Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1942, Side 49

Frjáls verslun - 01.09.1942, Side 49
UR ENDURMINNINGUM TRYGGVA GUNNARSSONAR Gullið, sem Þegar ég var drengur í Laufási bárust miklar sög- ur af hákarlsafla Siglnesinga og Fljótamanna. Þá var sú veiði ekki stunduð við Eyjafjörð. Um þær mundir voru uppi við Eyjafjörð margir dugnaðarmenn, svo sem þeir Hvammsbræður Jörundur í Hrísey og þá eigi sizt Þorsteinn Daníelsson á Lóni. Þessir menn byrjuðu hákarlaveiðar við Eyjafjörð. Höfðu þeir veiðina fyrst á opnum skipum fremur smáum og fóru eigi á þeim út úr Firðinum. En Þor- steinn gamli var stórhuga og þótti honum ekki mega svo við búið standa. Hann tók sig til og smíðaði stóran bát, viðlíka og stór uppskipunarskip hér í Reykjavík. Hann lét setja þiljur i skipið og nefndi Orra, því að eigi hafði það gengið sennulaust að smíða skipið. Þetta mun hafa verið 1853. Þá var mikill ísavetur. Hvammsbræður áttu að vera fyrir bátnum. En þeg- ar út átti að leggja var Fjörðurinn fullur af ís. Þor- steinn dó samt ekki ráðalaus. Hann lét setja tvo sleða fyrir bátinn, beitti hestum fyrir og lét draga hann á lagísnum út eftir Firðinum, út fyrir Höfða. Þar tók við auður sjór. Skipið aflaði vel og tók nú hver af öðrum að koma sér upp þilskipum. Hákarlaveiðin reyndist hin arð- væniegasta. Lýsi var þá í háu verði og- fengust eins mai'gir dalir fyrir tunnuna þá, eins og krónur nú (fyr- ir stríðið). Þá var hvorki steinolía, gas né rafmagn haft til ljósa. f sjálfri Iíaupmannahöfn voru þá lýsis- luktir á götum. Menn lögðu út þegar í marzmánuði og má nærri geta hvernig það hafi verið að fara þá út í reginhaf frá Norðurlandi og eiga von á norðlenzku byljunum og hafísnum. En þar voru karlar sem ekki létu sér allt fyrir brjósti brenna. Þegar fram i sótti gerðust skipstapar þar svo tíðir, að eftir að ábyrgðarfélagið komst á þar nyrðra, fengu menn ckki skip sín tryggð fyrr en lengra kom fram á. í byrjun hákarlaveiðanna var úldið hrossakjöt haft í hákarlabeituna. Einu sinni drapst hryssa um haust i Laufási. Hún var flegin og skrokknum hleypt ofan í dý og hann látinn úldna þar. Þegar fram á veturinn kom, var hann tekinn upp, dreginn út á fjörð og sökkt þar niður. Hákarl safnaðist þar að ætinu og var hann veiddur þar nálægt á smábátum. Þá bræddi hver lýsið heima hjá sér. Kaupmenn lán- FRJÁLS VERZLUN flaut í sjóinn uðu tunnurnar undir það og áttu svo að fá þær aftur fullar af lýsi, eins og ég hefi áður sagt frá á öðrum stað. Afleiðingin af því að hver bræddi heima hjá sér varð sú, að lýsið var illa verkað. Kaupmenn sáu að svo mátti ekki ganga. Steincke, sem þá var faktor fyrir Guðmann, duglegur fram- kvæmdamaður, kom upp bræðsluhúsi á Torfunefi (Grútarnefi), milli Akureyrar og Oddeyrar. Þangað fluttu hákarlaskipin lifrina og þar var hún brædd. Varð nú lýsið miklu betra og jafnara en áður og mátti þetta því heita góð framför. Þá var orðin breyting á hákarlaskipunum. Litlu bát- arnir voru lagðir niður og 1 stað þeirra komin þilskip, allmikið stærri. Síra Björn Halldórsson í Laufási, Ein- ar Ásmundsson í Nesi og ég urðum fyrstir til að kaupa eitt slíkt skip frá Noregi, árið 1863. Það hét Fáfnir. Ekki var það þó nema tólf smálestir að stærð. Um þær mundir var farið að smíða nokkur stór þiiskip við Eyjafjörð og var Jón heitinn Stefánsson á Akureyri helzti þilskipasmiður þar. Þessi þilskip urðu um tuttugu og öfluðu mikið. Þau lögðu lifrina upp við bræðsluhúsin og gekk svo um tuttugu ár. Gránufélagið var þá orðið afar stórt og hafði mikil vi5skipti við bændur. En af því að kaupmenn áttu bræðsluhúsin þá varð félagið útundan með lýsiskaup. Bændur gátu ekki látið það fá lýsi fyrr en kaupmenn voru búnir að taka það sem þeir áttu að fá og voru búnir að hlaða skipin sín. Af þessu leiddi að þeir komu sínu lýsi fyrr á markaðinn en Gránufélagið og fengu hærra verð fyrir það. Eg sá að þetta mátti ekki svo ganga og bar það upp á félagsfundi að félagið byggði lýsisbræðsluhús. En sú tillaga var feld. Veturinn eftir var ég að vanda í Kaupmannahöfn. Þá bar svo við að ediks- og ölgerðai'hús eitt þar varð gjaldþrota og voru áhöld þess seld á uppboði. Eg keypti á uppboðinu mikið af keröldum fyrir eigið fé. Þá keypti ég og lítinn gufuketil. Ég lét taka ejtt af keröldunum, setja lok á það og slá um það járn- spöngum. Ég flutti svo allt þetta með mér heim tii Oddeyrar. Um sumarið byrjaði ég að gufubræða lýsi með þess- um áhöldum. Lifur var látin í járnbennta kerið og síðan hleypt gufu inn í það úr gufukatlinum. Þessi bræðsla gekk þó fremur seint og gengu 24 tímar í það að bræða lifrina í keraldinu, því að það var ekki nógu 49

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.