Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1942, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.09.1942, Blaðsíða 13
Eggert Kristjá.nsson í varastjórn 1935—’42. starfa þess. Skrifstofan hefir haft með hönd- um hinn mesta fjölda mála, sem verzlunarstétt- ina vörðuðu og haft hafa hina mestu þýðingu. Um allmörg ár hélt verzlunarráðið úti riti er nefndist „Verzlunartíðindi", en útkoma þess hætti fyrir nokkrum árum. Fyrir forgöngu Verzlunarráðsins voru haldin verzlunarþing 4 sinnum, árin 1935, 1936, 1937 og 1939, og tóku þátt í þeim þingum ýms stéttarfélög og sér- greinafélög meðal verzlunarmanna. Á verzlun- arþingunum hafa verið tekin til meðferðar þau mál, sem á hverjum tíma hafa verið efst á baugi meðal verzlunarmanna og hafa þau haft mikla þýðingu í þá átt að skýra málin fyrir verzlunarmönnum og ákveða stefnuna, sem fara skuli eftir. Eitt af því sem verzlunarráðið hafði til meðferðar og kom á fót var hið svonefnda kaupþing, sem starfaði á árunum 1922—1923. Verzlunarráðið hafði lengi ætlað sér að koma upp viðskiptamiðstöð og hefja víðtæka upplýs- ingastarfsemi og var nokkur vísir til þess þeg- ar kominn upp. Nú voru fengnar reglulegar upplýsingar í skeytum og bréfum, og þegar kaupþingið tók til starfa var þar daglega hægt að fá símfréttir um gengisskráningu og tvisvar í viku skýrslur um verðbreytingar á þýðingar- mestu vörutegundum, auk þess sem til boða stóðu ýmsar upplýsingar sem hægt var að fá úr erlendum blöðum og annað því um líkt. Virtust kaupþingin ætla að ganga vel, en brátt tók þó að draga úr starfsemi þess og lagðist það síðar niður. Var þetta mikil nýbreytni, sem því mið- ur ekki gat þrifist af ýmsum orsökum. Að öðru leyti er ekki tækifæri hér til bess að rekja starfsemi ráðsins nánar, en heimildir um það er að finna í afmælisriti þess, sem verzlun- armenn ættu að eiga og kynna sér. Verzlunarráðið hélt á afmæli sínu veglegt samsæti að Hótel Borg. Júlíus skipsfjóri Frh. af síðu 10 geta að margt. hefir fallið burt, en efamál er, að margir Islendingar hafi fjölbreyttari sögu að segja en Júlíus. Júlíus skipstjóri er þjóðkunnur maður og þess vegna ekki þörf að fara um hann mörgum orðum til kynningar. Hann braut sér sjálfur veg meðal erlendra manna og skaraði svo fram úr, að þegar hann varð 1. stýrimaður 1906 var hann tekinn fram yfir 14 aðra menn, sem starf- að höfðu lengur hjá sama félagi. Meðal landa sinna hefir hann einnig fengið viðurkenningu fyrir störf sín og verið sæmdur heiðursmerkj- um. Hann verður 65 ára hinn 14. nóvember n. k. Annars er Júlíusi og starfi hans lýst eins vel og hægt er í fáum orðum í grein, sem rituð var um hann fyrir nokkrum árum, á 10 ára afmæli Eimskipafélagsins: Júlíus skipstjóri var fyrsti Islendingurinn, sem gerðist skipstjóri á póst- og farþegaskipi hér við land. Hann fór að heiman sem umkomu- laus unglingur og sýndi þann dug að hann gerð- ist brautryðjandi íslenzkrar farmennsku. Er það fáum kunnugt, hvað þeir hafa á sig lagt, sem ganga í erlenda þjónustu til þess að full- numast í þeirri grein. Og þegar sú tíð kemur, að Islendingar kunna að meta hversu dýrmæt landinu er innlend farmannastétt, þá verður forystumannsins minnst með þökkum". FKJÁLS VERZLUN 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.