- ir hér verið farið fljótt yfir sögu og má nærri FRAMH. á bls. 13. FRJÁLS VERZLUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.