Frjáls verslun - 01.09.1942, Side 50
þétt og síaðist gufan út um það. Þó fékk ég það ár
120 tunnur lýsis á þennan hátt. Það var vel tært og
seldist tunnan af því þremur krónum hærra en tunnan
af lýsi sem bi’ætt var með gömlu aðferðinni. Þetta
verð fengu bændur fyrir lýsið.
Nú vildu allir verzla með lýsi sitt við Gránufélagið
og fékk það þá meiri lifur en komist varð yfir að
bræða. Þegar félagsmenn sáu hvað vel gekk með bræðsl-
una, urðu þeir fúsir að taka að sér bræðsluna fyrir
eigin reikning og borguðu mér öll bræðsluáhöldin.
Um haustið fór ég til Kaupmannahafnar og var þar
um veturinn. Einhverju sinni þann vetur fór ég út á
Refshalaey og keypti þrjá gamla gufukatla fyrir lít-
ið verð, um 80 kr. hvern. Gátu þeir tekið 60—80 tunn-
ur af lifur, þegar búið var að rífa alla innanbygging.
Ég sendi þá til Akureyrar með póstskipi um vorið, og
kom þeim fyrir sem hér segir:
Inni í húsi hafði ég gufuketil, en utan við húsvegg-
inn stóð einn af járnkotlum þeim sem ég nefndi áður,
þéttlokaður. Pípa lá úr gufukatlinum yfir í járnketil-
inn. Rétt þar hjá lét ég gera pall, tveggja álna háan
og setja annan ketilinn eða kerið á hann, og lá pípa
úr kerinu við húsvegginn yfir í þetta ker á pallinum.
Hinum megin við pallinn lét ég setja þriðja kerið.
Þegar bræða átti, var kerið næst húsveggnum fyllt
lifur og hleypt í það gufu úr gufukatlinum inn í hús-
inu. Gekk svo nokkra klukkutíma, eða þangað til lifrin
í kerinu var talin fullbrædd. Þá var opnuð pípan sem
lá yfir í kerið á pallinum, sem þangað til hafði verið
lokuð, og nú var hleypt enn meiri gufukrafti yfir i
lifrarkerið. Spýttist þá brædda lýsið, ásamt grútnum,
úr lifrarkerinu yfir i kerið á pallinum.
Þar var þetta svo látið standa þangað til lýsið hafði
sezt í kerinu. Þá var stungið sjálfhefjanda ofan í ker-
ið á pallinum, svo djúpt sem gert var ráð fyrir að tært
lýsi væri í því, en hinn endi sjálfhefjandans látinn
ganga yfir í tóma kerið hinum megin við pallinn og
rann nú lýsið úr kerinu á pallinum sjálfkrafa yfir í
þetta tóma ker. Síðan voru tunnurnar, sem áttu að taka
við lýsinu, fylltar um krana, sem var á neðanverðu
kerinu.
Á þennan hátt var hægt að bræða um 80 tunnur á
dag. Þessi bræðsluaðferð var næsta ódýr og mátti heita
að allt ynnist án þess að mannshöndin snerti á, frá því
að lifrin var látin i kerið og þangað til lýsið var kom-
ið í tunnurnar, enda voru sjaldan fleiri menn en fjórir
við bræðsluna.
En það, sem mest var um vert, var það, hvað lýsið
var tært og gott, svo meira fékkst fyrir það erlendis en
gott lýsi brætt á gamla háttinn.
Þetta varð mjög til að efla Gránufélagið, því að
verzlun bænda drógst þangað, sem meira fékkst fyrii
lýsið.
Lengi þraukuðu kaupmenn við pottbræðsluna, en
urðu loks að láta undan og taka upp gæfubræðsluna.
— Árið 1882 var byggð brú á Skjálfandafljót, sem
ég stóð fyrir. Þegar brúin var langt komin, fór ég aust-
ur að skoða hana og Július Havsteen amtmaður með
mér. Þegar við komum á brúnina á Vaðlaheiði á heim-
leiðinni var blíðalogn á Eyjafirði. Sá ég þá að lýsisbrá
fór úr ósnum, sem lá við bræðslustaðinn og grútnum
var fleygt í, og lagði brána langt inn á Poll. Sagði ég
þá við amtmann: „Þarna fljóta peningar til einskis“.
„Hvað meinarðu með því?“ sagði amtmaður. Ég svar-
aði að þetta þýddi að lýsi væri eftir í grútnum, sem
borinn hefði verið i sjóinn.
Daginn eftir gekk ég ofan á Oddeyri. Sá ég þar
nokkra menn híma iðjulausa. Spurði ég þá hvers vegna
þeir stæðu iðjulausir úti í kalsanum. Þeir svöruðu því,
að enga vinnu væri að fá. Minntist ég þá samtalsins
við amtmann og sagði þeim að þeir gætu fengið vinnu
hjá mér.
Sagði ég þeim að þeir skyldu taka tvo nótabáta, sem
ég átti á höfninni, og róa þeim yfir fjörðinn og sækja
fyrir mig eina 10—12 faðma af grjóti, bera það svo
upp á sandinn og leggja það á Oddeyrina, þar sem ég
til tók. Þegar þeir höfðu lokið þessu spurðu þeir mig,
hvað ég ætlaði að gera við grjót þetta. Ég sagði þeim
að raða grjótinu á sandinum 10 faðma á hvern kant
og hlaða svo upp álnar háan vegg allt í kring. Þeir
hristu höfuðin og héldu að ég- væri orðinn galinn, að
byggja á sandinum. En ég sá, að hversu langt sem
grafið vai', var ægissandur og því betra að vera ofan-
jarðar, þvi að þá sæist bezt hvar læki. Lét ég svo setja
sement í botn og veggi á byggingu þessari og varð þá
allt vatnshelt.
Hólf lét ég setja um miðjan geyminn. í annað hólfið
var látin lifur, þegar meira barst að en kerin tóku. En
úr keri því, sem á pallinum stóð og áður er um getið,
lét ég grútinn renna eftir trérennu, yfir í hitt hólfið,
eftir að búið var að taka lýsið ofan af honum.
Þetta var frægasti áburður. Lét ég aka honum út á
Oddeyrina, sem þá var sendin og gróðurlítil. Greri hún
brátt upp við áburð þennan. Var svo komið, þegar ég
skildi við Oddeyri, að þar var komið um 10 kúa tún.
Hér fór líkt því, sem oft hafði borið við á æfi minni,
að smáatvik hafa leitt til annars meira. Hefði ég ekki
af Vaðlaheiðarbrún séð lýsisbrána á Akureyrarpolli,
þá er líklegast að dregizt hefði fyrir mér að búa til
gryfjuna, hirða grútinn og rækta Oddeyrina. En þettu
varð til þess að veran fyrir Oddeyrarbúa varð nota-
legri vegna kúabúsins, og Oddeyrin sjálf hækkaði mik-
ið í verði fyrir Gránufélagið.
50
FRJÁLS VERZLUN