Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1942, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.09.1942, Blaðsíða 14
Við búðarborð og síma Það hefir einhverntíma verið sagt, að íslend- ingar væru ekki vel lagaðir til að vera góðir sölumenn. Þetta er ekki rétt. Ef til vill eru Islendingar ekki góðir sölumenn, t. d. á sama hátt og Ameríkumenn, sem eru gefnir fyrir að nota allskonar skrum, eða ítalir, sem nudda saman höndunum í næstum skriðdýrslegri kurteisi. En íslendingar geta verið góðir sölumenn í sínu eigin landi og meðal sinnar eigin þjóðar. Þeir koma fram eins og við á og almannavenia er í umgengni meðal íslendinga, enda eru meðal ís- lenzku verzlunarstéttarinnar til ágætis sölu- menn, sem væru gjaldgengir hvar sem er. Ekki er þó hægt að neita því, að misbrestur getur orðið á framkomu sölufólks í búðum og eru um það mörg nærtæk dæmi. Það má nefna atvik eins og það, ef kona kemur í vefnaðarvörubúð og spyr um kióla- tau, en sá sem afgreiðir bendir aðeins á þétt- troðnar hillurnar og segir: „Gerið þér svo vel", og fer svo að afgreiða þann næsta. Þetta er ekki góð sölumennska. Það er líka stundum óviðkunnanlegt, hvernig sölufólk í búðum ávarpar viðskiptamanninn sem inn kemur. Sumir segia t. d.: ..Hvað var það?“ og í mismunandi hlýlegri tóntegund. — Eða að sagt er: ..Var það eitthvað fvrir vður?“ eða eitthvað þvílíkt. Þetta á að leggj ast niður. ★ Það er gömul staðreynd hér í bæ, að sölu- búðin barf ekki að vera svo tiltakanlega aðlað- andi til að ná miklum viðskiptum. Auðvitað er ekki rétt að gera lítið úr því, að hafðir séu stórir og glampandi sýningargluggar. En það liggur nærri, að gluggarnir séu ekki svo mikils virði, ef afgreiðslan fyrir innan þá er í ólagi. Gamlir Reykvíkingar muna t. d. vel eftir gömlu verzluninni hans Th. Thorsteinsens, sem hét „Liverpool“ og var í heldur skuggalegum kjallara á Vesturgötu 3. Þar voru ekki glitrandi sýningargluggar og búðin sjálf með eldra sniði en margar búðir aðrar, sem kepptu við „Liver- pool“. En samt var þessi verzlun ein hin allra vinsælasta matvörubúð bæjarins og var það að þakka sérstaklega lipurri afgreiðslu og um- hyggjusemi fyrir viðskiptavinunum. Þetta mættu margir verzlunarmenn hafa í huga. ★ Það er líka mismunandi hvernig svarað er í síma í verzlunum og á skrifstofum. Sumsstað- ar er svarað hranalega. Sumsstaðar er svarað seint og stirðlega. Ef skiftiborð er, þar sem fleiri línur liggja til ýmsra manna eða deilda, er ákaflega mismunandi, hve vel er afgreitt. Sumar stofnanir hafa lipra símaafgreiðslu og kurteisa, og er það til mikils sóma fyrir við- komandi stofnanir. Þeir, sem yfir skrifstofum eða verzlunum ráða, ættu að hafa augun opin fyrir því, hvern- ig símaafgreiðslan er, og gera ráðstafanir til bóta, ef með þarf. Þegar ný afgreiðslustúlka við síma er ráðin, þarf að leiðbeina henni um á hvern hátt hún skuli svara og afgreiða, því að það mega menn vita að þessi rödd fyrir- tækisins, er einskonar auglýsing fyrir það, annað hvort til góðs eða ills. 14 FRJÁLS VERZLUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.