Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1942, Page 4

Frjáls verslun - 01.09.1942, Page 4
50 ára afmœli: Egill Guttormsson formaður V.R. Egill Guttormsson, formaður V. R., varð 50 ára hinn 1. október s.l. Egill hefir um langt skeið verið einn helzti forgöngumaður V. R. og formaður þess um mörg ár. Á félagið honum mikið að þakka, enda hefir hann líigt fram afarmikið starf í þágu þess, fyrr og síðar. í sambandi við afmælið sneri „Frjáls verzl- un“ sér til Egils og átti við hann eftirfarandi viðtal: — Hvenær hófuð þér verzlunarstörf ? — Ég kom til Reykjavíkur 1907 — rétt eins og kóngurinn sem þá dvaldi hér að sumarlagi eins og menn muna. En ekki kom ég í neinu konungslíki. Ég kom að heiman, norðan úr landi, og hafði verið skellt á mig fermingunni heilu ári fyrir venjulegan tíma, svo ég gæti komist suður til Gunnars Einarsosnar kaup- manns, sem var föðurbróðir minn, og tekið til stai'fa hjá honum. Þegar ég bvrjaði að vinna hjá Gunnari hafði hann umfangsmikinn atvinnurekstur í Reykja- vík. Hann hafði verzlun í Kirkjustræti 4 og verzlaði þar aðallega með nýlenduvörur og vefn- aðarvörur. Hann hafði líka vindlaverksmiðju, sem hét Cigarfabriken Hekla. Um skeið voru hér þrjár vindlaverksmiðjur, tvær í Reykjavík, sem Gunnar og Thomsen höfðu, og ein á Akur- eyri, sem Otto Tulinius rak. Það þykir ýmsum nýstárlegt nú á dögum, sem ekki muna svona langt aftur í tímann, að hér skuli nokkurntíma hafa verið vindlaverksmiðja og þá heldur þrjár en ein. Gunnar hafði stórt sláturhús á Norðurstíg 4, þar sem nú er Fiskhöllin, hann hafði líka út- gerð, átti togara, rak búskap í Haga og var belgiskur konsúll. Þá var verzlun Gunnars með þeim stærstu í Reykjavík, en hinar aðrar, sem mest kvað að, voru verzlanir Zimsens, Thom- sens, Th. Thorseinssons og Edinborg. Ég var fyrst sendisveinn í nýlenduvöruverzl- uninni og var Friðrik Ólafsson skólastjóri starfsbróðir minn þar. Við vorum ekki háir í loftinu í þá daga og kaup sendisveinanna var þá ekki mikið, eða almennast 15—20 kr. á mán- uði. Við fórum heldur ekki á fínum reiðhjólum, heldur gengum á tveimur jafnfljótum, og hefði það ekki þótt mikill hraði nú á dögum. Þegar við vorum sendir inn að Rauðará eða upp að Laufási fannst okkur við vera komnir upp í sveit, enda var svo raunverulega, því Reykja- vík var þá ekki farin að þenja sig út um öll tún, eins og nú. i FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.