Frjáls verslun - 01.09.1942, Blaðsíða 29
sem sé það, að ef þeir létu leiðast til þess, sök-
um hins háa verðlags, að skerða bústofn sinn,
myndu þeir aldrei geta fyllt í skörðin aftur.
Ríkisstjórnin kunni að vísu að fyrirskipa slátr-
un á bústofninum og sölu til Þýzkalands, þar
eð fóðurvörur fengust ekki lengur innfluttar.
En það var ógerlegt að hrinda slíkum niður-
skurði í framkvæmd. Bændurnir reyndu í
lengstu lög að halda lífinu í búpeningi sínum
á því fóðri, sem fyrir hendi var, og þrjózkuðust
við að slátra, þar til fénaður þeirra tók að falla
sökum fóðurskorts.
Þá kom það í ljós, hvað hernám Þjóðverja
hafði kostað danskan landbúnað:
Búfjárstofn Dana.
Svín
Nautgripir
Alifuglar
Júní 1940.
3.2 millj.
3.3 millj.
32.0 millj.
Júlí 1941.
1.7 millj.
2.6 millj.
11.9 millj.
Þetta var tilfinnanleg skerðing búfjárstofns-
ins, en þó voru enn stærri skörð höggvin í hann
um haustið. Á fyrstu fimm mánuðum ársins
1941 hafði útflutningurinn minnkað gífurlega.
Miðað við sömu mánuði árið áður hafði útflutn-
ingur smjörs minnkað um 60%, flesks um 32%
og eggja um 58%.
Þrátt, fyrir hið gríðarháa verð Þjóðverja. sem
þjóðbankinn varð þar að auki að greiða fyrir
þá. hafði verðmæti útfluttra vara minnkað um
22%.
Jafnframt hækkaði framleiðslukostnaður
landbúnaðarins mjög mikið. Tekizt hafði að fá
lítilræði af olíukökum frá Rúmeníu handa hin-
um hungraða búpeningi. Þau kaup gengu í
gegnum ,,clearing“-reikning Þjóðveria, og kost-
aði smálestin 740 kr. Svíþjóð keypti bessa sömu
vörutegund frá Argentínu og kostaði smálestin
ekki nema 250 kr. komin í sænska höfn.
Á sama hátt og danskir bændur urðu að miða
búskap sinn við þarfir Þýzkalands, urðu dansk-
ir verkamenn að ljá vinnuafl sitt í þágu hinnar
þýzku hernaðarvélar. Danskur iðnaður varð
ekki aðeins að afgreiða stórar pantanir til þýzka
hersins og Þýzkalands, heldur voru og 50.000
verkamenn neyddir til að vinna í Þýzkalandi
og 5000 í Noregi í þágu þýzka hersins þar.
Siðferðilega bar Þýzkalandi auðvitað skylda
til að sjá Danmörku fyrir öllum þeim hráefn-
um, sem það gat, til að bjarga þjóðarbúskapn-
um frá hruni, en það kaus heldur að halda
danska iðnaðinum í stöðugri kreppu, svo að
hann yrði að lifa á náð sigurvegarans. Segja
má, að iðnaðurinn sé algerlega háður erlendum
hráefnum, einkum að því er snertir járn, kol,
timbur o. s. frv. Þau hráefni, sem Danmörk
hafði áður fengið frá hinum Norðurlöndunum
— Noregi, Svíþjóð og Finnlandi — gat hún
nú ekki fengið lengur beint frá þessum lönd-
um, eins og beinast hefði legið við, heldur urðu
öll viðskiptin að ganga gegnum Þýzkaland. —
Þýzkaland kom á kerfisbundnum verzlunar-
samningum milli Evrópulandanna, og þau
lönd, sem neyddust til að ganga inn í þetta við-
skiptakerfi, gátu ekki fengið þau hráefni, sem
þau þörfnuðust, heldur aðeins það, sem eftir
var, þegar Þýzkaland var búið að gera allar
jafnvægisráðstafanir sínar. Og hráefni mátti
ekki selja beint til viðkomandi lands, heldur
urðu öll viðskipti að ganga gegnum þýzkan
„clearning“-reikning, og vörurnar komust ekki
til kaupandans, fyrr en þýzk viðskiptanefnd
hafði fjallað um málið.
Þýzkaland hélt nú danska iðnaðinum í kyrk-
ingaról. Annars vegar voru innflutningsleyfi á
kolum og járni ákjósanlegustu kúgunartæki —
eins og sýndi sig meðal annars í átökunum út
af tundurslíeytabátunum —og hins vegar hafði
synjun slíkra innflutningsleyfa í för með sér
atvinnuleysi, sem einnig mátti hagnazt á. Það
var ekki nema eðlilegt, að Þýzkaland hugsaði
fyrr um sinn eigin iðnað en Danmerkur. En
þar sem kveðja þurfti þýzka verkamenn í her-
inn, lá beinast við að láta danska verkamenn
koma í þeirra stað.
Skömmu eftir hernám Danmerkur, settu
Þjóðverjar þar á fót vinnumiðlunarstofnun.
Það var bein krafa Þýzkalands að mega ráð-
stafa dönsku vinnuafli eftir geðþótta. Látið var
í veðri vaka, að með því að senda verkamenn til
Þýzkalands, væri Danmörk að leggja fram sinn
skerf til þess, að þýzkum kolanámum væri
tryggt nægilegt vinnuafl. Hins vegar fékk Dan-
mörk sáralítið aí kolum, naumast nægjlegt
til að halda iðnaðinum gangandi, sem þó fram-
leiddi fyrir Þýzkaland. Og Þýzkaland fékk tug-
þúsundir danskra verkamanna.
En það var miklum erfiðleikum bundið að fá
danska verkamenn til að ganga í þjónustu Þjóð-
verja. Ekkert er vitað um það með vissu, að
hve miklu leyti var beitt ógnunum um svipt-
ingu réttar til atvinnuleysisstyrks, ef menn
þverskölluðust. Víst er þó, að það hefir átt sér
stað, að ekki væri greiddur styrkur þeim verka-
möUnum, er hafnað höfðu vinnutilboði Þjóð-
verja, og hagstofa ríkisins færði ekki á atvinnu-
leysislista þá verkamenn, sem höfðu „hafnað
viðunanlegum vinnutilboðum". Sennilega jafn-
gilti þetta því, að atvinnuleysisstyrkir væru með
öllu afnumdir. Og það er ógnun, sem f jölskyldu-
menn eiga erfitt með að skella skollaeyrum við.
Afstaða dönsku verklýðsfélaganna hefir ver-
FRJÁLS VERZLUN
29